Peningamál - 01.09.2005, Side 40

Peningamál - 01.09.2005, Side 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 40 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Eftir nokkra hjöðnun sl. vor hefur verðbólga aukist á ný undanfarna mánuði. Í september hafði vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% á tólf mánuðum og fór þar með upp fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í annað sinn á árinu. Verðbólgan undanfarið ár hefur í meginatriðum verið eftirspurnardrifin, þótt hækkun eldsneytisverðs á erlendum markaði eigi einnig nokkurn hlut að máli. Eftirspurnaráhrifin koma skýrast fram í hækkun húsnæðisverðs, sem skýrir verðbólguna að miklu leyti, en einnig í hækkun á verði innlendrar þjónustu. Aðrir liðir vísitölunnar en húsnæði, þjónusta og eldsneyti stóðu í stað eða lækkuðu á sama tímabili. Gengishækkun krónunnar á drýgstan þátt í því, en verðstríð á matvörumarkaði hefur einnig stuðlað að lækk un vöruverðs. Það virðist þó vera í rénun um þessar mundir. Að dagvörum frátöldum hefur verðlag innfluttrar vöru lækkað mun minna en sem nemur gengisbreytingum. Mikil eftirspurn er líkleg skýring á því. Stefnir í meiri verðbólgu á þriðja fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá Verðbólga á öðrum ársfjórðungi mældist 3,2% sem er 0,1 prósentu minni verðbólga en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans. Munurinn er hverfandi, enda var langt liðið á ársfjórðunginn þegar spáin var gerð. Í júní var spáð að verðbólga á þriðja ársfjórðungi yrði 3,6%, en nú stefnir í að hún verði töluvert meira eða rúmlega 4%. Kjarnavísitölurnar sem Hagstofan birtir sýna svipaða verðbólgu og heildar vísitalan. Í byrjun september hafði kjarnavísitala 1 hækkað um 4,8% á tólf mánuðum og kjarnavísitala 2 um 4,6%. Húsnæðisverðbólga er líklega nálægt hámarki Áhrif innlendrar eftirspurnar á vísitölu neysluverðs hafa komið sterkast fram í hækkun húsnæðisverðs, sem hefur verið langstærsti áhrifavaldur verðbólgunnar hér á landi undanfarið ár. Húsnæðisliður vísitölunnar hefur þó hækkað minna en markaðsverð húsnæðis vegna lækkunar vaxtakostnaðar og breyttra aðferða við að meta hann í húsnæðisliðnum.10 Í september var húsnæðisliðurinn 18% hærri en fyrir ári sem leiddi til þess að verðbólgan var u.þ.b. 4 prósentum meiri en ef húsnæðisverð hefði staðið í stað. Mest hefur markaðsverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega verð einbýlis, sem hækkaði um rúmlega 50% á tólf mánuðum til september. Verð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um rúmlega 35% á sama tíma. Íbúðaverð á landsbyggðinni hefur þar til nýlega hækkað öllu hægar, en hefur sótt í sig veðrið undanfarna mánuði og hafði í september sl. hækkað um rúmlega 17% á tólf mánuðum. Samtals hækkaði verð íbúðarhúsnæðis um rúmlega 33% á sama tímabili. Mestur var hraði hækkunarinnar á öðrum fjórðungi þessa árs þegar verðlag bæði einbýlis og fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 4-5% á mánuði. Á þriðja fjórðungi ársins virðist hafa dregið úr 0 2 4 6 8 10 12 2001 2002 2003 2004 2005 Verðbólga janúar 2001 - september 20051 Mynd VIII-1 12 mánaða breyting vísitölu (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans 1. Í kjarnavísitölu 1 eru teknir út ýmsir sveiflukenndir liðir, þ.e.a.s. búvara, grænmeti, ávextir og bensín. Í kjarnavísitölu 2 er að auki undanskilið verðlag opinberrar þjónustu. Heimild: Hagstofa Íslands. -10 0 10 20 30 40 50 60 2001 2002 2003 2004 2005 Markaðsverð íbúðarhúsnæðis mars 2001 - september 2005 Mynd VIII-2 12 mánaða breyting vísitölu (%) Höfuðborgarsvæði: fjölbýli Höfuðborgarsvæði: einbýli Landsbyggðin Landið allt Heimild: Hagstofa Íslands. 0 4 8 12 16 20 2002 2003 2004 2005 12 mánaða breyting (%) Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - september 2005 Mynd VIII-3 Heimild: Hagstofa Íslands. Húsnæði Opinber þjónusta Þjónusta á almennum markaði 10. Sjá nánar umfjöllun í rammagrein 3, bls. 31 í síðasta hefti Peningamála.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.