Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 237
Að kenna og rita tíða á millum
235
segir í kirkjusögu sinni hafði norska kirkjan á 12. öld sterkust tengsl við
frönsku kirkjuna, og þá vissulega við sistersíanaregluna, en þó einkum og sér
í lagi við París og Viktorsklaustrið (sem var kanúkasetur) þar sem m.a.
erkibiskuparnir Þórir og Eiríkur í Niðarósi voru menntaðir.14 Régis Boyer
hefur dregið þessi tengsl fram, í grein sem hann skrifaði um Guðmund
Arason. Hann fjallar þar einkum um hugmyndir Guðmundar um kirkjuvald
og rekur þær í gegnum Niðarós til kanúkanna sem kenndu sig við heilagan
Viktor og sátu í París og til umbótastefnu Gregoríusar IX páfa.15
I reglu ágústína gætir áhrifa frá þeirri umræðu sem svo hátt bar á 11. og
12. öld, um það hvað fælist í kristilegu líferni. Á þessu tímabili verða
gagngerar breytingar á hugmyndum manna um hina sönnu breytni eftir
Kristi. Ekki er lengur nægilegt að tilbiðja Drottin og hafna allri synd - þeir
sem vilja líkja eftir frelsaranum eiga að hlúa að meðbræðrum sínum. I
samræmi við þetta er regla ágústína reist á þeirri grundvallarhugmynd að
lærðir þjónar Guðs fylgi best í fótspor Krists með því að sameina strangt
líferni og umhyggju fyrir meðbræðrunum. Sistersíanareglunni var ætlað að
veita svör við sömu spurningum og niðurstaða þeirra varð að ýmsu leyti
áþekk. Fyrir sistersíana varð persónuleg iðrun og ábyrgð einstaklingsins á
eigin sáluhjálp þó að höfuðatriði, þeir reistu klaustur sín á afskekktum
stöðum og helguðu sig bænagjörð.16 Ágústínar lögðu meiri áherslu á að
ástunda einhvers konar sálgæslu (cura animarum) og leiðbeina meðbræðrum
sínum. Kirkjusagnfræðingurinn Caroline Walker Bynum heldur því fram að
þar sem sistersíanar sjái sjálfa sig einkum í hlutverki nemandans líti kanúkar
í senn á sig sem þá sem nema og þá sem kenna.17 Þeir taka upp úr Cura
pastoralis Gregoríusar mikla kjörorðið docere verbo et exemplo, að kenna í
orði og verki, og skilja það ekki þröngum skilningi heldur fremur á þá lund
að sérhver athöfn manns eigi að vera öðrum til eftirbreytni. Guðsmenn eigi
með kenningu sinni og atferð að kalla annað fólk til iðrunar og betra lífernis.
Það væri því að sönnu í anda ágústína að stunda „meinlæti meðal
14 Kolsrud, bls. 206.
15 Sjá Boyer 1967, einkum bls. 431-2. Boyer víkur einnig að þessu í doktorsritgerð sinni,
sjá t.d. bls. 60 o. áfr.
16 í því sem hér er sagt um mun ágústína og sistersíana er stuðst við ritgerð Caroline
Walker Bynum: „The Spirituality of Regular Canons in the Twelfth Century"
(prentuð í Jesus as Mother. Studies in the Spirituality of the High Middle Ages), sjá
einkum bls. 36-43. Hér er erfitt að komast hjá einföldunum því í reyndinni voru
kanúkasetur með margvíslegu móti. T.d. var ágústínareglan til í tveimur útgáfum
misströngum. Bynum bendir á að hægt sé að finna dæmi um kanúkasetur sem minni
mest á klaustur í anda sistersíana, afskekkt og firna strangt (Bynum, bls. 26).
17 Bynum, bls. 36. Beryl Smalley sýnist mér vera á sömu slóðum þegar hún segir í
umfjöllun sinni um viktorína: „A gulf had opened between monks and scholars.
Contemporaries constantly stress their difference in function: the scholar learns and
teaches; the monk prays and ‘mourns’. The canons regular courageously refused to
admit the dilemma. This was expecially true of the Abbey of St. Victor at Paris.“
(Smalley, bls. 83)