Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 79
Primum caput
77
Hvort sem hugmyndir Eglu eiga sér rætur í hugmyndum lærðra manna á 12. og
13. öld eða byggja á reynsluvísindum er þó ljóst að vargseinkenni Kveld-Ulfsætt-
arinnar eru í sögunni bundin höfðinu.6
Annað merkilegt atriði í tölu konungs er að hann tvítekur orðið „skalli“, og
rammar úlfúðina þannig inn. Með þeim hætti vísar hann eflaust til þess að
berserkir voru sagðir sköllóttir og með óvenjuhörð bein í höfði. Um það vitna
ýmis dæmi í íslenskum fornsögum eins og Bjarni Einarsson (1976:47-54) ogfleiri
hafa fjallað um (t.d. Hermann Pálsson 1995). En í Heimskringlu eru menn sem
ganga berserksgang einnig sagðir „galnir sem hundar eða vargar' (Snorri Sturlu-
son 1991:10—11, breytt letur BSK) og orðið „Skalli“ kemur fyrir í fornu máli sem
úlfsheiti (Heiðreks saga 1924:68). Það er því líklegt að hér sé orðaleikur á ferð.
Ákveðin megineinkenni í útliti og eðli Gríms eru tengd með samleik orðanna
„úlfúð“ — „skalli“ og um leið er vakin athygli á að með viðurnefninu er ekki
einungis vfsað til skallans á Grími heldur er úlfsnáttúra hans bundin nafni, líkt
og hjá föður hans og reyndar einnig forfeðrum (3). Heitið Skalla-Grímur hefur
þá tvenns konar merkingu það sem eftir lifir sögunnar, annars vegar ‘Grímur hinn
sköllótti’, hins vegar ‘grímuklæddur úlfur’ og seinni merkingin fær stuðning af
hinni fyrri: vargurinn hefur ekki loðinn haus, þvert á móti er hárleysið gríma hans.
Þegar Egill Skalla-Grímsson er kynntur til sögu og m.a. um hann sagt „þá mátti
það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög Ijótur og líkur föður sínum,
svartur á hár“ (62), lifa auðvitað með lesendum fyrri umsagnir um höfuð
Skalla-Gríms. Og ekki dregur úr að snáðinn er sagður: „Heldur . . . illur viður-
eignar . . . í leikum með öðrum ungmennum“ (62); náttúra þeirra úlfa, berserkja
og hálftrölla sem Egill rekur kyn sitt til er þar með sett í brennidepil án þess að
hún sé nefnd berum orðum. En í kynningunni á Agli er athyglinni líka beint
sérstaklega að öðrum þáttum sem tengjast höfðinu: „Hann var brátt málugur og
orðvís“ stendur þar (62). Sagan hefur ekki gefið ættmönnum hans viðlíka
einkunnir, en ekki hefur farið milli mála að skáldin Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur
eru orðhagir menn. Hvorugur feðganna er hins vegar „málugur“ — þ.e.a.s. sé
merking orðsins ‘málgefinn’ eða ‘liðugt um málbeinið’8 - svo að nú birtist í fyrsta
skipti mann-úlfur með hvoftinn upp á gátt og tungu og kjálka á sífelldu iði.
Eftirleiðis þegar höfuð Egils kemur að einhverju ráði við sögu er ævinlega leikið
með þau megineinkenni sem vísað er til í kynningu hans — vargsnáttúruna,
ljótleikann og málið — en misjafnt er hvort fjallað er um þau öll í senn eða aðeins
eitt eða tvö þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um hvers vegna málið er sett á oddinn í
byggjii í heilanum. í Seðlasafni Árnanefndar í Kaupmannahöfn má sem vænta mátti finna ýmis
dæmi er tengjast höfuðkvillum, t.d. „höfuðmein“, „höfuðverkur" og „höfuðær“.
6 Orðið „skalii" er auðvitað hluti fyrir heild og má jafnt túlka sem höfuðið eitt og persónuna alla.
En á raunsviði myndarinnar sem er dregin eru orðin „skalli" og „úlfiíð" engu að síður tengd.
7 ala Skalla-Gríms frammi fyrir Haraldi hárfagra er prýðilegt dæmi auk skáldskaparins
(sjá:BSK/SÓ 1992:xxi).
8 Mig grunar að orðið „málugur“ kunni að vera hér hrós um sveinbarn sem er fljótt til máls og
hefúr orð á öllu en hef ekki annað fyrir mér en að í fornum textum má finna fleiri dæmi en eitt
um orðalagið „ekki málugur í barnæsku" (íslendingnsögurogþœttir111 1987:1987 og2060, t.d.).