Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 257
Umsagnir um bœkur
255
sögu Símonar og Júdasar og Mattheus sögu; (3) AM 630 4to (bl) frá sautjándu
öld, sem skrifað hefur verið eftir 652 á meðan það var heilt, en þar eru fleiri sögur
sem að öllum líkindum hafa verið í 652: Jóns saga, Jakobs saga, Bartholomeus
saga, Tómas saga, Tveggja postula saga Símonar og Júdasar, Péturs saga, Andreas
saga, Mattheus saga, Tveggja postula saga Philippus og Jakobs og Matthías saga;
(4) SÁM 1 fol., Skarðsbók postulasagna (B2), frá síðari hluta fjórtándu aldar, sem
á eru Péturs saga, Páls saga, Andreas saga, Tveggja postula saga Jóns og Jakobs,
Tómas saga, Philippus saga, Jakobs saga, Bartholomeus saga, Matthías saga,
Tveggja postula saga Símonar og Júdasar og Mattheus saga; (5) AM 628 4to (b2)
sem er nákvæmt eftirrit af Skarðsbók frá upphafi átjándu aldar; (6) AM 656 I 4to
(C) frá fyrri hluta fjórtándu aldar en á því eru fyrst brot af sex postulasögum, er
útgefandi telur að hafi upprunalega staðið í þessari röð; Tveggja postula saga
Péturs og Páls, Jóns saga, Mattheus saga, Tómas saga, Andreas saga og Jakobs saga
en miklu síðar hefur verið bætt aftan við þær Bartholomeus sögu og Tveggja
postula sögu Símonar og Júdasar sem nú er þar óheil; (7) AM 655 4to IX (N) en
það er brot úr skinnbók er skrifuð hefur verið af Norðmanni í kringum 1200 og
er þar á brot úr Mattheus sögu ásamt brotum úr Blasíus sögu og Plácítus sögu;
(8) AM 655 4to XII—XIII (D) frá öðrum og þriðja fjórðungi þrettándu aldar en
það eru brot úr skinnbók sem á eru leifar Tveggja postula sögu Péturs og Páls,
Jakobs sögu, Bartholomeus sögu, Mattheus sögu og Tveggja postula sögu Símonar
og Júdasar.
Eins og þessi upptalning ber með sér er Mattheus saga aðeins hluti af miklu
stærri mynd. Eina heildarútgáfa sem til er á norrænum postulasögum er útgáfa
C.R. Ungers, Postola Sögur (Christiania 1874). Unger prentaði allar gerðir sagn-
anna, en eins og útgefandi hefur bent á annars staðar (Ólafur Halldórsson, Sögur
úr Skarðsbók (Reykjavík 1967), bls. 24) eru handritarannsóknir hans og greinar-
gerð fyrir skyldleika handritanna ófullnægjandi. Brýn þörf er því á nýrri útgáfu
postulasagna er leysi af hólmi útgáfu Ungers. Slíkt verkefni er æði umfangsmikið
og hætt við að útgáfa þess myndi dragast um of á langinn ef það ætti að birtast á
einni bók. Hitt er skynsamlegra, að gefa það út í áföngum, þó að óhjákvæmilega
verði umtalsverð skörun í efnistökum. Fyrsta skrefið hefur verið sdgið með þessari
útgáfu á Mattheus sögu og verður hún ómetanlegur grunnur undir það sem enn
er óunnið.
I upphafi umfjöllunar sinnar um varðveislu textans lýsir útgefandi fimm helstu
gerðum frávika frá erkiriti er einkum duga til að skera úr um skyldleika handrita
(bls. lxxxiv—xcii); (1) skrifari fellir fyrir vangá niður orð í uppskrift ogþess sér stað
í handritum runnum út frá uppskriftinni; (2) skrifari hleypur yfir það sem á milli
er orðs sem hann hefur lokið við að skrifa og sama orðs aftar í textanum; (3)
skrifari misles ógreinilega ritað orð eða band; (4) skrifari breytir fornlegu málein-
kenni; og (5) skrifari víkur óviljandi frá forriti en leiðréttir mistök sín. Þetta skýrir
útgefandi rækilega með dæmum úr handritum Mattheus sögu og tínir einnig til
orðamun úr öðrum áttum svo að úr verður einkar fróðleg lesning. I beinu
framhaldi rekur útgefandi lið fyrir lið varðveislu texta Mattheus sögu og kemst