Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 239
Að kenna og rita tíða á millum
237
Maríu á íslandi. Margaret Cormack sem rannsakað hefur heimildir um
dýrlinga hérlendis telur að Maríudýrkun hafi verið farin að skjóta hér rótum
um 1200 en treystir sér ekki til þess að ákvarða tímann nákvæmar. Um
líklega áróðursmeistara guðsmóðurinnar segir Cormack:
As to the persons responsible for its [þ.e. Maríudýrkunarinnar] introduction, St.
Þorlákr, who had studied in England and France, is said to have read the Hours
of the Virgin as part of his daily devotions, but it is his younger contemporary,
Guðmundr Arason, who was expecially associated with her by fourteenth-
century authors of his sagas. However the Prestssaga, probably written shortly
after his death, gives her no more prominence than would be expected from her
important position in the hierarchy of saints. It is in fact Guðmundr's opponent,
Kolbeinn Tumason, who is said to be devoted to her. Arons saga Hjörleifssonar
attributes a devotion incorporating the Ave to Guðmundr's influence, but this
saga may have been written as much as a century after the events it describes,
and there is no guarantee of the age of the devotion, or of Guðmundr's
involvement.20
Eins og fram kemur hér að framan virðist trú Guðmundar Arasonar hafa
verið mótuð áður en hann fór í fyrsta sinn utan og sýnist mér því vænlegra
að líta til ágústínusarreglunnar og manna eins og Þorláks helga Þórhallssonar
sem áhrifavalda fremur en geta sér til um kynni hans af sistersíönum í
Noregi eins og Selma Jónsdóttir gerir. Með því að rekja rætur hugmynda
Guðmundar til kanúka má tengja hann trúarlífi á Islandi, nýbreytni hans
reynist þá vera ávöxtur þeirra fræja sem Þorlákur biskup og reglubræður
hans sáðu.
Þessi grein er byggð á fyrri hluta fyrirlestrar sem haldinn var á vegum Félags íslenskra
fræða í apríl 1990. Ég þakka kennurum mínum Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, Gunnari
Harðarsyni og Sverri Tómassyni gagnlegar ábendingar.
Ritaskrá
Biskupa sögur I. Khöfn 1858.
Boyer, Régis. La vie religieuse en Islande (1116-1264) d'aprés la Sturlunga saga et les
sagas des évéques. [Doktorsritgerð.] Fille 1972.
Boyer, Régis. „L'évéque Guðmundr Arason, témoin de son temps.“ Études Germaniques
1967, bls. 427-444.
Bynum, Caroline Walker./es«s as Mother. Studies in the Spirituality of the High Middle
Ages. Berkeley 1982.
Cohn, Norman. The Pursuit of the Millennium. Revolutionary messianism in medieval
and Reformation Europe and its hearing on modem totalitarian movements. London
1957.
Cormack, Margaret Jean. The Saints in Iceland. Evidence for Cults before 1400. [Ópr.
doktorsritgerð] 1983.
Grundmann, Herbert. Religiöse Bewegungen im Mittelalter. Berlín 1935.
20 Cormack, bls. 174-5.