Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 256
Umsagnir um bækur
Mattheussagapostula, Ólafur Halldórsson bjó til prentunar (StofhunAmaMagnús-
sonar á Islandi, Rit, 41), Reykjavík, 1994, cxlviii + 86 bls.
Unnendur fornbókmennta fagna nú enn nýrri textaútgáfu úr höndum Ólafs
Halldórssonar, en Ólafur er án efa meðal allra reyndustu manna á sviði norrænnar
textafræði. Útgáfan er hin vandaðasta að allri gerð, eins og vænta mátti frá Ólafi
og Stofnun Árna Magnússonar, en tildrög hennar eru með nokkuð óvenjulegum
hætti. Þau má rekja til námskeiðs í textafræði við Háskóla Islands sem útgefandi
hélt veturinn 1990-1991, en eins og hann lýsir í inngangi (bls. ix—xii) eiga
stúdentar í námskeiðinu, þau Aðalheiður Guðmundsdóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Sigrún Halla Guðnadóttir, Steingrímur Bragason, Svandís Svavarsdóttir og
Þórdís Guðjónsdóttir, allnokkurn þátt í þessari útgáfu. I námskeiðinu báru
stúdentarnir og útgefandi saman handrit Mattheus sögu og söfnuðu mismunar-
greinum en síðan var stúdentunum falið að gera grein fyrir helstu einkennum á
skrift og stafsetningu handritanna. Sjálfur annaðist útgefandi lokafrágang texta
og lesbrigða og ritaði inngang, en markmið útgáfunnarsegir hann (bls. xi) tvíþætt,
annars vegar að gera grein fyrir varðveislu Mattheus sögu og hins vegar að komast
sem næst upphaflegum texta sögunnar með samanburði allra varðveittra handrita.
Mattheus saga postula er runnin úr safni ellefu postulasagna á latínu sem kennt
er við Abdias nokkurn er sagður var biskup í Babýlon. Um hann og þátt hans í
skráningu sagnanna er næsta lítið vitað með vissu, en að líkindum er safnið ekki
yngra en frá sjöundu öld. Til íslands hefur það borist snemma og telur útgefandi
að postulasögurnar hafi verið „í fyrsta lagi þeirra texta sem var snúið á íslensku“
(bls. v). Vitaskuld er ógjörningur að tímasetja þýðingu safnsins nákvæmlega og
alls ekki áreiðanlegt að það hafi allt verið þýtt á sama tíma, en varðveist hafa fleiri
en ein íslensk gerð af mörgum sagnanna og kann þar að vera um að ræða
umsamdar eldri þýðingar eða þýðingar eftir öðrunt erlendum gerðum. Útgefandi
segir (bls. vi) að aldur handrita Mattheus sögu og skyldleiki þeirra bendi þó til að
henni hafi verið snúið ekki síðar en á fyrri helmingi tólftu aldar.
Mattheus saga er varðveitt heil í fjórum handritum og óheil í að minnsta kosti
fjórum handritsbrotum er textagildi hafa, en víðast stendur hún ásamt öðrum
postulasögum, heilum eðaóheilum, ogskyldu efni. Þessi handrit eru (1) AM 645
4to (A) frá fyrri hluta þrettándu aldar, en á fyrri hluta þess eru Clemens saga páfa
(er gjarna fylgir postulasögum; hér óheil), Péturs saga postula (óheil), Jakobs saga,
Bartholomeus saga, Mattheus saga, Andreas saga (óheil), og á síðari hluta Andreas
saga (brot, önnur gerð en að framan) og Páls saga; (2) AM 652 4to (Bl) frá síðari
hluta þrettándu aldar, brot úr skinnbók með leifum sjö postulasagna, Andreas
sögu, Jóns sögu, Jakobs sögu, Bartholomeus sögu, Tómas sögu, Tveggja postula