Peningamál - 01.08.2001, Page 47

Peningamál - 01.08.2001, Page 47
46 PENINGAMÁL 2001/3 fram á haustið. Útlit er fyrir að verðbólgan verði að óbreyttu gengi og peningastefnu fyrir ofan þolmörk fram í ársbyrjun 2003. 3. Laun hafa hækkað langt umfram framleiðni- aukningu og viðunandi verðbólgu á undanförnum árum. Þessi þróun er veigamesti þátturinn að baki vaxandi verðbólgu. Hún á rætur að rekja til mik- illar innlendrar eftirspurnar. Miklar launahækk- anir stuðluðu ásamt skattalækkunum og útlána- þenslu að viðskiptahallanum. 4. Lækkun gengisins á undanförnum mánuðum er nærtækasta skýring þess að verðbólga er nú fyrir ofan þolmörk verðbólgumarkmiðs. Sú lækkun á hins vegar rætur að rekja til þess mikla ójafn- vægis sem magnast hefur í íslenskum þjóðar- búskap og birtist m.a. í óhóflegum viðskiptahalla. 5. Breytingin sem gerð var á umgjörð peningastefn- unnar undir lok mars sl. skýrir ekki þá gengis- lækkun og vaxandi verðbólgu sem átt hefur sér stað upp á síðkastið. Breytingin var gerð í ljósi þess að hið nýja kerfi hentaði íslenskum að- stæðum betur til frambúðar og að sjálfstæð fast- gengisstefna er mjög erfið í framkvæmd þegar fjármagnshreyfingar eru óheftar. Þrýstingur á gengið hafði verið viðvarandi um hríð og nánast útilokað hefði verið fyrir Seðlabankann að halda því mikið lengur innan vikmarka með inngripum á gjaldeyrismarkaði. 6. Seðlabankinn hefur ákveðið að halda vöxtum sínum óbreyttum að sinni, enda þótt aukin verð- bólga og verðbólguvæntingar mæli með vaxta- hækkun. Þessi ákvörðun byggist á því að hjöðnun eftirspurnar verði tiltölulega ör á næstunni og að verðbólga muni hjaðna á næsta ári, auk þess sem vaxtahækkun við núverandi aðstæður gæti grafið undan stöðu fjármálastofnana. Bankinn mun fylgjast náið með þróun mála og hækka vexti, t.d. ef líkur aukast á víxlverkun hækkunar verðlags, launa og erlendra gjaldmiðla. 7. Seðlabankinn telur ekki tímabært að gripið sé til eftirspurnarhvetjandi aðgerða. Aðgerðir sem styrkja framboðshlið hagkerfisins, þ.e. auka framboð framleiðsluþátta (vinnuafls og fjár- magns), auka framleiðni og efla sparnað myndu hins vegar samtímis skapa forsendur varanlegs hagvaxtar og styðja við verðbólgumarkmið bank- ans. Þá myndu bætt fjárfestingartækifæri, m.a. vegna einkavæðingar, stuðla að fjármagnsinn- streymi og hærra gengi krónunnar. Aðgerðir sem auka samkeppni munu einnig styðja við verð- bólgumarkmið bankans og draga úr nauðsyn hárra vaxta til að það náist. Aðdragandi breyttrar stefnu í peningamálum Áður en fyrrnefndar breytingar á umgjörð peninga- stefnunnar voru gerðar 27. mars sl. hafði um langt skeið verið rekin sveigjanleg fastgengisstefna. Samkvæmt þeirri stefnu var Seðlabankinn skuld- bundinn til að halda gengi krónunnar innan tiltekinna marka, sem gegndi hlutverki nokkurs konar akkeris peningalegrar festu og verðlags. Í kjölfar þess að fjármagnshreyfingar voru gefnar frjálsar víða um heim hefur slíkt fyrirkomulag gengismála átt í vök að verjast og stórfelldar fjármagnshreyfingar stundum borið stefnu stjórnvalda ofurliði, auk þess sem ástæða er til að ætla að fastgengisstefna hafi ýmist stuðlað að óhóflegu gjaldeyrisinnstreymi eða kynt undir spákaupmennsku gegn gjaldmiðli sem átt hefur undir högg að sækja. Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessum vanda ýmist með því að eyða allri óvissu í gengismálum, t.d. með þátttöku í mynt- bandalagi, eða með því að auka sveigjanleika í gengismálum, þannig að gjaldmiðlar verði ekki eins auðveld bráð spákaupmennsku. Hvað Ísland áhrærir var síðari leiðin valin. Mikið ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap á sl. þremur árum ýtti enn frekar undir nauðsyn þess að taka upp sveigjanlegri stefnu í peningamálum. Á undanförnum árum má segja að skortur á sveigjan- leika í gengismálum hafi hindrað að aðhald í peningamálum væri aukið nægilega tímanlega. Á sl. ári veiktust forsendur stöðugs gengis vegna þeirrar kröfu sem óvenjumikill viðskiptahalli og útstreymi vegna verðbréfafjárfestingar o.fl. gerðu til inn- streymis lánsfjár. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi rýrt gjaldeyrisstöðu sína verulega til að verja gengi krón- unnar dugði það ekki til og fór þrýstingur á krónuna vaxandi. Skömmu fyrir breytinguna 27. mars var gengi krónunnar komið mjög nærri vikmörkunum og hrein erlend staða Seðlabankans nam aðeins tæpum 7½ ma.kr. í lok mars en það hefði ekki dugað nema fyrir 1-2 mánaða inngripum til að verja krónuna, sé tekið mið af inngripum í þeim mánuðum sem þrýstingur á krónuna var hvað mestur. Seðlabankinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.