Peningamál - 01.09.2005, Side 56

Peningamál - 01.09.2005, Side 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 56 Seðlabankinn er staðráðinn í að auka trúverðugleika peninga stefnunnar Verðbólga fór yfir svokölluð þolmörk verðbólgumarkmiðsins í byrjun september. Það felur ekki í sér aðra beina kvöð fyrir Seðlabankann en þá að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðum fráviksins og væntanlegum aðgerðum bankans, sem bankinn gerði í greinargerð sem birtist 19. september og frekar með útgáfu þessa heftis Peningamála. Hins vegar getur jafn mikil verðbólga og verið hefur sl. ár skað að trúverðugleika peningastefnunnar. Miðað við óbreytt gengi myndi verðbólgumarkmiðið tæplega nást fyrr en á árinu 2008. Veikist gengið umtalsvert gæti það tafist enn meira. Það er ekki ásættanleg niðurstaða og undirstrikar að væntingar um að Seðlabankinn geti fljótlega farið að slaka á klónni á ný, sem lesa má úr vaxtarófi óverðtryggðra skuldabréfa, eru með öllu óraunhæfar. Líklegra virðist að vextir bankans þurfi að haldast háir – og hærri en þeir eru nú – mun lengur en flestir virðast álíta. Verðbólga hefur að meðaltali verið umtalsvert yfir verðbólgumarkmiði frá því að það var tekið upp, verðbólguvæntingar hafa um langt skeið verið yfir því og verðbólguspár bankans sjálfs að óbreyttum vöxtum einnig.17 Í ljósi þess á Seðlabankinn nokkurt verk fyrir höndum að skapa trúverðugleika um peningastefnuna. Að því mun bankinn vinna á næstu mánuðum. Trúverðugleikinn verður ekki áunninn átakalaust, en þegar hann hefur skapast ætti peningastefnan að hafa sambærileg áhrif við lægri stýrivexti en núverandi aðstæður krefjast. Með því að létta undir með Seðlabankanum geta stjórnvöld og aðilar atvinnulífsins ennfremur stuðlað að minni fórnarkostnaði en ella við að koma böndum á verðbólguna. Óháð því hvort bankinn nýtur slíks liðsauka mun hann óhikað vinna áfram að framgangi verðbólgumarkmiðsins. Til langs tíma litið er það bæði atvinnulífi og einstaklingum fyrir bestu. 17. Hins vegar var verðbólga, með einni undantekningu, við eða undir verðbólgumarkmiði frá nóvember 2002 til apríl 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.