Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 4

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 4
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 4 undanfarna þrjá ársfjórðunga. Á öðrum fjórðungi þessa árs nam ársvöxtur einkaneyslu 14%, en það er meiri vöxtur en nokkru sinni frá því að hafið var að birta ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga. Viðskiptahallinn á sama fjórðungi nam 14% af landsframleiðslu. Ekkert bendir til þess að dregið hafi að marki úr vexti einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins eða að viðskiptahallinn sé farinn að hjaðna. Þvert á móti má gera ráð fyrir enn meiri viðskiptahalla á síðari hluta ársins. Þótt töluverður hluti hallans skýrist af fjárfestingu í áliðnaði og virkjunum sem mun auka útflutningstekjur til frambúðar má áætla að þegar honum er sleppt standi eftir halli á þessu ári er nemur allt að 7% af landsframleiðslu. Því verður að telja ólíklegt að aðlögunarþörfin nú verði minni en í kjölfar þensluskeiðsins 1999 til 2000. Þar með er ekki sagt að aðlögunarferlið verði eins. Fyrir utan ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri skilyrðum, sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á hve hröð aðlögun að jafnvægi verður, mun breytt umgjörð peningastefnunnar móta aðlögunarferlið. Aðhald hefur verið aukið hraðar og gengi krónunnar óhindrað hækkað meira en árin 1999 til 2000. Það hefur dregið úr verðbólgu og verðbólguvæntingum og úr getu fyrirtækja til að hækka laun og velta hækkun kostnaðar út í verðlag. Jafnframt hefur það gert erlenda lántöku óhagstæðari en ella að teknu tilliti til gengisáhættu. Ef peningastefnan væri enn í fjötrum fastgengisstefnu væru verðbólga og verðbólguvæntingar enn meiri. Við núverandi aðstæður á vinnumarkaði fæli það í sér meiri hækkun launakostnaðar sem fyrirtæki ættu auðveldara með að velta út í verðlag. Slík þróun leiðir að lokum til versnandi sam- keppnisstöðu, grefur undan gengisstefnunni og leiðir í versta falli til gjaldeyriskreppu. Slík hætta er síður fyrir hendi nú. Hins vegar er ekki útilokað að gengisaðlögun verði á einhverju tímabili hraðari en samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Seðlabankinn gæti þurft að bregðast við þeirri framvindu með því að hækka stýrivexti. Erfitt er að sjá fyrir hve háir vextirnir þurfa að verða á aðlögunarskeiðinu. Í spám ýmissa rýnenda á markaði virðist í mörgum tilvikum gengið út frá því að bankinn muni ekkert aðhafast þótt gengisþróun samrýmist ekki verðbólgumarkmiði hans. Slík háttsemi væri hins vegar ekki í samræmi við lögboðna skyldu Seðlabankans. Mikilvægt er að draga lærdóma af framkvæmd peningastefnunnar í kringum aldamótin. Tvennt ber þar hæst. Í fyrsta lagi er ljóst að fastgengisstefnan leiddi til þess að peningalegt aðhald var of lítið þegar þensluskeiðið stóð sem hæst.1 Í öðru lagi var aðlögunarþörf gengis krónunnar eftir að hún fór á flot lengi vel vanmetin og það leiddi einnig til ónógs peningalegs aðhalds. Að hluta til skýrist þetta af því að Seðlabankinn hafði þegar gengið töluvert á gjaldeyrisforða sinn til þess að verja krónuna falli áður en horfið var frá fastgengisstefnunni í mars 2001. Líklegt er að aðlögunin hefjist fyrr að þessu sinni, verði ekki eins hröð og gefi Seðlabankanum meira ráðrúm til að bregðast við og tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Um aldamótin urðu 6. Þó verður að minnast þess að full vitneskja um hve mikil ofþenslan var á árinu 2000 lá ekki fyrir fyrr en nokkuð var liðið á árið 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.