Peningamál - 01.08.2001, Page 10

Peningamál - 01.08.2001, Page 10
PENINGAMÁL 2001/3 9 gengi krónunnar mun hækka á byggingartíma ef erlend fjármögnun er umtalsverð. Innflutningur vinnuafls á byggingartíma munu einnig draga úr verðbólguþrýstingi vegna framkvæmdanna. Þá er rétt að hafa í huga að niðurstöðurnar eru næmar fyrir tímasetningu þessara framkvæmda. Ef þær koma til þegar slaki er í efnahagslífinu og verðbólguvænting- ar hafa fest í sessi í kringum verðbólgumarkmið Seðlabankans munu verðbólguáhrifin verða viðráð- anlegri. Dæmi fjögur sýnir hins vegar hvað gæti gerst ef laun verða í samræmi við kjarasamninga út árið 2002 og samdráttur á næstu misserum verður meiri en Þjóðhagsstofnun spáði nú í júní. Í þessu dæmi er þó gert ráð fyrir framkvæmdum vegna stækkunar Norðuráls. Samkvæmt þessum forsendum yrði hagvöxtur aðeins um ½% í ár og um 2½% samdráttur yrði á næsta ári. Úr því myndi hagvöxtur á ný fara í jafnvægisvöxt. Niðurstaðan væri sú að verðbólgan væri komin niður fyrir verðbólgumarkmið á seinni hluta ársins 2003. Ekki ber að líta á ofangreind dæmi sem eiginlegar spár, heldur eru þau sett fram til að varpa ljósi á samspil hagvaxtar, ástands á vinnu- markaði, launamyndunar og verðbólgu. Lækkun gengis krónunnar að undanförnu má einkum rekja til langvarandi viðskiptahalla Gengi krónunnar var sett á flot í lok mars sl. Í júní var gengi krónunnar að meðaltali 13% lægra en í mars og nærri 7½% lægra en gengið var út frá í síðustu opinberu verðbólguspá bankans. Fyrstu 20 daga júlímánaðar var gengi krónunnar að meðaltali heldur hærra en að meðaltali í júní og 20. júlí var það 4,6% hærra en það varð lægst 20. júní sl. Í greinar- gerð bankans til ríkisstjórnarinnar er greint frá sam- spili margra þátta sem gætu hafa haft áhrif á gengi krónunnar undanfarna mánuði. Þar eru nefndar til sögunnar ýmsar skýringar, t.d. hærra raungengi krón- unnar en samrýmdist langtímajafnvægi í þjóðarbú- skapnum, óvenjumikill viðskiptahalli er gróf undan stöðugleika gengisins þegar fjármögnun hans tók að þyngjast, sjómannaverkfall o.fl. atburðir sem ollu tímabundinni truflun á innstreymi gjaldeyristekna og juku svartsýni um horfur í þjóðarbúskapnum og hugsanlegt ofmat markaðsaðila á þörf fyrir aðlögun gengis, eða „sjálfmagnandi“ væntingar um viðbrögð annarra markaðsaðila. Seðlabankinn telur að fátt bendi til þess að raun- gengi krónunnar hafi vikið umtalsvert frá langtíma- jafnvægisstöðu. Í júní í ár mældist raungengi á verð- lagskvarða hið lægsta frá því í júní árið 1983. Í ljósi sögulegrar reynslu verður því að telja líklegt að raun- gengi muni hækka á ný, annað hvort fyrir tilstilli gengishækkunar, eða aukinnar verðbólgu, nema hvort tveggja komi til. Þar með er ekki sagt að úti- lokað sé að raungengi krónunnar geti um alllangt skeið, jafnvel svo árum skiptir, vikið umtalsvert frá slíkri langtímameðalstöðu, auk þess sem um hana ríkir mikil óvissa. Draga má þá ályktun að viðskiptahallinn, ásamt útstreymi vegna verðbréfafjárfestingar og beinnar fjárfestingar, hafi verið meginorsök lækkunar gengis krónunnar undanfarið ár, þótt aðrir þættir hafi einnig komið við sögu. Í fyrra vógu lánsfjárinnstreymi sem nam fimmtungi landsframleiðslunnar og endurtekin inngrip Seðlabankans á móti, en dugðu samt ekki til Mynd 7 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 01 80 85 90 95 100 105 110 115 120 1980=100 Raungengi krónunnar janúar 1980 - júlí 2001 Miðað við hlutfallslegt verðlag Heimild: Seðlabanki Íslands. 12 m. br. útlána með FBA Mynd 6 2000 2001 2002 2003 1 2 3 4 5 6 7 8 % Verðbólgumarkmið Grunnspá Frávik I Frávik II Frávik III Frávik IV Verðbólguspá Seðlabankans og fráviksdæmi Spár og forsendur 20. júlí 2001 Frávik I: Líkan spáir launamyndun frá ársbyrjun 2002. Frávik II: Frávik I, auk Norðuráls-framkvæmda. Frávik III: Frávik II, auk Reyðaráls-framkvæmda. Frávik IV: Frávik II og meiri samdráttur en er í spá Þjóðhagsstofnunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.