Peningamál - 01.09.2005, Page 57

Peningamál - 01.09.2005, Page 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 57 Viðauki 1 Frávik verðbólgu frá verðbólgumarkmiði: Samanburður milli verðbólgumarkmiðslanda Nú eru liðin rúmlega 4 ár frá því að Seðlabanki Íslands tók upp verð- bólgu markmið við stjórn peningamála. Er Ísland í hópi rúmlega 20 landa sem gert hafa hið sama frá því að Nýja-Sjáland reið á vaðið snemma árs 1990.1 Með þessari nýju stefnu var stöðugt verðlag gert að meginmark- miði peningastefnunnar hér á landi. Markmiðið var skilgreint nánar í sameiginlegri yfi rlýsingu bankans og ríkisstjórnar sem 2,5% árleg hækk un vísitölu neysluverðs. Þótt markmið Seðlabankans sé að verðbólga sé að jafnaði sem næst 2,5% verður stundum ekki hjá því komist að verðbólga víki tímabundið frá markmiðinu, t.d. vegna þess að verðbólga eykst eða hjaðnar af ófyrirséðum ástæðum sem Seðlabankinn getur ekki komið í veg fyrir. Einnig geta komið upp þær aðstæður að bankinn telji ástæðulaust að koma í veg fyrir frávik þar sem það sé tímabundið og grafi ekki undan trúverðugleika markmiðsins. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að megintilgangur verðbólgumarkmiðsins er að skapa trúverðugt akkeri fyrir verðbólguvæntingar til millilangs tíma. Að því tilskildu að skýringar bankans á frávikum séu trúverðugar þurfa þau ekki að skaða trúverðugleika peningastefnunnar. Frávik frá markmiði Þrátt fyrir að tímabundin frávik frá verðbólgumarkmiði séu óhjákvæmi- leg og þurfi ekki að vera skaðleg er ljóst að mjög tíð og stór frávik kunna að skaða trúverðugleika peningastefnunnar. Því er áhugavert að skoða hve vel seðlabönkum með verðbólgumarkmið hefur tekist að halda verðbólgu nálægt markmiðinu. Fyrsti dálkur meðfylgjandi töfl u sýnir meðaltal frávika frá mark- miði (eða miðgildi bilmarkmiðs) í 21 landi sem talið er fylgja verð- bólgumarkmiði í grein Þórarins G. Péturssonar (2004).2 Þar kemur í ljós að nokkrum seðlabönkum hefur tekist að halda verðbólgu við markmið að meðaltali (Bretlandi, Chíle, Ísrael og Póllandi). Verðbólga 1. Ítarlega lýsingu á fyrirkomulagi verðbólgumarkmiðsstefnu þessara landa og hvernig það hefur þróast er að finna í grein Þórarins G. Péturssonar (2004). Mat á efnahagslegum áhrif- um verðbólgumarkmiðs er jafnframt að finna í grein sama höfundar frá árinu 2005. 2. Gögnin eru ársfjórðungsleg breyting vísitölu neysluverðs (VNV) frá sama ársfjórðungi ársins á undan, nema í þeim löndum sem miða markmið sitt við mælikvarða á undir- liggj andi verðbólgu. Þessi lönd eru Ástralía og Nýja-Sjáland (VNV án vaxtakostnaðar hús næðislána til ársins 1999 í Ástralíu og ársins 2000 í Nýja-Sjálandi, þegar samsetningu vísitölunnar var breytt og vaxtakostnaðurinn tekinn út úr heildarvísitölunni), Bretland (vísitala smásöluverðs án vaxtakostnaðar húsnæðislána fram til 2004 og samræmd vísitala neysluverðs (HICP) eftir það), Noregur (VNV án áhrifa beinna skatta og orkuverðs), Suður-Afríka (vísitala smásöluverðs án vaxtakostnaðar húsnæðislána), Suður-Kórea (VNV án verðs landbúnaðarvöru og olíu), Taíland (VNV án orkuverðs og verðs óunninnar mat vöru) og Tékkland (VNV án verðs sem háð er opinberum ákvörðunum og áhrifa óbeinna skatta og niðurgreiðslna þar til í apríl 2001 og almenn VNV eftir það). Gögnin eru ársfjórðungsleg og ná til annars ársfjórðungs 2005. Nánari umfjöllun um gögnin og þróun verð bólgumarkmiðsins í landasafninu er að finna í Þórarinn G. Pétursson (2004, 2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.