Peningamál - 01.09.2005, Page 72

Peningamál - 01.09.2005, Page 72
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 72 lækkaði hins vegar stýrivexti sína um 0,25 prósentur hinn 4. ágúst. Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentur hinn 21. júní og eru stýrivextir þar 1,5%. Seðlabanki Noregs hækkaði hins vegar stýrivexti sína um 0,25 prósentur í byrjun júlí. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal lækkaði nokkuð frá miðjum maí og til júlíloka en þá tók evran að hækka á ný en hafði þó ekki náð fyrri hæðum í byrjun september. Kínverski seðlabankinn tilkynnti seint í júlí að hann hygðist hætta fasttengingu renminbis (yuans) við Bandaríkjadal en þess í stað yrði tekin upp tenging við myntkörfu. Strax fyrsta daginn styrktist renminbið gagnvart Bandaríkjadal um 2,1% en flotinu verður stýrt, þ.e. lokagengi hvers dags verður viðmiðun fyrir gengi næsta dags og má gengið fljóta innan 0,3% marka innan dagsins. Mikill þrýstingur hafði verið á Kínastjórn að hefja þessa aðgerð. Skuldabréfaviðskipti voru lífleg Ávöxtun ríkisbréfa sveiflaðist í tveimur bylgjum á tiltölulega þröngu bili frá miðjum maí til ágústloka eins og sjá má á mynd 6. Lánasýsla ríkisins bauð út bréf í flokki RIKB 10 hinn 20. júlí og var tekið tilboðum fyrir 3 ma.kr. Þegar erlendir aðilar hófu útgáfu skuldabréfa í krónum seint í ágúst jókst ásókn í þessa flokka og lækkaði ávöxtun skemmri flokkanna tveggja allskarpt. Íbúðalánasjóður efndi til lokaðs útboðs hinn 19. maí og voru seld íbúðabréf fyrir 10 ma.kr. í HFF44-flokknum. Annað útboð fór fram 8. júlí og var það opið. Bárust tilboð fyrir 23,5 ma.kr. og var tekið tilboðum fyrir 14 ma.kr. en upphaflega hafði verið lýst áhuga fyrir því að taka tilboðum fyrir 7 ma.kr. Tæplega 12 ma.kr. af þessu útboði voru í HFF14-flokknum. Hann er nú orðinn 38 ma.kr. en nokkuð skortir á að hann hafi náð heppilegri stærð. Í sumar var gerður viðskiptavakasamningur sem m.a. nær til þessa flokks. Ávöxtun íbúðabréfa lækkaði frá maí og fram undir miðjan júní þegar hún fór að stíga á ný. Ávöxtun stysta flokksins skar sig nokkuð úr hinum og lækkaði verulega eins og sjá má á mynd 7. Eftir því sem leið á júlí reis ávöxtunin á þessum flokki og náði hinum flokkunum undir lok júlí og síðan hafa flokkarnir fylgst að og lækkað nokkuð á ný. Hlutabréfaverð hækkar stöðugt Frá áramótum til 9. september hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands um rúmlega 41% en þróunina má sjá á mynd 8. Hlutabréf Landsbanka Íslands hafa hækkað mest og hefur gengi þeirra rúmlega tvöfaldast. Hlutabréf FL-Group og Nýherja hafa hækkað um u.þ.b. 75% og hlutabréf Bakkavarar og Straums Fjárfestingarbanka um tæplega 62%. Tvö félög voru skráð í Kauphöllinni í sumar, færeyska félagið Atlantic Petrolium og Mosaic Fashions hf. Skráning færeyska félagsins markar ákveðin tímamót í starfsemi Kauphallarinnar þar sem innlendum aðilum gefst nú kostur á að kaupa erlend hlutabréf á heimamarkaði. % Ávöxtun ríkisbréfa Mynd 6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. mars - 19. september 2005 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 m a m j j á s RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 RIKB 07 0209 % HFF 1509 14 HFF 1502 24 HFF 1504 34 HFF 1506 44 Ávöxtun íbúðabréfa Mynd 7 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. janúar - 19. september 2005 j f m a m j j á s 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 3,7 3,8 Úrvalsvísitala hlutabréfa Mynd 8 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur 4. janúar - 19. september 2005 j f m a m j j á s 3.200 3.400 3.600 3.800 4.000 4.200 4.400 4.600 4.800
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.