Peningamál - 01.02.2003, Page 55

Peningamál - 01.02.2003, Page 55
aðila er hins vegar ákaflega takmörkuð, eins og reynsla margra ríkja hefur sýnt. Notkun inngripa kemur einnig til greina þótt seðlabankinn styðjist við verðbólgumarkmið og fljótandi gengi. Þótt meginstýritæki seðlabanka til að ná verðbólgumarkmiði sínu séu stýrivextir bankans, geta komið upp tilvik þar sem gagnlegt getur verið að notast einnig við inngrip. Augljósasta dæmið um slíkt er ef viðkomandi land hefur festst í lausafjár- gildru, þ.e. seðlabankinn hefur misst tök á verðlags- þróuninni þannig að komin er verðhjöðnun á sama tíma og stýrivextir bankans eru nálægt núlli og raun- vextir orðnir mjög háir. Geta bankans til að ná niður raunvöxtum og ná verðbólgumarkmiði sínu með vaxtalækkunum eingöngu er því mjög takmörkuð. Bankinn gæti því notað inngrip til að reyna að stuðla að lækkun innlends gjaldmiðils, svo að gangverk hagkerfisins komist af stað að nýju og verðhjöðnun- arferlinu sé snúið við (sjá t.d. Heikensten og Borg, 2002). Inngrip gætu einnig verið fýsilegur kostur til að draga úr gengissveiflum sem þykja ógna fjármálaleg- um stöðugleika og stuðla að því að verðbólgumark- mið bankans náist. Ef bankinn telur t.d. gengisþróun innlends gjaldmiðils í hrópandi mótsögn við þá for- sendu sem verðbólguspá hans, og þar með ríkjandi aðhaldsstig peningastefnunnar, byggist á gæti hann notað inngrip ásamt stýrivaxtabreytingum til að auð- velda bankanum að ná verðbólgumarkmiði sínu. Meginrökin væru þá þau að með inngripunum þyrfti bankinn minni vaxtabreytingar en ella og gæti þannig dregið úr neikvæðum raunáhrifum þeirra (Heiken- sten og Borg, 2002). Seðlabankar með verðbólgu- markmið hafa hins vegar lítið notað inngrip til að ná verðbólgumarkmiði sínu, enda erfitt að hafa varanleg áhrif á gengi gjaldmiðla með inngripum auk þess sem áhrif gengisbreytinga á innlent verðlag eru breytileg frá einum tíma til annars og áhrif skamm- tímasveiflna gengis á verðbólgu eingöngu tíma- bundin. 4. Gagnsæi inngripa og upplýsingaflæði frá seðlabönkum Miðað við að mikilvægustu áhrif stýfðra inngripa séu talin vera þau að senda skilaboð um framtíðarstefn- una í peningamálum er það sérkennilegt að seðla- bankar virðast hafa ríka tilhneigingu til að halda inngripum leyndum. Upplýsingar um raunveruleg inngrip eru því yfirleitt gerðar opinberar nokkuð eftir framkvæmd þeirra, ef þær eru á annað borð gerðar opinberar (sjá t.d. Neely, 2001).10 Framkvæmd inn- gripa og ákvarðanir um þau eru því yfirleitt ákaflega ógagnsæ, ólíkt því sem nú tíðkast almennt við stjórn peningamála (sjá t.d. umfjöllun í grein Þórarins G. Péturssonar, 2000). Við fyrstu sýn mætti ætla að almenn rök fyrir auknu gagnsæi peningastefnunnar eigi einnig við um inngrip. Aukið gagnsæi eykur aðhald að seðlabank- anum þannig að almenningur á betra með að leggja mat á hæfni og trúverðugleika bankans. Aukið gagn- sæi getur einnig stuðlað að virkara miðlunarferli peningastefnunnar. Hins vegar er ljóst að upplýsingar um fyrirhuguð inngrip og framkvæmd þeirra geta dregið úr áhrifamætti þeirra. Balke og Haslag (1992) sýna fram á nauðsyn þess að seðlabankinn viðhaldi ósamhverfum upplýsingum milli sín og markaðs- aðila eigi stýfð inngrip að veita þeim upplýsingar um framtíðarákvarðanir í peningamálum. Í því ljósi er t.d. ekki heppilegt að seðlabanki upplýsi markaðs- aðila um framtíðarákvarðanir um inngrip. Algert gagnsæi inngripa er því ekki heppilegt.11 Það breytir því hins vegar ekki að þá miklu leynd sem ríkir yfir inngripum seðlabanka er erfitt að skýra í ljósi þess að aukið upplýsingaflæði frá þeim gæti aukið á áhrifa- mátt inngripanna. Nokkrar skýringar á leynd inngripa hafa verið nefndar (sjá t.d. Sarno og Taylor, 2001). Ef ákvarð- anir um inngrip eru t.d. ekki algerlega í höndum seðlabankans (t.d. að hluta eða öllu leyti í höndum fjármálaráðuneytis, eins og í Bandaríkjunum), er ekki víst að seðlabankinn vildi að þau færu hátt til að draga úr þeim óskýru skilaboðum sem inngripin sendu um stjórn peningamála. Önnur skýring gæti verið sú að seðlabankinn óttaðist áhrif inngripanna á sveiflur í gengi gjaldmiðilsins, sem gætu magnast ef hún er gerð fyrir opnum tjöldum. Í þriðja lagi gæti seðlabankinn einfaldlega verið að laga eignasam- setningu gjaldeyrisforðans með inngripunum og teldi 54 PENINGAMÁL 2003/1 10. Það kemur reyndar fram í könnun Neelys (2001) að fáir seðlabankar töldu stýfð inngrip mikilvægt tæki til að miðla til markaða upp- lýsingum um framtíðarákvarðanir í peningamálum. 11. Þannig gæti ákveðin leynd um tímasetningu inngripa, umfang þeirra í fjárhæðum og tíma, val á gjaldmiðlum og mótaðila í viðskiptum á meðan á inngripunum stæði og um tíma í kjölfar þeirra aukið á áhrifa- mátt þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.