Peningamál - 01.08.2001, Síða 8

Peningamál - 01.08.2001, Síða 8
ekki komi til frekari gengislækkunar, að kjarasamn- ingar haldi og að hægi á vexti innlendrar eftirspurnar. Í töflu 3 er spá bankans borin saman við spár markaðsaðila, verðbólguvæntingar almennings og verðbólguálag ríkisskuldabréfa. Sé litið á verðbólgu yfir árið er spá Seðlabankans hærri en að meðaltali hjá markaðsaðilum en bankinn spáir svipaðri verðbólgu milli ára. Í maí var spá bankans hærri bæði yfir árið og milli ára en nú virðist vera farið að draga meira saman. Hafa ber þó í huga að sumar af þessum spám voru unnar fyrir nokkru síðan og við hærra gengi krónunnar en nú er og gera þar af leiðandi ráð fyrir minni verðbólgu. Seðlabankinn lætur kanna verðbólguvæntingar almennings þrisvar á ári, í janúar, maí og september. Í maí sl. voru verðbólgu- væntingar almennings 6% sem er nokkuð í takt við reynslu af fyrri könnunum þar sem verðbólguvænt- ingar almennings virðast að jafnaði örlitlu hærri en verðbólguspá Seðlabankans. Verðbólguálag virðist einnig vera nokkuð í takt við spá bankans en hér er um að ræða verðbólguálag á rúmlega tveggja ára bréfum sem gefur til kynna spá markaðsaðila um meðalverðbólgu næstu tveggja ára, auk áhættu- þóknunar sem er að öllum líkindum í hærra lagi um þessar mundir vegna gengissveiflna. Forsendur verðbólguspár Í nýrri verðbólguspá er meðal annars tekið mið af endurmati Þjóðhagsstofnunar á efnahagshorfum frá júní um hagvöxt og vinnuaflsnotkun og spám alþjóðastofnana um erlenda verðlagsþróun. Mat á samningsbundnum launum er byggt á samningum stærstu launþegahópa á almennum vinnumarkaði. Við áætlun um launaskrið er tekið mið af aðstæðum á vinnumarkaði og er gert ráð fyrir að dragi úr spennu næstu árin sem er í samræmi við mat Þjóð- hagsstofnunar. Í kjölfar minnkandi hagvaxtar er gert ráð fyrir að dragi úr framleiðni. Við spá á breytingum innflutningsverðlags er stuðst við spár alþjóðastofn- ana og framvirkt verð á bensíni og olíu. Samkvæmt framvirku bensínverði bendir allt til þess að bensín- verð hér á landi geti lækkað um 5-7% á næsta árs- fjórðungi, haldist gengi óbreytt. Sterkt langtímasam- band er milli bensínverðs og olíuverðs og samkvæmt horfum á olíumarkaði er margt sem bendir til þess að bensínverð geti farið eitthvað lækkandi á næsta ári. Sem fyrr við gerð verðbólguspár, gerir bankinn ráð fyrir óbreyttu gengi frá spádegi, 20. júlí. Mesta breytingin á forsendum frá síðustu spá er einmitt á forsendu um gengi en frá síðustu spá hafði gengi krónunnar veikst um 5,6%. Fjöldi rannsókna gefur til kynna að 1% varanleg gengislækkun leiði til u.þ.b. 0,4% varanlegrar hækkunar verðlags til langs tíma. Sé ofangreind gengislækkun varanleg má því reikna með að hún leiði til hækkunar verðlags um rúm 2% til lengri tíma litið. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um 5% að raungildi næsta hálfa árið. Þessi forsenda er nokkuð í takt við síðustu spá en þá var gert ráð fyrir 5% raun- lækkun til eins árs. Hér er því gert ráð fyrir að raun- lækkun húsnæðisverðs komi fram á styttri tíma en áður var gert ráð fyrir. Nú þegar eru stærstu húseignir á höfuðborgarsvæðinu farnar að lækka í verði og má PENINGAMÁL 2001/3 7 Tafla 3 Verðbólguspár annarra aðila og verðbólguvæntingar 2001 2002 Milli ára Yfir árið Milli ára Yfir árið Meðalspá..................... 6,5 7,6 6,0 3,8 Verðbólguvæntingar almennings.................. - 6,0 - - Verðbólguálag ríkisskuldabréfa........... - 5,3 - - Þeir sem gefa út verðbólguspár eru: Gjaldeyrismál, Íslandsbanki, Kaupþing, Landsbankinn og Þjóðhagsstofnun. Verðbólguvænt- ingar almennings eiga við úrtakskönnun sem unnin var í maí. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa er vaxtamunur rúmlega tveggja ára verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa. Álagið mælir því væntingar markaðsaðila um meðalverðbólgu næstu tvö árin að viðbættri áhættuþóknun. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 4 Helstu forsendur verðbólguspár Prósentubreytingar milli ársmeðaltala 2000 2001 2002 2003 Samningsbundin laun .............. 3,7 5,4 3,7 2,9 Launaskrið ............................... 2,0 1,7 1,2 1,0 Innlend framleiðni ................... 2,2 1,5 1,0 1,3 Innflutningsgengisvísitala krónunnar................................. -1,0 18,2 3,8 0,0 Innflutningsverð í .................... erlendri mynt ........................... 3,3 2,4 1,0 1,3 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.