Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 276
274
Helgi Skúli Kjartansson ■ Bergljót S. Kristjánsdóttir
verksins er segir frá draumi Egils. Skýringin á því hve Þorgils skarði verður
illa úti í draumum Jóreiðar kynni þá að vera sú að Sturlu hefði líkað verr
framganga hans á Vesturlandi en hann lét almennt uppi - Þorgils var jú
síðastur þeirra Sturlunga sem lét verulega að sér kveða í valdabaráttunni en
varð undir. Og í þessu sambandi getur skipt máli að Sturla var sannkristinn
móralisti. Fyrr í sögunni hefur hann ekki vílað fyrir sér að nota drauma til að
sýna ofdramb þess frænda síns sem hann dáðist þó sannanlega að, þ.e.
Sturlu Sighvatssonar. Er það hending að bókmenntapersónurnar tvær sem
birtast í draumum Islendinga sögu eru einmitt Egill Skalla-Grímsson og
Guðrún Gjúkadóttir? Eða kýs Sturla vísvitandi hetjuna ágjörnu til að draga
fram veikleika auðmannsins Snorra, og velur með sama hætti Guðrúnu
Gjúkadóttur til að kveða upp lokadóm yfir Sturlungum, konuna sem horfði
á bak eiginmönnum, börnum og bræðrum í baráttunni um Rínargullið líkt
og hann sjálfur horfði á ættingja sína týna tölunni í baráttu 13. aldar um auð
og völd?
En við getum auðvitað líka gert ráð fyrir tveimur sagnriturum að baki
draumi Egils á Borg og draumum Jóreiðar, mönnum með áþekka menntun
eða af sama skrifaraskóla? Ég og þú gætum kannski samið um Breið-
firðinginn Þórð Narfason sem skrásetjara/höfund Jóreiðardrauma - eða
nægir þér ekki að maðurinn sé mægður Haukdælum?!
Loks getum við einfaldlega sagt sem svo: fólk á Islandi hefur dreymt
persónur úr sögum og ljóðum allt frá upphafi íslandsbyggðar til vorra daga.
Ég þekki t.d. stelpu sem bjó með Róbinson Krúsó í tvö ár á eyjunni góðu og
strák sem fór hvað eftir annað á hestbak með Kidda á Ósi - bæði í draumi
auðvitað, og bara af því þau voru svo heppin að fæðast eftir 1950, spyr
enginn um lærða hefð að baki draumförum þeirra, hvað þá heldur að menn
stingi upp á að þau hafi aldrei verið til þó þau hafi verið litterær í svefni.
En Helgi - ég held samt það hafi verið Sturla . ..
þín
Begga
Ágæta Bergljót.
Þakka þér hjartanlega tilskrifið.
Jújú, rétt segir þú, að ekki eru Jóreiðardraumar það eina sinnar tegundar
í íslendingasögu Sturlu. Ég hef á síðustu misserum hitt fleiri en þig sem telja
víst að Sturla hafi sjálfur ort draumvísu Egils á Borg, og ég heyri menn líka
telja Sturlu vísan til að hafa ort aðra vísu um Snorra sem hann leggur í munn
Sturlu frænda þeirra Bárðarsyni („Eiguð áþekkt mægi ...“). Hann hefði
kannski ekki verið yfir það hafinn, sá gamli, að tengja saman lærdóm sinn og
skáldgáfu í einni kraftbirtingarsögu úr Laugardal. Ég hef a.m.k. ekkert á móti
því að Sturla megi eiga nokkuð í sögunni, eins og það t.d. að gera
draumkonuna að Guðrúnu Gjúkadóttur.