Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 70

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 70
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 70 Banda ríkjadal og evru. Í reglunum eru fyrirmæli um hvernig reikna skal út gjaldeyrisjöfnuð og er tekið tillit til nústöðu og framtíðarstöðu þegar sá útreikningur er gerður. Bankarnir hafa síðan sett sér strangari innanhússreglur. Í nokkurn tíma voru gjaldeyriseignir og skuldir bankanna nokkurn veginn í jafnvægi. Nokkur atferlisbreyting hefur orðið á þessu ári eins og mynd 3 sýnir. Bankarnir hafa leyft sér í auknum mæli að eiga gnótt af gjaldeyri og þá jafnvel í alllangan tíma en vel innan marka framangreindra reglna. Að hluta til skýrist þetta af því hversu mjög íslenskir bankar hafa vaxið á síðustu árum og þar með af hækkun eigin fjár en að hluta til virðast bankarnir vera farnir að jafna út sveiflur í gengi krónunnar með því að taka sjálfir meiri áhættu. Gjaldeyrisforðinn og lánahreyfingar ríkissjóðs Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur sveiflast nokkuð á árinu vegna lánahreyfinga ríkissjóðs og gengisáhrifa. Um síðustu áramót hætti Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforðann en keyptur hefur verið gjaldeyrir vegna þarfa ríkissjóðs. Gjalddagar lána ríkissjóðs eru nokkrir á ári og því lækkar gjaldeyrisforðinn við og við en byggist síðan upp þegar keypt er. Styrking gengis rýrir verðmæti forðans, mælt í íslenskum krónum, en virði hans í erlendum gjaldmiðli er að mestu óbreytt en þó koma fram áhrif innbyrðis gengisbreytinga milli þeirra erlendu gjaldmiðla sem forðinn er mældur í. Sá gjaldeyrir sem ríkissjóði hlotnaðist við einkavæðingu Símans hf. kom ekki nema að litlum hluta inn í gjaldeyrisforðann því að búið var að gera ráðstafanir til að greiða upp erlend lán fyrir meginhluta þess fjár. Rúm lausafjárstaða ríkissjóðs í íslenskum krónum, m.a. vegna einkavæðingar Símans og meiri tekna en við hafði verið búist, leiddi til þess að fjármálaráðherra ákvað að greiða enn meira niður af erlendum lánum ríkissjóðs en áformað hafði verið. Um er að ræða lán sem falla snemma á næsta ári og var ákveðið að auka kaup á gjaldeyri um 160 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári. Í framhaldi af þeirri ákvörðun kaupir Seðlabankinn daglega 2,5 milljónir Bandaríkjadala frá 12. september til loka ársins í stað vikulegra kaupa á 2,5 milljónum Bandaríkjadala frá byrjun ársins. Gjaldeyrisforðinn er sýndur á mynd 4. Endurhverf viðskipti sveifluðust Endurhverf viðskipti Seðlabankans hafa sveiflast nokkuð á undanförnum mánuðum. Í maí fóru þau lægst í tæplega 16 ma.kr. en stigu skömmu síðar í tæpa 40 ma.kr. Yfir sumarið sveifluðust þau frá 18 ma.kr. upp í 37 ma.kr. og eftir að greiðsla vegna einkavæðingar Símans hafði verið innt af hendi hækkuðu endurhverfu viðskiptin í 62 ma.kr. enda hvarf mikið fé úr hringrás lánakerfisins inn á reikninga Seðlabankans sem varðveitir féð fyrir ríkissjóð uns því verður ráðstafað. Einkavæðing Símans truflaði markaði lítið enda var þannig um hnúta búið að bjóðendur gátu greitt verð í íslenskum krónum, evrum eða Banda- ríkjadölum að eigin vali og þurftu ekki að laga fjármögnunina að fyrirfram ákveðnum kröfum. Há innstæða var á viðskiptareikningum ríkissjóðs í Seðlabankanum í allt sumar, m.a. vegna aukinna tekna ríkis sjóðs. Há sjóðsstaða ríkissjóðs dregur úr lausafé í umferð og vinnur þannig með peningastefnu Seðlabankans. Eftir því sem Gjaldeyrisjöfnuður banka Mynd 3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 19. september 2005 -10 -5 0 5 10 15 20 Ma.kr. 2003 2004 2005 2004 2005 Gjaldeyrisforði Seðlabankans Mynd 4 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. janúar 2004 - 19. september 2005 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Ma.kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.