Peningamál - 01.09.2005, Síða 51

Peningamál - 01.09.2005, Síða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 51 á einstökum geirum efnahagslífsins: hart niður á útflutningsgreinum en bitnar lítið á einstaklingum. Á peningastefnan að einhverju leyti að taka mið af þessum aðstæðum? Á e.t.v. að slaka á verðbólgumarkmiðinu um skeið til þess að létta útflutningsfyrirtækjum róðurinn? Er ráðlegt að einfaldlega „hleypa verðbólgunni í gegn” á meðan núverandi framkvæmdaskeið stendur yfir? Þetta eru afar varhugaverðar hugmyndir. Verðbólga hefur til- hneig ingu til að vera sjálfmagnandi ef peningalegt aðhald er ekki nægilegt. Trúverðugleiki verðbólgumarkmiðsins hefur mikil áhrif á verðbólguna. Ef Seðlabankinn hefði ekki beitt þeim aðhaldsaðgerðum sem hann hefur þegar gripið til væru verðbólga og verðbólguvæntingar meiri en nú. Á vinnumarkaði væri spenna að líkindum enn meiri en nú er og til samans myndu meiri verðbólga og skortur á vinnuafli leiða til meira launaskriðs og hækkunar launakostnaðar við endurskoðun launaliðar kjarasamninga sem framundan er. Verðbólgan myndi því magnast þegar frá liði, sakir meiri launahækkana, enn meiri framleiðsluspennu og að lokum af völdum gengislækkunar, þegar hærra verðlag og launakostnaður hefði hækkað raungengi krónunnar meira en staðist fengi til lengdar. Raunvextir myndu því lækka verulega, nema Seðlabankinn gripi til enn meiri vaxtahækkunar en hann hefur þegar gert. Þar sem verð bólguvæntingar myndu sennilega aukast enn meira er mönnum yrði ljóst aðgerðaleysi Seðlabankans gæti bankinn þurft að hækka vexti mjög mikið til að ná aftur tökum á verðbólgunni. Að „bera út” verðbólgu sem hefur verið „hleypt inn” er undantekningalaust sársaukafyllri aðgerð en fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir innreið hennar, fyrir utan beinan skaða sem hlýst af hárri og breytilegri verðbólgu. Þær atvinnugreinar sem nú líða fyrir hátt raungengi krón unnar yrðu fljótlega engu betur settar ef samkeppnisstaða þeirra versn aði af völdum meiri verðbólgu og hækkunar launakostnaðar umfram það sem gerist í viðskiptalöndum, þ.e. raungengi hækkaði, og þær yrðu verr settar þegar kæmi að því að kveða verðbólguna niður á ný. Af þessu hafa Íslendingar langa og sársaukafulla reynslu. Óvenjuleg samsetning verðbólgunnar að undanförnu skiptir síður máli þegar horft er fram á veginn Önnur afleiðing þeirra sérstæðu aðstæðna sem nú ríkja er að samsetning verðbólgunnar hefur verið óvenjuleg. Framvinda hennar fylgir reyndar að mörgu leyti hefðbundnu mynstri, eykst til að byrja með einkum á sviðum þar sem erlendrar verðsamkeppni gætir að takmörkuðu leyti, þ.e.a.s. verðbólgan er að miklu leyti bundin við þjónustu og húsnæðiskostnað, á meðan hátt gengi krónunnar heldur vöruverðlagi í skefjum. Þessi skil hafa hins vegar verið óvenju skörp undanfarna mánuði. Að húsnæðisliðnum frátöldum var verðbólga lítil sem engin á sumarmánuðum, því að lækkun vöruverðlags vó verðhækkun þjónustu u.þ.b. upp. Jafnvel eftir verulega hækkun vöruverðlags í september er tólf mánaða hækkun neysluverðs án húsnæðis aðeins um 1,5%.13 Þeim sem einblína á liðna verðbólgu kann að finnast 13. Verðbólga á mælikvarða hinnar samræmdu vísitölu neysluverðs á Evrópska efnahags- svæðinu, sem ekki tekur tillit til verðbreytinga eigin húsnæðis, hefur sýnt svipaða verð- bólgu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.