Peningamál - 01.08.2001, Page 63

Peningamál - 01.08.2001, Page 63
62 PENINGAMÁL 2001/3 ræður milli aðila í því skyni að bregða ljósi á hagi lántakanda og hæfi hans til að standa við fyrirhugaða fjárskuldbindingu.5 Sérstök nefnd, skipuð starfs- mönnum matsfyrirtækis, tekur ákvörðun um mat eftir að hún hefur fjallað um tillögu um einkunn sem gerð er af hálfu sérfræðings fyrirtækisins í málefnum lán- takans. Einkunnin er fyrst kynnt lántaka og síðan opinberlega. Lántaki hefur yfirleitt átt þess kost að koma á framfæri við matsfyrirtækið öllum helstu atriðum sem máli skipta og stuðlað gætu að sem hæstri einkunn. Matsfyrirtækin gefa á stundum út einkunnir fyrir aðila þótt ekki hafi verið farið fram á lánshæfismat. Enda þótt lánshæfiseinkunnum hafi í fyrstu einkum verið ætlað að skapa almennar vísbendingar fyrir fjárfesta, sem áttu þess ekki kost að kanna sjálf- ir hagi lántakenda, hafa einkunnir smátt og smátt fengið aukið vægi. Þannig hafa margir stofnanafjár- festar á borð við verðbréfasjóði og lífeyrissjóði gert lánshæfiseinkunnir matsfyrirtækja að viðmiðun í fjárfestingarstefnu og starfsreglum. Að sama skapi sjást lánshæfiseinkunnir iðulega í fjármálasamning- um af margvíslegu tagi milli lántaka og fjárfesta og í opinberu regluverki. Í drögum Baselnefndarinnar á sviði bankaeftirlits að nýjum reglum um eigið fé viðskiptabanka er meðal annars gert ráð fyrir að kröfum séu gefnar áhættuvogir eftir lánshæfiseinkunn skuldara.6 Sem dæmi má nefna að kröfur á ríkissjóði og seðlabanka fá vog 0% ef skuldari hefur lánshæfiseinkunn á bil- inu AAA til AA- og vog 20% ef einkunnin er á bil- inu A+ til A- (miðað við einkunnakerfi S & P eða hliðstæða einkunn hjá öðrum viðurkenndum mats- fyrirtækjum). Bönkum er gert við lánveitingar að leggja fé til hliðar í samræmi við áhættuvog. Verður lánsfé því þeim mun dýrara sem áhættuvog er hærri. Notendur lánshæfiseinkunna, hvort sem þeir eru fjárfestar, eftirlitsstofnanir eða aðrir, vænta þess að þær séu traustar viðmiðanir þegar bera þarf saman ólíka kosti við lánveitingar eða verðbréfakaup. Jafn- framt þurfa einkunnir að gefa til kynna bein líkindi þess að tiltekin fjárkrafa verði greidd. Athuganir byggðar á gögnum Moody's og Standard & Poor's sýna að lánshæfiseinkunnir þessara fyrirtækja gefa góða mynd af mismunandi lánsáhættu, enda reynast vanskil hafa verið því minni sem lánshæfiseinkunnir eru betri. Má sem dæmi nefna nýlega athugun Moody's á vanskilum á skuldbindingum bandarískra 1. tafla Lánshæfiseinkunnir til langs tíma1 Einkunnir í fjárfestingarflokki Einkunnir í spákaupmennskuflokki S&P og Merking S&P og Merking Fitch Moody' einkunnar Fitch Moody' einkunnar AAA Aaa Hæsta einkunn, BB+ Ba1 Greiðslur líklegar, afburðagóð bréf BB Ba2 en óvissar BB- Ba3 AA+ Aa1 Há einkunn, B+ B1 Mikil áhætta AA Aa2 mjög góð bréf B B2 AA- Aa3 B- B3 A+ A1 Einkunn í góðu CCC+ Yfirvofandi A A2 meðallagi, mikil CCC Caa hætta á vanskilum A- A3 greiðslugeta CCC- eða í vanskilum BBB+ Baa1 Miðlungseinkunn, BBB Baa2 viðunandi greiðslu- C Ca Komið í gjald- BBB- Baa3 geta D D þrot eða vanskil 1. Nánari skýringar á lánshæfiseinkunnum er að finna í viðauka. 5. Moody's Investors Service: Moody's Rating Process, 1989, Standard & Poor's: International Debt Rating Services. 6. Sbr. Basel Committee on Banking Supervision, The New Basel Capital Accord, Consultative Document, janúar 2001.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.