Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 29

Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 29
28 PENINGAMÁL 2001/3 Ný lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 tóku gildi frá og með 1. júlí sl. og leysa þau af hólmi lög nr. 25/1987. Hér er vikið að nokkrum breytinganna eink- um þeim sem varða dráttarvexti og birtingarskyldu Seðlabanka Íslands á vöxtum. Lögin fela í sér nokkurt samningsfrelsi um dráttar- vexti. Í stað þess að þeir séu einhliða ákvarðaðir af Seðlabankanum er nú heimilt að semja um dráttar- vexti, annað hvort sem fast álag ofan á tiltekinn grunn dráttarvaxta eða sem fasta vexti. Samningsfrelsið nær þó ekki til neytendalána. Sé ekki samið um dráttarvexti eða vanefndaálag gilda þeir dráttarvextir sem Seðla- bankinnn ákveður og birtir. Þeir skulu annarsvegar vera grunnur dráttarvaxta, sem er jafn vöxtum algeng- ustu skammtímalána Seðlabankans til lánastofnana, og hinsvegar vanefndaálag, sem getur verið á bilinu 7 til 15 prósentur. Samtalan af þessu eru dráttarvextir þeir sem Seðlabankinn ákveður og gilda þeir í sex mánuði í senn, þ.e. frá 1. janúar og 1. júlí. Vegna nýju laganna hætti Seðlabankinn að auglýsa mánaðarlega öll almenn vaxtakjör banka og sparisjóða ásamt vegnum meðaltölum vaxta. Upplýsingar um meðalvexti og hæstu vexti munu því ekki birtast með formlegum hætti eftir gildistöku laganna. Því er mikil- vægt að í nýjum lánssamningum verði ekki vitnað í hugtök eins og meðalvexti skuldabréfalána, meðal- ávöxtun útlána eða hæstu lögleyfðu vexti. Í stað þess mun Seðlabanki Íslands birta vexti sem taka mið af lægstu vöxtum nýrra útlána lánastofnana. Vilji aðilar hafa breytilega vexti í lánssamningi geta þeir miðað við þessa vexti og er ekkert því til fyrirstöðu að samið sé um tiltekið frávik frá þeim. Í greinargerð með frum- varpi til hinna nýju vaxtalaga eru raktar ástæður þess- ara breytinga. Segir þar að eftir gildistöku fyrri vaxta- laga hafi orðið miklar breytingar á vaxtarófi banka og sparisjóða, m.a. við það að tekið var upp kjörvaxtakerfi útlána. Þetta hafi torveldað mjög útreikning meðal- vaxta. Auk þess er bent á að ekki sé eðlilegt að nota meðalvexti í fjölmörgum lánssamningum, þar sem meðaltalið sé fengið með því að takað mið af lágum vöxtum til traustra aðila með góðar tryggingar og háum vöxtum til aðila með lakari tryggingar og öllum vöxtum þar á milli. Ástæða sé hinsvegar til að hvetja aðila til að semja um vexti sín á milli í stað þess að nota „án umhugsunar“ almenna viðmiðun við vexti á markaðnum. Seðlabankinn mun eftir sem áður safna ítarlegum upplýsingum um vexti lánastofnana. Er jafnframt lík- legt að hann birti ýmsar vaxtaraðir í tengslum við umfjöllun um efnahagsmál. Vextirnir sem bankanum ber að auglýsa samkvæmt lögunum munu birtast í Lögbirtingablaði og á heimasíðu bankans. Viðmiðun vegna vaxta á skaðabótakröfum breytist en þeir voru miðaðir við vexti á almennum sparisjóðs- reikningum í eldri lögum. Þetta form er nú úrelt og lítið notað og því mæla nýju lögin svo fyrir að vextir á skaðabótakröfum verði jafnir 2/3 hluta lægstu vaxta sem Seðlabankinn birtir mánaðarlega. Felur þetta í sér umtalsverða hækkun á vöxtum af skaðabótakröfum. Vegna lánssamninga sem gerðir hafa verið fyrir gildistöku laganna og hafa breytilega vexti í samræmi við meðalvexti eða hæstu vexti gildir bráðabirgða- ákvæði sem tryggir að unnt verður að finna hvaða vexti skuli nota. Séu vextir breytilegir í samræmi við meðal- tal það sem Seðlabankinn hefur auglýst skal bæta 3,5 prósentum við vextina sem Seðlabanki auglýsir nú af óverðtryggðum lánum, eða 2,5 prósentum við vexti verðtryggðra lána. Sé vísað til hæstu vaxta hverju sinni skal bæta 4,5 eða 3,5 prósentum við þá vexti sem Seðlabankinn auglýsir annarsvegar af óverðtryggðum og hinsvegar verðtryggðum kröfum. Meginatriði um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár eru óbreytt frá fyrri lögum. Í greinargerð með frum- varpinu segir að opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim til- gangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. Þessu hafi hinsvegar ekki verið ætlað að hindra eðlilega þróun á fjármagnsmarkaði. Því er sérstaklega tekið fram að afleiðusamningar falli ekki undir ákvæði laganna. Ennfremur er veitt heimild til að miða við hlutabréfa- vísitölur í lánssamningi. Þetta hvorttveggja, þ.e. samningar um afleiður og hlutabréfavísitölur, eru ný- mæli sem þekkst hafa um allangt skeið erlendis. Ný vaxtalög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.