Peningamál - 01.08.2001, Page 83

Peningamál - 01.08.2001, Page 83
82 PENINGAMÁL 2001/3 Varúðarreglur um lausafjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð Varúðarreglum (e. prudential regulation) á fjármála- markaði er almennt ætlað að stuðla að öruggum og traustum starfsháttum í fjármálaþjónustu. Hugtakið er nokkuð víðtækt þar sem það nær m.a. til reglna sem kveða á um kröfur um stjórnunarhætti í fjár- málafyrirtækjum og greiðsluhæfni þeirra, neytenda- vernd og skilvirkt innra og ytra eftirlit með starfsemi þeirra. Í víðtækum skilningi er varúðarreglum einnig ætlað að stuðla að stöðugleika í fjármála- og hagk- erfinu. Samkvæmt lögum setur Seðlabanki Íslands reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana og um gjald- eyrisjöfnuð. Aðrar varúðarreglur á fjármálamarkaði eru ýmist bundnar í lögum, settar af ráðherra eða af Fjármálaeftirlitinu.1 Meginefni reglnanna um lausa- fjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð er sem hér segir: Lausafjárhlutfall Lausafjárhlutfall lánastofnana má skilgreina sem hlutfallið á milli lausafjárkrafna og lausafjárskuld- bindinga. Í reglum nr. 905 frá 27. desember 1999, sbr. 12. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, er kveðið á um lausafjárhlutfall lánastofnana. Mark- mið reglnanna er að tryggja að lánastofnanir eigi ávallt nægt laust fé til að mæta fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili. Þeim er skylt að senda Seðlabanka Íslands mánaðarlega sérstaka skýrslu um upplýsingar sem liggja til grundvallar útreikningi á lausafjárhlutfall- inu. Tegundir krafna og skuldbindinga sem falla und- ir útreikninginn eru flokkaðar eftir því hversu langur tími líður þar til að þær falla í gjalddaga eða hversu auðvelt er að breyta þeim í laust fé. Þá er tilgreint hversu hátt hlutfall í hverjum flokki er tekið með í útreikninginn. Allur sjóður lánastofnunar telst þannig til lausafjárkrafna en einungis 5% af yfirdráttar- lánum, svo að dæmi sé tekið. Hlutfallið er reiknað út fyrir fjögur tímabil, þ.e. til eins mánaðar, frá einum til þriggja mánaða, frá þremur til sex mánaða og frá sex til tólf mánaða. Hlutfall krafna og skuldbindinga sem falla í gjalddaga eða breyta má í laust fé innan þriggja mánaða skal eigi vera lægra en 1. Takist lána- stofnun ekki að uppfylla kröfurnar um lausafjárhlut- fall til þriggja mánaða kveða reglurnar á um viðurlög í formi vanskilavaxta á þær fjárhæðir sem á vantar. Lánastofnanir skulu gera grein fyrir lausafjárhlutföll- um fyrir önnur tímabil þótt ekki séu gerðar kröfur til sérstakra hlutfalla í þeim efnum. Gjaldeyrisjöfnuður Gjaldeyrisjöfnuð lánastofnunar má skilgreina sem mismun á gengisbundnum eignum og skuldbinding- um innan og utan efnahagsreiknings. Gjaldeyrisjöfn- uður er því mælikvarði á gjaldeyrisáhættu lánastofn- unar. Í reglum nr. 421 frá 1. júlí 1997, sbr. 13. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, er kveðið á um gjaldeyrisjöfnuð lánastofnana og þeirra er leyfi hafa til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti. Markmiðið með reglunum er að takmarka gengisáhættu með því að koma í veg fyrir að gjaldeyrisjöfnuður fari fram úr tilteknum mörkum. Reglurnar kveða á um tvenns konar mörk í þessum efnum. Þau fyrri lúta að opinni gjaldeyrisstöðu í einstökum gjaldmiðlum. Hún má hvorki vera jákvæð (gnóttstaða) né neikvæð (skort- staða) um meira en nemur 15% af eigin fé í upphafi árs. Undantekning er þó gerð að því er varðar Banda- ríkjadal þar sem mörkin eru 20%. Þau seinni lúta að heildargjaldeyrisstöðu í öllum gjaldmiðlum, um- reiknaðri í íslenskar krónur, sem er summan af opinni gjaldeyrisstöðu í einstökum myntum. Hún má hvorki vera jákvæð né neikvæð um meira en 30% af eigin fé í upphafi árs. Lánastofnunum er gert að skila Seðla- bankanum reglulega skýrslum um gjaldeyrisjöfnuð- inn. Fari jöfnuðurinn fram úr ofangreindum mörkum skulu lánastofnanir þegar grípa til aðgerða til að laga hann og er þeim veittur þriggja daga frestur til að ná leyfilegum mörkum á ný. 1. Sjá vefsíður viðskiptaráðuneytisins (http://www.stjr.is/interpro/ivr/ivr.nsf/pages/log) og Fjármálaeftirlitsins (http://www.fme.is/fme.nsf/pages/index.html).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.