Peningamál - 01.09.2005, Side 77

Peningamál - 01.09.2005, Side 77
Inngangur Í handbók um greiðslujöfnuð sem er gefin út af Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum má finna eftirfarandi skilgreiningu á gjaldeyrisforða: „Gjaldeyrisforði samanstendur af erlendum eignum sem eru undir stjórn yfirvalda peningamála og teljast aðgengilegar í þeim tilgangi að fjármagna beint greiðsluhalla við útlönd eða óbeint með inngripum á gjaldeyrismarkaði til þess að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla og/eða til annarra þarfa.“ Til gjaldeyrisforða teljast gulleign, erlendur gjaldeyrir og aðrar markaðs hæfar eignir í erlendri mynt. Í flestum tilfellum eru það seðlabankar sem varðveita og ávaxta gjaldeyrisforða og þannig er því háttað hér á landi. Í gjaldeyrisforða ríkja heimsins er Bandaríkjadalur langfyrir ferðarmestur og skv. ársskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir árið 2004 var hlutfall hans um 66% í lok þess árs. Flest ríki heims halda gjaldeyrisforða. Ástæður forðahaldsins geta þó verið mismunandi og engin ein aðferð er ráðandi við ákvörð- un viðmiða fyrir stærð gjaldeyrisforða. Í árslok 2004 er talið að seðla- bankar hafi átt jafnvirði um 3,8 þúsunda milljarða Bandaríkjadala í gjaldeyrisforða og fer sú fjárhæð sífellt hækkandi (Rozanov (2005)). Ýmis nýmarkaðsríki í Asíu hafa aukið gjaldeyrisforða sinn gífurlega á undanförnum árum og virðist ekkert lát vera á. Meðal iðnríkjanna hefur ekki verið um að ræða almenna aukningu þótt á því séu undan- tekningar. Almennt eru ekki fyrir hendi skilgreind markmið hjá ríkjum um lágmarks-, hámarks- eða æskilega stærð gjaldeyrisforða. Í megin- atriðum hafa þó hugmyndir um stærð forða í gegnum tíðina verið af þrennum toga. Fram undir miðja síðustu öld voru ríkjandi þau sjónarmið að stærð forða tengdist peningamagni í umferð. Það var á þeim tíma þegar gullfótur var við lýði, svipað og nú tíðkast meðal ríkja sem búa við myntráð. Um miðja síðustu öld var farið að tengja viðmiðanir um stærð gjaldeyrisforða við umfang milliríkjaviðskipta og voru slíkar mælingar þróaðar fram á níunda áratuginn. Ráðandi sjónarmið var að forðinn dygði til að bregðast við sveiflum í viðskiptajöfnuði enda var genginu haldið föstu (Bretton-Woods- Haukur C. Benediktsson og Sturla Pálsson1 Gjaldeyrisforði seðlabanka Gjaldeyrisforði seðlabanka heimsins hefur vaxið umtalsvert á undanförnum árum. Í þessari grein verður greint frá helstu ástæðum ríkja fyrir forðahaldi. Engin ein ástæða virðist ráðandi fyrir forðahaldi og ekkert eitt viðmið er haft í huga þegar ákveða á æskilega stærð gjaldeyrisforðans. Hér á landi hefur svokölluð þriggja mánaða vöruinnflutningsregla verið höfð til hliðsjónar við ákvörðun á lágmarksstærð forðans, en það viðmið hefur þó ekki verið einhlítt. Þrátt fyrir að gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands hafi stækkað mikið á síðustu þremur árum er hann langt frá því að vera stór í hlutfalli við ýmsar algengar viðmiðunarstærðir. 1. Haukur er sérfræðingur á alþjóðasviði Seðlabanka Íslands og lektor við viðskipta- og hag fræðideild Háskóla Íslands. Sturla er staðgengill framkvæmdastjóra á alþjóðasviði Seðlabanka Íslands. Höfundar vilja þakka Jakobi Gunnarssyni, Jóni Þ. Sigurgeirssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundanna og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.