Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 46

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 46 Verðbólguspá með breytilegum vöxtum og gengi Við núverandi aðstæður er afar óraunsætt að gengi krónunnar haldist óbreytt út spátímabilið. Einnig er ljóst að niðurstöður slíkrar spár fela í sér að auka þurfi aðhaldsstig peningastefnunnar frá því sem nú er. Grunnspá Seðlabankans byggist því á forsendum sem ólíklegt er að haldi nema í skamman tíma. Hún gegnir fyrst og fremst því hlutverki að gefa sýn á framvindu efnahagslífsins að því gefnu að bankinn bregðist ekki frekar við og haldi aðhaldi peningastefnunnar óbreyttu frá því sem nú er. Hún felur því í sér gagnlega vísbendingu um hvort vaxtastig á hverjum tíma nægi til að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Þegar þjóðarbúskapurinn er í jafnvægi getur slík spá gefið þokkalega raunsanna mynd af líklegri framvindu efnahagsmála. Þegar verulegt ójafnvægi er til staðar, eins og nú er, getur slík spá hins vegar gefið niðurstöðu sem er fjarri sanni. Eftir því sem ójafnvægið er meira verður forsendan um að Seðlabankinn muni ekki bregðast frekar við uppsöfnuðum verðbólguþrýstingi æ fjarstæðukenndari. Þegar raungengi er afbrigðilega hátt eins og nú verður einnig sífellt hæpnara að gefa sér að gengi haldist óbreytt til langs tíma. Af þessum ástæðum birti Seðlabankinn í Peningamálum 2004/4 í fyrsta sinn einnig spá byggða á breytilegum vöxtum og gengi krónunnar. Vaxtaferillinn sem notaður er í spánni byggist á væntingum markaðsaðila um þróun stýrivaxta sem lesa má út úr óverðtryggða vaxtarófinu, svokölluðum fólgnum framvirkum vöxtum.12 Þessi vaxtaferill er sýndur á mynd III-6 á bls. 18. Að þessu sinni er hins vegar gert ráð fyrir því að stýrivextir lækki heldur hægar á næstunni en lesa má út úr þeim ferli, þ.e.a.s. í samræmi við svör greiningaraðila á sömu mynd (sjá niðurstöður í rammagrein 3). Markaðsaðilar gera ráð fyrir að stýrivextir nái innan tíðar hámarki í rúmlega 10% og taki þá fljótlega að lækka. Í stað þess að fylgja þeim ferli fyllilega er gert ráð fyrir að stýrivextirnir haldist nálægt 10% fram á mitt næsta ár en taki síðan að lækka. Þessi ferill felur í sér að stýrivextir verða að meðaltali um 9,4% á þessu ári í stað 9,2% í grunnspánni, 9,7% á næsta ári, í stað 9,5% í grunnspánni, en lækki í 7,6% að meðaltali árið 2007. Gengisferillinn í spánni er fenginn út frá svokölluðu óvörðu vaxtajafnvægi sem reiknað er út frá ofangreindum stýrivaxtaferli og erlendum vaxtaferli sem lesa má út úr viðskiptavegnum framvirkum vöxtum en þó þannig að gert er ráð fyrir áhættuþóknun sem rekur fleyg á milli innlendra og erlendra vaxta. Samkvæmt þessu mun því vaxtamunurinn milli Íslands og útlanda haldast hár fram á mitt næsta ár en taka síðan smám saman að minnka í um 4% í lok árs 2007. Gengisvísitala krónunnar mun því lækka smám saman á tímabilinu og verður nálægt 120 stigum í lok árs 2007. Aðhaldsstig peningastefnunnar verður minna en í grunnspánni... Miðað við ofangreinda þróun stýrivaxta og gengis krónunnar yrði hagvöxtur á þessu ári lítillega minni en í grunnspánni enda 12. Sjá neðanmálsgrein 2. í kafla I.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.