Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 13

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 13 Fyrr á árinu var almennt gert ráð fyrir að hagvöxtur í Kína mundi smám saman hægja á sér. Nú er útlit fyrir að aðlögunin verði mildari en áður var talið og að hún muni ekki eiga sér stað fyrr en á næsta ári. Verðbólguþrýstingur hefur minnkað á undanförnum mánuðum og því hafa kínversk stjórnvöld ekki eins miklar áhyggjur af ofþenslu í kínverska þjóðarbúskapnum og áður. Vöxtur fjárfestingar hins opin- bera hefur farið minnkandi en er enn mjög mikill. Útflutningsverðlag sjávarafurða hækkar Lítill hagvöxtur á meginlandi Evrópu og versnandi útlit á Bretlandi hefur haft lítil sem engin áhrif á markaðsaðstæður íslenskra sjávarafurða og virðast þær vera góðar fyrir flestar afurðir. Markaður fyrir botnfiskafurðir einkennist af verulegri umframeftirspurn sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á verð og hefur verð flestra sjávarafurða hækkað talsvert á seinustu mánuðum. Mið-Evrópumarkaður, sérstak- lega Þýskalandsmarkaður, hefur verið tregur undanfarin ár en er að taka við sér á ný. Austur-Evrópumarkaður hefur stöðugt verið að styrkj ast og er aftur orðinn einn af meginmörkuðum fyrir íslenskar sjávar afurðir. Þar hefur eftirspurn eftir unnum verðmætari afurðum farið sívaxandi. Horfur á mjöl- og lýsismörkuðum eru einnig góðar vegna minnkandi framboðs af mjöli frá öðrum Norður-Evrópuríkjum og aukinnar eftirspurnar eftir fiskeldismjöli frá Austur-Asíu. Eftirspurn eftir ferskum fiskafurðum hefur haldið áfram að aukast og skila þær að öllu jöfnu meiri framlegð en frystar afurðir. Staða saltfiskmarkaðar í Suður-Evrópu er einnig mjög góð. Samkeppnisstaða íslenskra saltfiskafurða er óvenjusterk um þessar mundir þar sem framboð gæðaframleiðslu frá helstu samkeppnislöndum er lítið. Góð markaðsskilyrði valda því að verð sjávarafurða í erlendri mynt er óvenju hátt og hefur ekki verið jafn hátt frá árinu 2001. Á þetta við um nær allar tegundir sjávarafurða. Verð sjávarafurða í heild var 7,4% hærra á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tíma ári áður. Þessi mikla hækkun hefur verið drifin áfram af hækkun frystra og ferskra botnfiskafurða. Einkum hefur verð sjófrystra afurða hækkað mikið, eða um tæplega 27% á tólf mánuðum til ágústloka. Verð landfrystra botnfiskafurða hefur hækkað um 5% á sama tíma. Verð á bræðsluafurðum (mjöli og lýsi) er einnig óvenjuhátt um þessar mundir. Horfur til áramóta eru nokkuð góðar og er gert ráð fyrir að verð frystra botnfiskafurða muni hækka um 6-8% yfir þetta ár. Búist er við töluvert meiri verðhækkun bræðsluafurða, eða um 16% yfir þetta ár. Í heild sinni er gert ráð fyrir að meðalverð sjávarafurða verði allt að 8% hærra á þessu ári en í fyrra. Miðað við að gengi krónunnar haldist stöðugt frá spádegi felur það í sér að verðlag sjávarafurða í íslenskum krónum verði að jafnaði 2% lægra á þessu ári en í fyrra enda vinnur styrking krónunnar vega á móti erlendri verðhækkun. Verðmæti aflans minna en í fyrra Heildarafli fyrstu átta mánuði þessa árs var um 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn jókst um 2%, en 62% samdráttur varð í skelfiskafla. Þessi mikli samdráttur stafar einkum af 15 þúsund tonna samdrætti rækjuafla miðað við sama tíma í fyrra. Samsetning aflans hefur breyst talsvert frá því í fyrra. Afli verðmætustu tegunda Áætlað verðlag sjávarafurða janúar 2000 - júlí 2005 Mynd II-4 2000 2001 2002 2003 2004 2005 85 90 95 100 105 110 115 120 125 130 2003 = 100 Í íslenskum krónum Í erlendri mynt Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 2001 2002 2003 2004 2005 Aflamagn í janúar-júlí 2001-2005 Mynd II-5 Heimild: Fiskistofa Íslands. Skelfiskur Uppsjávarfiskur Botnfiskur 0 300 600 900 1.200 1.500 1.800 Þús. tonna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.