Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 45

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 45 Vaxandi launakostnaður hefur einnig átt þátt í að auka verðbólguþrýsting. Horfur eru á að atvinnuleysi haldist lágt á spá- tíma bilinu og verði nokkuð undir því sem talið er geta samrýmst stöðugu verðlagi á meginhluta tímabilsins. Búist er við að þessi spenna á vinnumarkaði leiði til aukins launaskriðs og er nú spáð að launakostnaður á framleidda einingu hækki um rúmlega 4% á ári á þessu og næsta ári. Á árinu 2007 verður hækkunin heldur minni en þó rúmlega 3½%. Hækkun launakostnaðar á framleidda einingu á spátímabilinu er því töluvert umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á öllu tímabilinu, þrátt fyrir ágætan framleiðnivöxt. ... en hátt gengi krónunnar heldur verðbólgu tímabundið niðri Á móti vaxandi innlendum verðbólguþrýstingi vegur sterkt gengi krónunnar og tiltölulega lítil erlend verðbólga, fyrir utan mikla hækkun eldsneytisverðs á alþjóðlegum mörkuðum. Gengi krónunnar hefur styrkst töluvert frá síðustu spá og er hátt í sögulegu samhengi. Hins vegar er rétt að hafa í huga að áhrif gengisbreytinga á innlenda verðbólgu eru einungis tímabundin nema þær hafi áhrif á verðbólguvæntingar til lengri tíma. Því má gera ráð fyrir því að áhrif verðhjöðnunar innflutningsverðs í innlendri mynt á innlenda verðbólguþróun fari smám saman þverrandi þegar líða tekur á spá tímabilið. Þar að auki eru vísbendingar um að skammtímaáhrif gengissveiflna á innlenda verðbólgu hafi minnkað á síðustu árum, eins og fjallað hefur verið um í fyrri heftum Peningamála. Horfur á að verðbólga verði við efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins út spátímabilið Þrátt fyrir hærri stýrivexti og sterkara gengi hafa verðbólguhorfur til næsta árs versnað töluvert frá síðustu spá Seðlabankans. Í júní spáði bankinn nokkurri hjöðnun verðbólgu til skemmri tíma sem rekja mátti til styrkingar á gengi krónunnar. Í þeirri spá sem hér er birt vega áhrif meiri framleiðsluspennu og meiri vaxtar innlends launakostnaðar á framleidda einingu en áður var spáð hins vegar þyngra en áhrif sterk ara gengis. Auk þess hafa verðbólguvæntingar þokast upp á við, eins og áður hefur komið fram. Spáð er 4,2% verðbólgu að ári, samanborið við 3,3% í júní miðað við sama ársfjórðung (2,7% sé miðað við spá til jafnlangs tíma). Verðbólguhorfur tvö ár fram í tímann eru hins vegar svipaðar og í síðustu spá. Nú er spáð rétt rúmlega 4% verðbólgu eftir tvö ár en í síðustu spá var spáð rétt undir 4% verðbólgu sé miðað við sama ársfjórðung (3,7% sé miðað við spá til jafnlangs tíma). Samkvæmt grunnspánni verður verðbólga yfir 2,5% verðbólgu- markmiði Seðlabankans á spátímabilinu og við efri þolmörk nánast allt tímabilið. Að óbreyttu gengi hjaðnar verðbólgan þegar kemur fram á árið 2007 og nálgast verðbólgumarkmiðið um mitt ár 2008. Ólíklegt verður hins vegar að telja að gengisforsendur spárinnar haldi svo lengi. 2003 2004 2005 2006 2007 Endurskoðuð verðbólguspá Mynd VIII-8 Verðbólguspá 2005/2 Verðbólguspá 2005/3 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.