Peningamál - 01.09.2005, Side 87

Peningamál - 01.09.2005, Side 87
ÁLIT SENDINEFNDAR ALÞJÓÐAGJALDEYRISS JÓÐSINS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 87 8. Þrátt fyrir að fjármál hins opinbera séu í sérstaklega góðu horfi þegar litið er til lengri tíma ætti að efla langtímaáætlanagerð í ríkis fjármálum. Upptaka útgjaldamarkmiða til nokkurra ára var skref í rétta átt en meira er hægt að gera. Æskilegt væri að skil- greina útgjaldamarkmið í nafnfjárhæðum fyrir hið opinbera í heild til nokkurra ára. Auk þess ætti að efla samvinnu í fjármálum ríkissjóðs og sveitarfélaga til þess að koma í veg fyrir frávik frá markmiðum. Hraðari samruni sveitarfélaga ætti að auðvelda slíka samvinnu. Útgjaldaviðmið til nokkurra ára ætti að byggja á fast- mótuðum reglum sem tryggðu bæði langtímamarkmið stjórn valda um skuldastöðu hins opinbera og sveiflujöfnun í ríkis fjár málum. Þetta myndi hjálpa til við að tryggja kerfisbundna sam hæfingu peninga- og ríkisfjármálastefnu sem er nauðsynleg til að ná bæði öflugum og stöðugum hagvexti. Peningamál 9. Peningastefnan hefur með viðeigandi hætti brugðist við vaxandi eftirspurn og verðbólguþrýstingi. Hækkandi fasteignaverð hefur kynt verulega undir verðbólgu. Það endurspeglar hins vegar al menna ofþenslu í hagkerfinu og þess vegna hafa viðbrögð pen ingastefnunnar verið viðeigandi. Þótt tímabundnir þættir hafi nýlega dregið úr hækkun vísitölu neysluverðs á peningastefnan enn að beinast að undirliggjandi eftirspurnarþrýstingi sem er aðal- orsök þrálátrar verðbólgu. Líklegt virðist að aðilar hins almenna vinnumarkaðar muni bregðast við af ábyrgð eins og þeir hafa jafn an gert þegar metið verður í nóvember hvort endurskoða þurfi gildandi kjarasamninga. Engu að síður verður Seðlabankinn að fylgjast grannt með viðræðum og meta hugsanlegar afleiðingar fyrir kaupgjald og verðlag. Framvindan á fasteignalánamarkaði, sem leitt hefur til lægri fjármagnskostnaðar heimilanna af lang- tímalánum á sama tíma og Seðlabankinn hefur hækkað skamm- tímavexti, hefur valdið því að erfiðara er en ella að halda verð- bólgu við markmiðið. Seðlabankinn þarf að vera reiðubúinn að bregð ast við breytingum í efnahagsaðstæðum. Um leið þarf hann að hafa í huga að þurfi hann að reiða sig um of á miðlun peningastefnunn ar í gegnum gengi krónunnar kann það að auka ójafnvægi og gera endanlega aðlögun skarpari en ella. 10. Vegna smæðar hagkerfisins er mun erfiðara að halda verðbólgu stöð ugri við markmiðið en í stærri verðbólgumarkmiðslöndum. Ein leið sem gæti stuðlað að stöðugri verðbólgu með því að festa væntingar betur í sessi væri að taka upp fyrirfram ákveðna og tilkynnta peningastefnufundi sem lyki með opinberri tilkynningu um ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans um vexti. Enda þótt ársfjórðungsritið Peningamál hafi orðið mjög skýr, gagnsæ og virk leið til þess að koma boðum Seðlabankans á framfæri mætti styrkja þau frekar. Festa mætti væntingar betur í sessi með því að birta fráviksspá um verðbólgu sem fæli í sér vaxtaferil sem nauðsynlegur yrði til þess að verðbólgumarkmiðinu yrði náð á grundvelli mats Seðlabankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Spár sem sýna að verðbólgumarkmiðinu verði ekki náð er auðvelt að mistúlka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.