Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 277
Fjögur bréf um Jóreidardrauma
275
Hallur dreginn um klakann
Síst skal ég draga í efa að Sturla hafi upphaflega skráð draumsöguna, þó að
það sé, eins og þú bendir á, nokkuð umdeilt meðal fræðimanna hvort
Jóreiðarþátturinn sé úr Islendinga sögu. Rökin gegn því eru raunar enn
léttvægari en þú lætur í veðri vaka. Þú fellst á að misræmi sé í lýsingum
þeirra á dauða Halls Gissurarsonar á Flugumýri, Sturlu Þórðarsonar og
draumkonunnar, þar sem Sturla lætur vinveittan mann draga Hall til kirkju
helsærðan, en draumkonan segist launa Eyjólfi Þorsteinssyni hvernig hann
dró Hall um klakann á Flugumýri. En í þeirri athugun felst krafa um
prósaíska nákvæmni sem ekki á heima í aðsópsmiklu táknsæi draum-
konunnar. Hallur var dreginn um klakann á Flugumýri þar sem hann var
veginn á ábyrgð Eyjólfs; þetta má draga saman í þá einföldu mynd að
Eyjólfur hafi dregið hann. Það er sýntesa, sannari á sinn hátt en hin aðskildu
fróðleikskorn um áverka Halls og dauðastríð.
Skoðum til samanburðar hvernig dauða Halls er lýst í innblásinni lausa-
vísu Gissurar föður hans (Sturl. bls. 644): „... böl það er brunnu ... mínir ...
þrír synir inni.“ Ekki efumst við um að þessa vísu hafi Sturla skráð og eigni
hana með réttu Gissuri. Þar segir þó að synirnir þrír, og þar með Hallur, hafi
brunnið inni. Sem er ónákvæmt, en inniber þann kjarna málsins að Gissur
missti alla syni sína í þeim ógnaratburði sem það er að brenna inni lifandi
fólk. Sturla er skáld sjálfur og auðvitað ekki sá veraldarinnar pedant að það
flækist neitt fyrir honum þó að ekki sé jafnbókstaflega rétt um alla synina að
þeir hafi brunnið inni. Jafnfjarri væri það honum að fara að leiðrétta
skáldlega ónákvæmni draumkonunnar um Hall og Eyjólf.
Þannig er það alveg ástæðulaust að gera ráð fyrir afbökun í handritunum
(bls. 250 hjá þér, þar sem þú stenst þá freistingu með naumindum) þótt þetta
séu orð Sturlu.
Dálæti á Þorvarði og Gissuri
Hins vegar á ég enn sem fyrr óhægt með að þekkja sjónarhorn Sturlu í orð-
um draumkonunnar. Ég nefndi áhugann á Þorvarði Þórarinssyni, sem er
blátt áfram aðalpersóna fyrstu tveggja draumanna og fær lofleg ummæli í
þeim þriðja.
Barði Guðmundsson hefur lagt út af þessu atriði (Höfundur Njálu (Rvk.
1958) bls. 56-57). Hann efast ekki um Jóreiði eða þátt hennar í sögunni og
telur víst að hún sé svona upptekin af Þorvarði af því að hún hafi séð hann,
„merktan af kvíða og hugarstríði", fáum vikum áður þegar hann fór um
Laugardal með herflokk sinn af Austurlandi.
Það væri kannski ekki útilokað að Sturla hefði á einhverju stigi viljað
hrósa Þorvarði og hnýta í Þorgils skarða, eins og draumkonan gerir í þriðja
draumnum. (Þetta ætti helst við eftir 1270 þegar þeir Þorvarður voru orðnir
nánir samstarfsmenn í þjónustu konungs.) En það er líka erfitt að sjá sjónar-
horn Sturlu í fyrri draumunum þar sem Þorvarði er stillt upp andspænis