Peningamál - 01.08.2001, Page 78

Peningamál - 01.08.2001, Page 78
PENINGAMÁL 2001/3 77 fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum. Fyrirtækjum í hugbúnaðariðnaði hefur fjölgað mun hraðar en fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum á þessu árabili. Árið 1995 voru 188 skráð fyrirtæki í hugbúnaðar- iðnaði en árið 2000 voru þau orðin 467. Aukningin er 148%. Á sama tíma hefur skráðum fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum fjölgað um 35%. En fjölgun fyrirtækja er kannski ekki besti mæli- kvarði á aukin umsvif hugbúnaðargeirans því fyrir- tækin geta verið mjög mismunandi að stærð og umsvifum. Betra er að miða við tölur um veltu og vinnuafl í þessu sambandi. Tafla 1 sýnir áætlað vinnuafl í hugbúnaðariðnaði 1991-2000 borið saman við aðrar atvinnugreinar samkvæmt vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar. Þar sést að vinnuafl í hugbún- aðargeiranum hefur vaxið mun hraðar en vinnuafl í öðrum atvinnugreinum. Vinnuafl í hugbúnaðariðnaði hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu en í öðrum atvinnugreinum hefur það aukist um rúm 13%. Á árunum 1995-2000 jókst vinnuafl í heild um rúmlega 11.000 störf samkvæmt könnuninni. Af þeim voru um 1.700 störf í hugbúnaðariðnaði. Af hverjum 100 störfum sem sköpuðust á tímabilinu voru því 15 í hugbúnaðariðnaði. Árið 2000 má ætla að tæp 2% af vinnuafli á Íslandi starfi við hugbúnaðariðnað. En þó að hugbúnaðargeirinn hafi dregið til sín vinnuafl á síðustu árum hefur skortur á vinnuafli háð greininni þar til hugsanlega nú á síðustu mánuðum. Eitthvað hefur borið á innfluttu vinnuafli til starfa í hugbúnað- argeiranum hér á landi en einnig hafa fyrirtækin flutt vinnuna til útlanda og má þar nefna að fyrirtæki hafa stofnað starfsstöðvar erlendis t.d. í Indlandi. Þróun hugbúnaðar er vinnuaflsfrek iðja og þarfnast sér- menntaðs vinnuafls sem langan tíma tekur að mennta. Framleiðsluferlið í hugbúnaðariðnaði er einnig oft mjög langt. Langur tími líður yfirleitt frá því að hugmynd fæðist þar til markaðshæf afurð verður til. Lengi vel var Háskóli Íslands eini skólinn á háskólastigi sem útskrifaði tölvunarfræðinga. Fleiri skólar hafa nú bæst við sem útskrifa tölvumenntað fólk á háskólastigi, auk þess sem námsleiðir á framhaldsskólastigi bjóða menntun á þessu sviði. Tölur frá Þjóðhagsstofnun um veltu fyrirtækja í hugbúnaðariðnaði 1991-2000 sýna að velta hugbún- aðarfyrirtækja hefur rúmlega 14-faldast að raungildi á tímabilinu (mynd 2). Árið 1991 var velta í hugbún- aðariðnaði tæpur 1,1 milljarður króna en var 15,9 Tafla 1 Áætlaður fjöldi á vinnumarkaði Hug- Aðrar búnaðar- atvinnu- iðnaður greinar Alls 1991 1.300 139.200 140.500 1992 1.000 142.000 143.000 1993 1.000 143.200 144.200 1994 1.000 144.400 145.400 1995 1.000 148.000 149.000 1996 1.300 146.200 147.500 1997 1.300 146.500 147.800 1998 1.800 150.300 152.100 1999 2.200 154.300 156.500 2000 2.700 157.400 160.100 Heimild: Hagstofa Íslands (vinnumarkaðskönnun). Mynd 1 Mynd 1 Fjölgun fyrirtækja 1995-2000 1995 1996 1997 1998 1999 2000 100 120 140 160 180 200 220 240 260 1995=100 Hugbúnaðariðnaður Aðrar atvinnugreinar Heimild: Hagstofa Íslands, fyrirtækjaskrá. Heimild: Þjóðhagsstofnun (atvinnuvegaskýrslur). Mynd 2 Velta skv. virðisaukaskattsskýrslum 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 0 200 400 600 800 1.000 1.200 Ma.kr. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 Ma.kr. Í ma.kr. á verðlagi 2000 Aðrar atvinnugreinar (vinstri ás) Hugbúnaðariðnaður (hægri ás)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.