Peningamál - 01.08.2001, Síða 7

Peningamál - 01.08.2001, Síða 7
um miðjan júlí. Lægra verðbólguálag skuldabréfa með lengri líftíma bendir til þess að markaðsaðilar telji að verðbólga muni hjaðna þegar horft er lengra fram í tímann. Verðbólguálagið er þó enn töluvert fyrir ofan 2½% verðbólgumarkmið bankans sem bendir til þess að nokkuð vanti á að markaðsaðilar telji það trúverðugt. Ný verðbólguspá: Meiri verðbólga á næstunni en spáð var í maí Hér kynnir bankinn aðra verðbólguspá sína eftir að hafa tekið upp verðbólgumarkmið. Hún er gerð við nokkuð aðrar aðstæður en síðasta spá þar sem gengi krónunnar hefur lækkað töluvert síðan í lok apríl. Litlar vonir um að gengið myndi hækka innan tíðar á ný, leiddi væntanlega til þess að uppsöfnuð gengis- lækkun varð tilefni verðhækkana og vísitala neyslu- verðs hækkaði meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þessi mikla hækkun vísitölunnar leiddi til þess að tólf mánaða breyting hennar fór út fyrir 6% þolmörk peningastefnunnar í júní. Í nýrri spá gerir bankinn ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum vegna gengissigs þótt ársfjórðungshækkunin verði ekki eins mikil og á síðasta ársfjórðungi. Árleg verðbólga mun halda áfram að vaxa til loka ársins þegar áhrif geng- islækkunarinnar verða að mestu gengin yfir. Spáin gerir ráð fyrir því að verðbólga verði komin inn fyrir 4½% þolmörk peningastefnunnar um mitt árið 2002 og að 2½% verðbólgumarkmiðinu verði náð ári síðar eða um mitt árið 2003. Forsendur þess að þetta gangi eftir eru þær að ekki komi til launahækkana umfram núgildandi kjarasamninga og það launaskrið sem hér er reiknað með, að gengi krónunnar veikist ekki á ný og að ofþensla hjaðni á komandi mánuðum. Í spá bankans í maí var gert ráð fyrir að verðbólga milli annars ársfjórðungs 2000 og annars ársfjórð- ungs 2001 yrði 5,1% en verðhækkanir urðu nokkru meiri en gert var ráð fyrir og varð verðbólgan frá fyrra ári 6%. Þessi spáskekkja einn ársfjórðung fram í tímann var fyrir utan 90% óvissubil spárinnar. Stærstan hluta þessarar verðhækkunar má rekja til gengislækkunar krónunnar en einnig höfðu launa- hækkanir á almennum vinnumarkaði og hjá starfs- mönnum ríkis og bæja, sem vinna við þjónustu, áhrif. Því er ljóst að sú spá sem bankinn kynnir nú er nokkru hærri en fyrri spá. Í maí gerði bankinn ráð fyrir að verðbólga yfir árið 2001 yrði 5,7% og 3,4% yfir næsta ár. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga verði 8,1% yfir árið 2001 og 2,9% yfir næsta ár. Spár fyrir árið 2003 eru nokkuð svipaðar. Í maí var gert ráð fyrir 2,1% verðbólgu yfir árið, samanborið við 2,2% nú. Samkvæmt nýrri spá mun uppsöfnuð spenna koma fyrr fram en í fyrri spá. Vegna þessa og lækkunar gengis er spáð meiri verð- bólgu á næstu misserum en í byrjun næsta árs er gert ráð fyrir að hækkanir vegna gengislækkunar verði að verulegu leyti gengnar yfir. Samkvæmt því, mun draga hratt úr verðbólgu á næsta ári, að því gefnu að 6 PENINGAMÁL 2001/3 Tafla 2 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsbreytingar Breyting Ársfjórð- Breyting frá frá fyrri ungsbreyting sama árs- ársfjórð- á ársgrund- fjórðungi ungi (%) velli (%) árið áður (%) 2000:1 1,1 4,3 5,8 2000:2 1,4 5,9 5,7 2000:3 0,5 2,1 4,5 2000:4 1,1 4,6 4,2 2001:1 0,9 3,4 4,0 2001:2 3,5 14,5 6,0 Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 1998 1,7 1,3 1999 3,4 5,8 2000 5,0 3,5 Skyggt svæði sýnir spá. 2001:3 2,1 8,6 7,7 2001:4 1,3 5,3 7,9 2002:1 0,6 2,4 7,6 2002:2 0,9 3,6 5,0 2002:3 0,8 3,2 3,6 2002:4 0,8 3,0 3,1 2003:1 0,3 1,3 2,8 2003:2 0,7 2,8 2,6 2003:3 0,6 2,6 2,4 2003:4 0,6 2,6 2,3 Tölurnar sýna breytingar milli ársfjórðungslegra meðaltala vísitölu neysluverðs. 2001 6,4 8,1 2002 4,8 2,9 2003 2,5 2,2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.