Peningamál - 01.09.2005, Síða 68

Peningamál - 01.09.2005, Síða 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 68 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 styrktist og hinn 19. september var vísitalan skráð 105,52. Vísitala gengisskráningar er sýnd á mynd 1. Vaxtasveiflur Stystu vextir á millibankamarkaði fyrir lán í krónum hafa ávallt sveiflast tiltölulega mikið hér á landi. Stórar sveiflur tengjast oftast lokum bindiskyldutímabils þegar bankar hafa stillt af stöðu sína og verja hana með því að hækka vexti til að forðast viðurlög. Minni sveiflur verða Í lok ágúst og byrjun september bárust af því fréttir að nokkrir erlendir aðilar, þ.m.t. ríkissjóður Austurríkis, hefðu gefið út skuldabréf í íslenskum krónum. Skuldabréfin bera háa vexti á erlendan mælikvarða en eru rétt undir íslenskum skuldabréfavöxtum. Skuldabréfin hafa verið gefin út til 12, 18, 24 eða 36 mánaða. Hér fyrir neðan er leitast við að útskýra ferlið og ávinning útgefendanna af slíkri útgáfu. Erlendur útgefandi gefur út skuldabréf í krónum á vöxtum sem eru aðeins undir vöxtum hér á landi. Þessi bréf eru seld aðilum sem girnast háa vexti og eru tilbúnir til að taka gengisáhættu. Útgefandinn fær íslenskar krónur fyrir skuldabréfin og gerir síðan skiptasamning við umsjónarbanka útboðsins. Með skiptasamningnum eyðir hann gengis- og vaxtaáhættu sinni af íslensku krónunni. Eftir sem áður þarf útgefandi að greiða vexti í þeirri mynt sem hann skiptir í, t.d. Bandaríkjadölum eða evrum. Umsjónarbankinn hefur síðan samband við íslenskan banka og gerir sams konar skiptasamning við hann og eyðir þar með áhættu sinni algjörlega. Íslenski bankinn verðleggur skiptasamninginn með tilliti til þess hvað varnir kosta, þ.e. hvað það kostar að kaupa íslensk skuldabréf á innlenda skuldabréfamarkaðinum, t.d. ríkisbréf á gjalddaga 2007 eða vexti af láni á millibankamarkaði með krónur. Mögulega getur íslenskur banki notað skuldabréf sem hann á í eigin safni til varna og þarf þá ekki að fara inn á innlendan verð bréfa- markað. Hugsanlegt er einnig að erlendur milligöngubanki verji sig beint með því að fara sjálfur inn á markaðinn hér á landi og kaupi íslensk skuldabréf. Ávinningur útgefanda er að hann getur selt hávaxtabréf á lágvaxtatímum, hann tekur þó hvorki gengis- né vaxtaáhættu af íslensku krónunni. Þegar síðan kemur að gjalddaga gengur skipta- samningurinn til baka, hann fær krónur ásamt vaxta mun og notar til að greiða kaupanda skuldabréfsins. Kaupandi skuldabréfsins fær háa vexti en tekur gengisáhættu. Hann þarf að kaupa krónur og afhenda seljanda skuldabréfsins á kaupdegi en á gjalddaga fær hann krónur sem hann þarf að selja. Þessi kaup fara fram á íslenskum gjaldeyrismarkaði og hafa þannig gengisáhrif. Það er lítil skynsemi í því fyrir kaupandann að verja sig gengisáhættunni, því að þá tapast ávinningurinn af háu vöxtunum. Hugsanlegt er ef gengisbreytingar íslensku krónunnar verða eiganda skuldabréfsins mjög óhagstæðar að hann taki sig til og selji krónur framvirkt og losi sig úr áhættunni en þá þarf hann að sætta sig við tapið og vaxtamuninn og hugsanlegan ávinning ef gengisþróun snýst við. Gengi íslensku krónunnar styrkist þegar viðskiptin eiga sér stað í upphafi, þ.e. þegar kaupandi skuldabréfanna aflar sér króna til að greiða fyrir skuldabréfin. Þetta snýst síðan við á gjald- daga skuldabréfsins. Vegna varna eykst eftirspurn á íslensk um verðbréfamarkaði og ávöxtun lækkar. Smæð íslenska verð bréfa- markaðarins takmarkar tækifæri til varna og dregur það smátt og smátt úr ávinningnum af framhaldi viðskipta af þessu tagi. Ramma grein 1 Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.