Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 19

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 19 t.d. víða um heim í kjölfar þess að gengi hlutabréfa féll um aldamótin. Þá jukust innstæður á peningamarkaðsreikningum, sem eru hluti M3, mikið um tíma. Slíkar skýringar eiga þó varla við um þessar mundir, enda hefur verð hlutabréfa hækkað mikið undanfarin ár og almenn bjartsýni ríkir á fjármálamarkaði. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru nokkru aðhaldssamari en á vor mánuðum Stór hluti skulda og lántöku fyrirtækja er í erlendum gjaldmiðlum. Breytingar á gengi krónunnar og erlendum vöxtum hafa því fyrst og fremst áhrif á fjárhagsleg skilyrði fyrirtækja. U.þ.b. 56% af skuldum fyrirtækja við innlánsstofnanir voru t.d. í erlendum gjaldmiðlum í júlílok. Erlendir vextir eru enn afar lágir. Vextir langtímaríkisskuldabréfa á evru svæðinu hafa lækkað frá vormánuðum. Styrking krónunnar ætti hins vegar að gera nýja lántöku ófýsilegri, eins og áður hefur komið fram, þótt afborganir eldri lána léttist með hærra gengi. Styrking krónunnar þrengir fyrst og fremst að útflutningsfyrirtækjum, t.d. í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og einnig innlendri atvinnustarfsemi sem býr við samkeppni erlendra aðila á heimamarkaði. Kostnaður þessara fyrirtækja eykst umfram tekjur þeirra, sem annaðhvort eru í erlendum gjaldmiðlum eða geta ekki fylgt kostnaðarbreytingum eftir vegna samkeppni frá erlendum keppinautum. Þau lán fyrirtækja sem ekki eru gengisbundin skiptast nokkuð jöfnum höndum í verðtryggð og óverðtryggð lán. Vextir verð- tryggðra lána hafa almennt lækkað en vextir óverðtryggðra lána, t.d. yfirdráttarlána, í stórum dráttum hækkað í samræmi við hækkun stýrivaxta eins og áður hefur komið fram. Hækkun vaxta óverðtryggðra lána er öllu þyngri á metunum. Því má ætla að samanlögð áhrif gengisbreytinga og vaxtabreytinga feli í sér heldur óhagstæðari fjár- málaleg skilyrði að hausti en í vor. Fjármálaleg skilyrði heimila hafa versnað lítillega frá vormánuðum Ætla má að fjármálaleg skilyrði einstaklinga séu heldur aðhaldssamari um þessar mundir en þau voru í vor. Fjármálaleg skilyrði þeirra ráð ast að mestu af vöxtum verðtryggðra langtímalána, einkum húsnæðis- veðlána. Vextir þessara lána hafa ekki breyst í sumar. Hækkun vaxta á óverðtryggðum lánum, meðal annars yfirdráttarlánum, vegur ekki eins þungt. Einstaklingar virðast ekki hafa notað möguleika til endurfjármögnunar húsnæðisveðlána til að greiða upp yfirdráttarlán sín því að þau voru á fyrstu átta mánuðum þessa árs að meðaltali 7% hærri en á sama tíma fyrir ári og jukust um 5% á tólf mánuðum til ágústloka. Þar til nýlega hefur hlutdeild gengistryggðra lána í skuldum einstaklinga verið lítil. Á þessu varð nokkur breyting á síðastliðnu ári. Af útlánum innlánsstofnana til einstaklinga sem voru í lok ágúst tæplega 460 ma.kr. voru tæplega 30 ma.kr. gengisbundin. Gengisbundnar skuldir þeirra við innlánsstofnanir voru í lok síðasta árs rúmlega 21 ma.kr. og hafa því aukist um rúmlega 40% það sem af er ári. Ætla mætti að lántakendur líti svo á að hátt gengi krónunnar feli ekki í sér meiri gjaldmiðlaáhættu en nemur vaxtamun á innlendum og erlendum lánum. Þessi viðhorf einstaklinga kynnu að breytast 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 Útlán til heimila og fyrirtækja 1992-2005 Mynd III-10 1. Lánaflokkun var breytt á árinu 2003. Heimild: Seðlabanki Íslands. Staða útlána lánakerfis til heimila og fyrirtækja í lok árs, tölur fyrir 2005 eru í lok júní1 Ma.kr. Útlán til heimila Útlán til fyrirtækja 0 500 1.000 1.500 2.000 100 120 140 160 180 200 220 240 2000 2001 2002 2003 2004 2005 1. ársfjórðungur 2000 = 100 Nafnvöxtur vergrar landsframleiðslu Nafnvöxtur peningamagns (M3) Mynd III-9 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 22. maí 2002 - 20. maí 2005 Nafnvöxtur peningamagns og vergrar landsframleiðslu 1. ársfj. 2000 - 2. ársfj. 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.