Peningamál - 01.09.2005, Page 18

Peningamál - 01.09.2005, Page 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 18 Inn í vaxtaferilinn frá 13. september sl. var verðlögð 0,75 prósentna hækkun vaxta fram til áramóta, þar af 0,25 prósentna hækkun við útgáfu Peningamála nú. Markaðsaðilar virðast því vænta þess að stýrivextir nái hámarki í lok þessa árs í 10,25% en að þeir taki síðan fljótlega að lækka og verði u.þ.b. 8% eftir eitt ár og rúmlega 6% eftir tvö ár. Eins og áður er þetta heldur hraðari lækkun vaxta en lesa má út úr svörum greiningaraðila (sjá rammagrein 3) en þeir gera ráð fyrir að stýrivextir verði um 9,25% eftir eitt ár og 7,5% eftir tvö ár. Áfram virðist því gæta meiri bjartsýni meðal markaðsaðila en sérfræðinga á markaði um hve hratt Seðlabankinn muni draga úr aðhaldsstigi peningastefnunnar. Vöxtur útlána orðinn enn meiri Þótt fjármálaleg skilyrði virðist orðin ívið aðhaldssamari en þau voru á vormánuðum sér þess ekki stað í útlánavexti. Þvert á móti hefur útlánavöxturinn aukist verulega. Innlend útlán og verðbréfaeign lánakerfisins voru í júnílok 27% meiri en fyrir ári. Útlán til fyrirtækja jukust mikið, eða um 37%, útlán til einstaklinga hafa einnig aukist hröðum skrefum. Bankarnir hafa á þessu ári aukið markaðshlutdeild sína verulega, einkum á kostnað Íbúðalánasjóðs. Í ágústlok voru útlán innlánsstofnana rúmlega 50% meiri en í ágúst í fyrra og tæplega 53% meiri sé leiðrétt fyrir gengis- og verðuppfærslu. Útlán innlánsstofnana til einstaklinga höfðu á sama tíma aukist um tæplega 128% sem að stærstum hluta má rekja til nýrra húsnæðisveðlána. Á móti hefur dregið úr húsnæðisveðlánum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða til einstaklinga. Samanlögð útlán innlánsstofnana, lífeyrissjóða og fjár- festingarlánasjóða (þ.m.t. Íbúðalánasjóðs) til einstaklinga jukust um tæplega 18% á einu ári til júlíloka. Gengistryggð útlán innlánsstofnana hafa aukist mikið eins og önnur útlán að undanförnu og nam tólf mánaða vöxtur þeirra til ágústloka rúmlega 60%. Ekki er því að sjá að hátt gengi krónunnar hafi dregið mikið úr lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Þó ber að hafa í huga að fyrirtækin sem taka þessi lán hafa mörg hver gjaldeyristekjur eða verja lánunum til erlendrar fjárfestingar. Hraður vöxtur gengisbundinna útlána til innlendra fyrirtækja er því ekki endilega merki um mikla innlenda fjárfestingu. Því er óvíst að hve miklu leyti má túlka þennan mikla vöxt sem vísbendingu um vöxt innlendrar eftirspurnar. Töluverður hluti vaxtarins kann að tengjast svokallaðri útrás íslenskra fyrirtækja. Gengisbundin útlán innlánsstofnana námu í lok ágúst rúmlega 53% útlána þeirra, sem er svipað og fyrr á árinu. Þróun peningamagns Vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) hefur aukist verulega frá vormánuðum og var rúmlega 24% í júlílok á tólf mánuðum. Lítil skammtímatengsl eru á milli vaxtar peningamagns og verðlagsþróunar. Langvarandi vöxtur peningamagns umfram nafnvöxt landsframleiðslu getur eigi að síður verið vísbending um langtímaþrýsting á verðlag. Þó ber að túlka vöxt M3 og annarra mælikvarða á peningamagn af varúð vegna þess að við viss skilyrði getur t.d. flótti fjárfesta úr áhættu- sömum í áhættuminni eignir leitt til þess að M3 þenst út. Þetta gerðist 2001 2002 2003 2004 2005 Vöxtur útlána janúar 2001 - júlí 2005 Mynd III-7 Heimild: Seðlabanki Íslands. Útlán lánakerfis í lok hvers ársfjórðungs, útlán innláns- stofnana, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða í lok hvers mánaðar Breyting frá sama tímabili á fyrra ári (%) Lánakerfið Innlánsstofnanir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir 0 5 10 15 20 25 30 0 5 2002 2003 2004 2005 Gengisbundin lán heimila og hlutfall þeirra af heildarlánum janúar 2002 - júlí 2005 Mynd III-8 Heimild: Seðlabanki Íslands. Hlutfall gengisbundinna lána heimila af útlánum innláns- stofnana, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða í lok hvers mánaðar Ma.kr. Gengisbundin lán til heimila, samtals (vinstri ás) Hlutfall gengisbundinna lána heimila (hægri ás) 10 15 20 25 30 35 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 % 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Mynd III-6 Stýrivextir Seðlabankans 2002-2007 % Stýrivextir 14. september 2005 17. maí 2005 4 5 6 7 8 9 10 11 PM 2005/2 PM 2005/3 Gular og rauðar línur sýna framvirka vexti. Kassar sýna vaxtaspár sam- kvæmt könnunum meðal greiningaraðila fyrir útgáfu Peningamála 2005/2 og 2005/3. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.