Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 47 raunvextir aðeins hærri. Hins vegar yrðu raunvextir nokkru lægri á næsta ári, þrátt fyrir heldur hærri stýrivexti því áhrifa gengislækkunar krónunnar á verðbólgu fer að gæta í auknum mæli. Árið 2007 eru stýrivextir orðnir lægri en í grunnspánni og raunvextir verulega lægri. Aðhaldsstig peningastefnunnar í þessari spá er því töluvert minna en í grunnspánni og hagvöxtur á næstu tveimur árum nokkru meiri, eða yfir 7% á næsta ári og rúmlega 6% árið 2007. Þetta endurspeglast í meiri framleiðsluspennu sem yrði rúmlega 5% árin 2006-2007. ... og verðbólguhorfur töluvert verri Meiri hagvöxtur og lægra gengi krónunnar veldur því að verð- bólguhorfur í þessari spá eru töluvert verri en í grunnspánni. Verð- bólga eitt ár fram í tímann er rúmlega 4½% í stað rúmlega 4% í grunn spánni og rúmlega 5% í stað um 4% eftir tvö ár. Að sama skapi yrði verðbólga vel yfir 4% efri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins allt tímabilið. Mynd VIII-9 sýnir samanburð á grunnspánni og spá með breytilega vexti og gengi. Væntingar markaðsaðila um tímasetningu slökunar peningastefn- unnar virðast ekki raunsæjar Ljóst má vera að stýrivaxtaferill sem byggist á markaðsvöxtum er ekki í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Annaðhvort er hann því óraunsær eða markaðsaðilar efast um staðfestu Seðlabankans. Hann gæti því verið vísbending um að peningastefnuna skorti trú- verðugleika. Til þess að halda verðbólgu í skefjum og styðja við gengi krónunnar þarf að knýja fram hækkun raunvaxta í stað þess að leyfa þeim að lækka eins og gerist í þessari spá. Stýrivaxtaferillinn sem notaður er í spánni gefur þó aðeins hærri stýrivexti á tímabilinu en markaðsaðilar virðast vænta, eins og lesa má út úr ávöxtunarferli óverðtryggðra vaxta. Þar að auki felur gengisferillinn sem notast er við í sér tiltölulega hóflega lækkun gengis krónunnar miðað við spár sem greiningardeildir sumra banka hafa gefið út að undanförnu. Áhættumat verðbólguspárinnar Spáóvissan upp á við hefur aukist frá síðustu spá Um verðbólguspá Seðlabankans ríkir eins og endranær mikil óvissa og afar ólíklegt er að framvindan verði nákvæmlega eins og gert er ráð fyrir í spánni. Því leggur bankinn mikla áherslu á að horfa til allrar líkindadreifingar spárinnar við mat sitt á verðbólguhorfum næstu tveggja ára. Óvissuþættir verðbólguspárinnar eru í stórum dráttum þeir sömu og í síðustu spám bankans. Meginóvissan lýtur að gengisþróuninni eins og spáin með breytilegum vöxtum og gengi ber með sér. Gengi krónunnar gæti lækkað á tímabilinu sem yki verðbólgu, sérstaklega ef um skarpa lækkun yrði að ræða. Að sama skapi gæti endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í nóvember haft í för með sér meiri launakostnað en gert er ráð fyrir í spánni og orðið til þess að auka verðbólgu enn frekar að öðru óbreyttu. Minna aðhald opinberra fjármála en gert er ráð fyrir í spánni gæti einnig orsakað meiri verðbólgu en spáð er. Einnig er hugsanlegt að áhrif boðaðra skattalækkana og eignaverðshækkana á einkaneyslu séu vanmetin. 1 2 3 4 5 6 2003 2004 2005 2006 2007 Verðbólguspá með breytilegum vöxtum og gengi Mynd VIII-9 Grunnspá Seðlabankans Spá með breytilegum vöxtum og gengi %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.