Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 274
272
Helgi Sktíli Kjartansson ■ Bergljót S. Kristjánsdóttir
Ólíklegra virðist mér að Sturla hafi sjálfur mótað boðskap draum-
sögunnar. Hann hafði að vísu barist gegn brennumönnum á Þveráreyrum,
við hlið Þorvarðs Þórarinssonar og Þorgils skarða; að því leyti hæfir honum
sjónarhorn draumanna. Síðan hafði haldist náið bandalag með þeim
frændum Sturlu og Þorgilsi, en Þorvarður fór aðrar leiðir og endaði með því
að standa fyrir vígi Þorgils. Það er því öldungis ólíkt Sturlu að taka Þorvarð
svo eindregið fram yfir Þorgils sem draumkonan gerir.
Beri Jóreiðarsagan fingraför lærdómsmanna gat hún sem hægast fengið
þau í Laugardal eða nærsveitum. Skálholt var að sjálfsögðu miðstöð
lærdómstísku, og Haukdælir voru löngum meira til bókarinnar en sverðsins,
þótt nokkrir þeirra, eins og Gissur, þyrftu að neita sér um klerklegar
hámenntir til þess að halda uppi pólitískum heiðri ættarinnar. Og kannski
var „prestmaðurinn" Páll í Miðjumdal (sem gæti verið eini milliliðurinn milli
Jóreiðar og Sturlu) nógu víðlesinn og bóklega sinnaður til að sveigja drauma
griðkonunnar ungu að réttu sniði helgisagnalegra kraftbirtinga.
Þetta var nú, Begga mín, það sem ég vildi nöldrað hafa. Ekki að hrekja
neitt af lærdómi þínum um vitranir, leiðslur og kraftbirtingar eða táknlegt
inntak þeirra. En á hinn bóginn að benda á skemmtilega fleti á Jóreiðar-
sögunni sem fara forgörðum ef við megum ekki trúa því að hún sé að
nokkru marki sönn. En kannski er ekkert við því að gera?
Þinn samkennari
Helgi Skúli Kjartansson
Helgi minn.
Þakka þér bréfið þitt góða, það er ekki á hverjum degi sem maður kætist yfir
póstinum sínum. Og áður en lengra er haldið - mikið þætti mér vænt um ef
þú vildir „nöldra“ örlítið oftar við mig!
Þú spyrð um Jóreiði sjálfa - var hún ekki til þegar allt kemur til alls?
Kannski. Mér finnst skemmtilegt hvernig þú rökstyður að hún kunni að hafa
tengst átökum sinnar aldar og falleg myndin sem þú dregur upp af vondri
nótt þegar hermenn ganga um hús. Imyndunarafl mitt er albúið að trúa á þá
Jóreiði sem lifnar við lestur bréfsins þíns (enda hefur það nú þegar fyrir þitt
tilstilli verið með meynni lítilli og hnípinni undir brekáni í Miðjumdal og
starað óttafullum augum á hörkulega karla og köld vopn), en tómasinn í mér
er að venju tregur í taumi.
Vandinn er auðvitað sá að tiltekin frásögn getur átt sér sannsögulegan
kjarna þó unnt sé að sýna fram á að hún vitni um handbragð lærðra manna
og á sama hátt kunna persónurnar, sem hún segir frá, að hafa lifað sínu lífi
óháð öllum sagnariturum, þó leiða megi getum að því að nöfn þeirra séu
tortryggileg og virðist einkum hafa táknræna merkingu. Ég er þó enn á þeirri
skoðun að Jóreiðardraumar í heild beri svo mörg einkenni evrópsks lærdóms
á miðöldum að sennilegast séu þeir uppdiktaðir í heilu lagi en mér er líka