Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 41 90 100 110 120 130 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mars 1997 = 100 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - september 2005 Mynd VIII-4 Heimild: Hagstofa Íslands. Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Nýir bílar og varahlutir Dagvara hraða hækkunarinnar. Í ágúst og september hækkaði verðið um 1- 2% milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu, en hafa verður í huga að árstíðarbundnar sveiflur eru í íbúðaverði. Erfiðara er að draga ályktanir af verðþróun íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni sem sveiflast mikið milli mánaða, enda um færri og sundurleitari eignir að ræða. Nokkuð hefur dregið úr verðhjöðnun gengisnæmra liða vísitölu neysluverðs Á móti áhrifum hækkandi verðs íbúða, þjónustu og eldsneytis á vísitöluna vegur að verð annarrar vöru en eldsneytis hefur lækkað undanfarna tólf mánuði. Vörur sem einkennast af hraðri veltu og tíðum verðbreytingum eru næmastar fyrir gengissveiflum. Það á t.d. við um dagvörur af ýmsu tagi. Dagvöruverð, sem að mestu leyti saman stendur af matvöru, lækkaði um tæplega 10% frá ársbyrjun til maímánaðar (7% á tólf mánuðum). Eftir 1,7% hækkun milli ágúst og september hafði u.þ.b. helmingur lækkunarinnar gengið til baka. Dagvöruverð var þó enn 3,5% lægra en fyrir ári. Síðastliðið vor lækkaði verð matvæla eins og annarrar dagvöru mikið. Lækkunin hefur nú gengið til baka að nokkru leyti. Verð innfluttra matvæla hækkaði um 4,4% milli ágúst og september og verð innlendrar matvöru annarrar en búvöru og grænmetis hækkaði um 1%. Þrátt fyrir hækkunina í september var verð innfluttrar matvöru enn 7,4% lægra en fyrir ári og innlendrar matvöru 1,4% lægra. Í júlíbyrjun nam árslækkun þessara liða hins vegar 12,5% og 2,6%. Árslækkun innfluttrar matvöru þá nam rúmlega styrkingu gengisins, en í september dró nokkuð í sundur með þróun gengis og verðs innfluttra matvæla á ný. Sterk innlend eftirspurn dregur úr áhrifum gengis á vöruverð... Þótt verð innfluttrar vöru hafi lækkað hefur það ekki lækkað í samræmi við styrkingu gengisins undanfarna mánuði. Að nokkru leyti skýrist það af hækkun eldsneytisverðs, en að miklu leyti má líta á þessa þróun sem afleiðingu öflugrar innlendrar eftirspurnar sem gefur seljendum færi á að hækka álagningu. Verð bíla og ýmiss konar annarrar varanlegrar neysluvöru hefur t.d. lækkað mjög lítið miðað við styrkingu gengisins. Frá september í fyrra til 12. september í ár lækkaði verð erlends gjaldeyris um 12% miðað við innflutningsgengisvog en verð nýrra bíla lækkaði einungis um 1,6%. Aðrar innfluttar vörur en bílar, matvæli og eldsneyti hafa einnig lækkað fremur lítið miðað við gengisbreytingar, eða um 2,2%. Áhrif gengishækkunar krónunnar undanfarið ár virðast því hafa skilað sér í tiltölulega lítilli verðhjöðnun innfluttrar vöru ef dagvara er undanskilin. Líklegasta skýringin virðist vera hinn hraði vöxtur eftirspurnar. Hvati til verðlækkunar er því mjög lítill. Eins og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum, gæti reynsla annarra landa með fljótandi gengi og reynslan hér á landi síðustu ár einnig bent til þess að grundvallarbreyting kunni að hafa orðið á áhrifum gengisbreytinga á innlendar verðákvarðanir, þar sem skammtímagengissveiflur hafi mun minni áhrif á innlenda verðbólguþróun en á tímum fastgengisstefnunnar. 2001 2002 2003 2004 2005 Vöruverð janúar 2001 - september 2005 Mynd VIII-5 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. -10 -5 0 5 10 15 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Dagvara Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs í september 2005 Sl. 12 mán. Sl. 6 mán. Sl. 3 mán. Sl. 1 mán. % Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði Mynd VIII-6 Heimild: Hagstofa Íslands. -0,5 0,5 1,5 2,5 3,5 4,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.