Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 10

Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 10
miðunum sem unnt er að reiða sig á um torleiði og hættuslóðir allar, anda kærleika, sam- stöðu, miskunnsemi og réttsýni. Það er ekki nóg að vita og kunna skil á góðu og illu. Hið mikilvæga er að elska hið góða. Og hvar lærist það? Siðferði og lífsgildi, að elska hið góða, það er ekki kennt og miðlað af bókum heldur með fordæmi þar sem hefðir og venjur gegna ómetanlegu hlut- verki, sögur eru sagðar og rifjaðar upp, hátíðir og heilög tákn og atferli. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar hið kristna samfélag trosnar, þegar guðsþjónusta helgidagsins er van- rækt, lífæðin stíflast. í athyglisverðu viðtali í bandaríska tímaritinu Newsweek nýverið vitnar merk íjármálakona í Jonas Salk sem mun hafa sagt: „Við verðum að læra að verða betri formæður og forfeður. Það merkir,“ segir konan, „að bera umhyggju fýrir heiminum okkar og meta langtímaáhrif verka okkar, jafnvel á fólk í fjarlægum álfum. Við verðum líka að muna að við erum mannleg og eigum innri sál. Þegar heimurimi verður flókiraiá og ópersónulegri getum við varðveitt mennsku okkar með því að bera umhyggju fyrir öðrum jafnt sem sjálfum okkur.“ Svo mörg voru þau orð. Hver er raunveruleg staða þjóðkirkjunnar nú við aldamót? Allt þetta sem ég hef tæpt á varpar ljósi á svarið. Eins og Albert Schweitzer sagði: „Það sem ég veit gerir mig bölsýnan. Það sem ég vil og vona gerir mig bjartsýnan.“ Við vitum, við sjáum, við þekkjum tímanna tákn. Ég veit hvað ég vil og vona. Og ég held, nei ég veit að þú vilt og vonar hið sama. Við viljum reynast niðjum okkar góðir forfeður og formæður, búa í haginn fyrir þá, reynast skila þeim heilli og betri heimi og auðugra lífi. Hvað sem öllum tímanna táknum líður þá er tími kirkjunnar samt ekki liðinn vegna þess að Kristur er enn að verki meðal vor. Hann leitar og laðar og kallar. Og enn heyrir fólk og hlýðir og fylgir. Og þess vegna er kirkjan að verki, þess vegna erum við að verki. Kirkjunni er enn við þessi árþúsundamót ætlað sama hlutverk og við þau fyrri, að gera allar þjóðir að lærisveinum Krists, að skíra menninguna, að helga heiminn, lífið, Kristi þannig að andi hans nái að glæða og lífga og blessa og lækna undir jarðar og mannlífsins. Kristur er enn að verki í heiminum okkar. Óttlaus og æðrulaus getum við því horft mót ffamtíðinni með von. Það er mikilvægasta gjöf og köllun okkar í kristinni kirkju. Móðir Theresa sagði: „Ávöxtur kyrrðar er bæn. Ávöxtur bænar er trú. Ávöxtur trúar er kærleikur. Ávöxtur kærleika er þjónusta. Ávöxtur þjónustu er friður.“ Þetta er leiðin sem okkur er lögð. Á þröskuldi nýrrar aldar blasir við nýtt ísland, borgríkið Island. Þjóðflutningarnir af landsbyggðinni til borgarinnar munu hafa afdrifaríkari afleiðingar fyrir íslenska menningu og þjóðlíf en okkur órar fýrir. Byggðaröskunin merkir nefnilega jafnframt upplausn samfé- lags, missi ómetanlegra lífsgæða, stoðkerfi nærsamfélagsins riðlast og bresta og samhengi lands og sögu, þjóðmenningar og minninga rofnar. Það er grátleg tilhugsun. En þjóðflutningamir úr sveit í borg eru alheimsvandamál, leitin að betra lífi. Þótt segull borgarlífsins dragi sterkar en nokkru sinni með fýrirheit sín um auðveldara og áhyggjulausara líf þá megum við samt vita það að ísland á nýrri öld verður þrátt fyrir allt enn eldgamla ísafold, vettvangur hinnar linnulausu glímu elds og ísa, vinda og vatna. Landsins börn munu enn ofurseld fangbrögðum við það ofurefli hér yst á norðurslóðum, á mörkum hins byggilega, lífvænlega heims. Mannlífið mun enn mæta sömu ógn og vá þótt ytri aðstæður og umbúðir taki breytingum. Ferðin manns verður þegar allt kemur til alls enn um sama tæpa stíg milli heilla og óheilla, fjörs og feigðar. Enn munu skipta máli spurningarnar: Hvaðan? Hvert? Hvað er að vera manneskja? Er lífið annað og meira en að lifa af og njóta? Er lífið ekki líka og umfram allt að hafa eitthvað að lifa fyrir, það sem máli skiptir, það sem mölur og ryð fá ekki grandað. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.