Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 23

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 23 Áætlanir um fyrri helming ársins benda til þess að vöxtur einka- neyslu í ár verði meiri og hagvöxtur minni en áður var talið Hagstofan birti í september ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins 2005 og endurskoðun á tölum fyrri fjórðunga. Þar kemur fram að einkaneysla á fyrri helmingi yfirstandandi árs var 11,6% meiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Í júní spáði Seðlabankinn 8% vexti einkaneyslu á yfirstandandi ári. Til þess að sú spá gangi eftir má ársvöxtur einkaneyslu því einungis nema 4,5% á seinni helmingi ársins. Það verður að teljast fremur ólíklegt miðað við fyrirliggjandi vísbendingar, eins og vikið er að hér á eftir. Hagvöxtur á fyrri helmingi árs ins var hins vegar nokkru minni en bankinn hafði spáð á öllu árinu, eða rétt undir 5% samanborið við um 6,5% fyrir allt árið. Því er líklegt að hagvöxtur á árinu verði eitthvað minni en fyrri spá gerði ráð fyrir. Tafla IV-1 sýnir yfirlit yfir vöxt helstu þjóðhagsstærða á fyrri helmingi þessa árs og þann vöxt sem þyrfti að vera á seinni helmingi ársins til að spá bankans frá því í júní gangi eftir. Ein aðferð til að áætla magnbreytingu á milli tímabila er að nota tímabil 1 sem grunnár og reikna út verðmæti varanna öll tíma- bilin miðað við verð þeirra á þessu tímabili. Taflan sýnir að þá fæst að magn varanna jókst um 8,89% á milli tímabila 1 og 2 og um 8,16% á milli tímabila 2 og 3. Ef tímabil 2 er notað sem grunnár fæst að magn varanna tveggja jókst um 9,53% á milli tímabila 1 og 2 og um 8,70% á milli tímabila 2 og 3. Í báðum þessum tilfellum er áætlað magn varanna tveggja jafnt summu undirliðanna á föstu verðlagi. Þetta breytist hins vegar þegar miðað er við mismunandi grunnár og breytingarnar samtengdar. Í neðsta hluta töflunnar er magnbreyting fyrir báðar vörurnar á milli tímabila 1 og 2 miðuð við breytinguna þar sem tímabil 1 er grunnár en magnbreytingin á milli tímabila 2 og 3 miðar við það sem fæst þegar tímabil 2 er notað sem grunnár. Eins og sést í töflunni er summa undirliðanna jöfn heildartölunni á fyrstu tveim tímabilunum, en á þriðja tímabilinu þar sem notast er við annað grunnár en áður er munur á summu undirliðanna og heildartölunni sem nemur 0,5%. Með nýjum aðferðum fást nýjar mælingar á verð- og magn- breytingum. Þannig mælist hagvöxtur 0,8 prósentum meiri á milli áranna 2001 og 2002 en 0,7 prósentum minni á milli 2002 og 2003 þegar nýju aðferðinni er beitt. Verðbreyting vergrar landsframleiðslu (VLF) á milli áranna 2001 og 2002 er óbreytt en á milli áranna 2002 og 2003 mælist verðbreytingin 0,3 prósentum meiri. Einkaneyslan er langstærsti einstaki hluti landsframleiðslunnar. Við endurskoðunina minnkaði munur sem verið hefur á verðbreyt- ingum einkaneyslu og breytingum neysluverðsvísitölunnar. Hin nýja aðferð Hagstofunnar leiðir til þess að breyting einkaneyslunnar á milli áranna 2001 og 2002 mælist 0,4 prósentum minni en áður og breytingin á milli áranna 2002 og 2003 mælist 0,8 prósentum minni. Verðbreytingar á milli þessara ára mælast hins vegar 0,5 prósentum meiri í báðum tilfellum. En þótt munurinn sé minni en áður sýna nýju tölur Hagstofunnar áfram heldur minni verðbreytingu einkaneyslu en nemur breytingum neysluverðsvísitölunnar nokkur undanfarin ár. (Sjá mynd 1.) 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 Heimild: Hagstofa Íslands. Mismunur nýrra og eldri mælinga á magn- breytingum einkaneyslu og VLF 1991-2004 Mynd 2 % -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 Breytingar í mælingum á VLF Breytingar í mælingum á einkaneyslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.