Peningamál - 01.09.2005, Side 94
ANNÁLL EFNAHAGS-
OG PENINGAMÁLA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
94
bindingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Einkunnirnar gilda
bæði fyrir erlendar og innlendar skuldbinding ar. Horfur eru áfram
stöðugar.
Ágúst 2005
Hinn 3. ágúst staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings
óbreyttar lánshæfiseinkunnir fyrir Landsbanka Íslands hf., A fyrir
langtímaskuldbindingar, F1 fyrir skammtímaskuldbindingar, C í eigin
einkunn og 2 í stuðningseinkunn. Horfur um breyt ingar á matinu eru
stöðugar.
Hinn 4. ágúst staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings
lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar
í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krón um
og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfur eru
áfram stöðugar.
Hinn 5. ágúst var 98,8% hlutur ríkisins í Landssíma Íslands hf. seldur
Skipti ehf. Að Skipti ehf. standa átta aðilar, Exista ehf. með 45% hlut,
Kaupþing banki með 30%, Lífeyrissjóður verslunar manna með 8,25%,
Gildi-lífeyrissjóður með 8,25%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn með
2,25%, Samvinnulífeyrissjóðurinn með 2,25%, MP fjárfestingarbanki
með 2% og Imis ehf. með 2%. Greiðslu kaup verðsins, 66,7
ma.kr. skyldi miða við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27.
júlí 2005. Kaupverðið skiptist í eftirfarandi gjaldmiðla: íslensk ar
krónur: 34.505.550.000, evrur: 310.000.000 og Bandaríkjadali:
125.000.000. Nýjum eigendum er skylt að uppfylla skilyrði ríkisins er
fram koma í söluskilmálum. Þannig má enginn einn einstakur aðili,
skyldir eða tengdir aðilar, eignast stærri hlut í Símanum en 45%
fram að skráningu félagsins á Aðallista í Kauphöll, og ekki minna
en 30% af heildarhlutafé félagsins verður af hálfu kaupanda, að
bjóða almenningi og öðrum fjárfestum til kaups í síðasta lagi fyrir
árslok 2007. Fyrir sama tíma skal félagið skráð á Aðallista Kaup-
hallarinnar. Eftir þessi viðskipti hefur ríkið dregið sig að öllu leyti út úr
samkeppnisrekstri á fjarskiptamarkaði.
Hinn 12. ágúst staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor
Service óbreyttar lánshæfis einkunnir fyrir Landsbanka Íslands hf., A2
fyrir langtímaskuldbindingar, P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar og
C fyrir fjárhagslegan styrkleika. Horfur um breytingar á matinu eru
stöðugar.
Hinn 17. ágúst var umsókn Lánasjóðs sveitar félaga um starfsleyfi sem
lánafyrirtæki samþykkt af Fjármálaeftirlitinu.
September 2005
Hinn 6. september barst ríkissjóði greiðsla fyrir hlut hans í Landssíma
Íslands hf. frá Skipti ehf. að fjárhæð 66,7 ma.kr. Þeim 32,2 ma.kr. sem
greiddir voru í erlendri mynt verður varið til að greiða niður erlendar
skuldir ríkissjóðs. Afgangur söluandvirðisins verður að mestu lagður inn
á reikning í Seðlabankanum og verður til ráðstöfunar á árunum 2007-
2010. Þeim hluta greiðslunnar sem greiddur verður í íslenskri mynt
mun verða varið á eftirfarandi hátt: 15 ma.kr. verður varið á árunum