Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 6

Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 6
PENINGAMÁL 2001/3 5 fjórðungi. Þá lækkaði raunverð húsnæðis um 2,3%, en frá áramótum varð 2,6% raunlækkun. Enn sem komið er virðist nafnlækkun fyrst og fremst bundin við stærri eignir (þ.e.a.s. einbýli) á höfuðborgarsvæðinu. Vísitölur fermetraverðs á höfuðborgarsvæðinu frá Fasteignamati ríkisins eru einnig góð vísbending um þróun húsnæðisverðs. Fasteignamat notar þó ekki alveg sömu vogir við að reikna vísitölurnar og Hagstofa Íslands. Samkvæmt vísitölum frá Fasteignamati er sérbýli að lækka að nafnverði bæði í maí og júní. Fyrstu vísbendingar fyrir júlí benda til þess að fermetraverð í fjölbýli standi nokkurn veginn í stað eða lækki jafnvel lítil- lega í verði milli mánaða. Ekki er ólíklegt að niður- sveiflu verði fyrst vart í minni eftirspurn eftir stærri eignum. Ef svo er veldur það að öðru óbreyttu minna framboði notaðra smærri eigna, þar sem þeir sem ella væru að flytja í stærri eignir sitja eftir í þeim, sem tefur fyrir verðlækkun þeirra. Erfitt er þó að fullyrða að eftirspurn valdi mestu um verðþróun á húsnæðis- markaði. Verulegar sveiflur eiga sér stað í framboði. Framboð nýrra eigna verður töluvert á næstu mánuð- um, t.d. í Grafarholti í Reykjavík, Salahverfi í Kópa- vogi og Áslandi í Hafnarfirði, auk þess sem töluvert er um nýbyggingar í Garðabæ og Mosfellsbæ. Fram- boð eldra húsnæðis kynni því að aukast þegar upp- bygging þessara hverfa kemst á rekspöl. Aðrir þættir gætu einnig haft áhrif á húsnæðis- verð. T.d. var lágmarksupphæð húsbréfa til hús- næðiskaupa hækkuð nýlega. Hún gerir kaupendum húsnæðis kleift að fjármagna kaupin með ódýrari lánum en áður, þótt gera megi ráð fyrir að afföll hús- bréfa aukist eitthvað á móti. Um það er þó erfitt að fullyrða enn sem komið er. Einnig er óvíst hvaða afleiðingar nýtt fasteigna- og brunabótamat hefur fyrir húsnæðismarkaðinn. Lægra brunabótamat gæti torveldað fjármögnun kaupa á íbúðarhúsnæði, dregið úr eftirspurn og stuðlað að verðlækkun. Óvíst er þó hvort gripið verður til ráðstafana til mótvægis. Í sam- ræmi við alþjóðlega staðla voru fasteignagjöld tekin úr grunni vísitölunnar sl. vor. Því hefur hækkun fast- eignagjalda, sem leiðir af hækkun fasteignamats, ekki áhrif á vísitöluna fremur en aðrir beinir skattar. Sveiflur í verðbólguálagi ríkisskuldabréfa gefa til kynna óvissu um verðbólguhorfur Frá því að Peningamál voru gefin út í maí hefur verðbólguálag ríkisskuldabréfa sveiflast töluvert, sem gefur til kynna talsverða óvissu um verðbólgu- horfur. Sveifla milli einstakra daga varð mest milli 30. apríl og 2. maí, þegar verðbólguálag 2½ árs ríkis- bréfa hækkaði um 0,7 prósentustig, eða úr 4,9% í 5,6%. Þessi hækkun kom í kjölfar þess að ljóst varð að vísitala neysluverðs myndi hækka töluvert í maí, meðal annars sökum hækkunar bensínverðs um mán- aðamótin. Verðbólguálag þessara bréfa varð mest 6½% 5. júní, en var heldur lægra í júlí. Verðbólgu- álag ríkisskuldabréfa með u.þ.b. 7 ára líftíma hefur einnig sveiflast töluvert, en þó minna en skuldabréfa með styttri líftíma. Frá 30. apríl til 2. maí hækkaði verðbólguálag þessara bréfa um ½ prósentustig, eða úr 4% í 4½% og var 4,9% um miðjan júní. Síðan hefur verðbólguálagið lækkað í samræmi við álag skuldabréfa með skemmri líftíma og var u.þ.b. 3½% J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J 1998 1999 2000 2001 90 100 110 120 130 140 150 160 Janúar 1998 = 100 Nafnverð Raunverð Húsnæðisverð 1998-2001 Mynd 3 Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Seðlabanki Íslands. Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæði, 3 mán. meðaltöl 1998 99 00 J F M A M J J 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Verðbólguvæntingar Tölur í lok mánaðar 1998-2000. Daglegar tölur tímabilið 1. jan. - 23. júlí 2001 Verðbólguálag m.v. 2½ ár Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguálag m.v. 7 ár Mynd 4 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.