Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 10

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 10 Hægir á vexti í Bandaríkjunum en kjarnaverðbólga á uppleið Það sem af er árinu hefur dregið jöfnum skrefum úr væntingum um hagvöxt í Bandaríkjunum á næsta ári (sjá mynd II-3) samfara því að verðbólga hefur aukist töluvert á árinu. Tölur um landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum benda eindregið til þess að verulega hafi hægt á efnahagslífinu á síðustu mánuðum. Vöxtur lands- framleiðslunnar milli fyrsta og annars ársfjórðungs var aðeins um 2,6% á árskvarða en var 5,6% ársfjórðunginn á undan. Þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr vextinum jókst landsframleiðsla um 3,5% á öðrum árs- fjórðungi frá sama tíma árið 2005 en hafði aukist um tæplega 2,8% á sama tímabili í fyrra. Helsta ástæða minni hagvaxtar á öðrum ársfjórð- ungi en á fjórðunginum á undan er minni einkaneysla, sem einkum stafar af minni kaupum á varanlegri neysluvöru. Jafnframt hefur dregið úr hækkun fasteignaverðs og íbúðarfjárfesting dregist saman, sem um langt skeið hefur verið einn helsti drifkraftur hagvaxtar. Líklegt er talið að lækkun fasteignaverðs muni draga enn frekar úr vexti einkaneyslu þegar fram í sækir. Lækkun olíuverðs að undanförnu gæti hins vegar vegið á móti auk þess sem hún stuðlar að hjöðnun verðbólgu, en hún jókst í byrjun sumars og hélst yfir 4% þar til í ágúst. Kjarnaverðbólga hefur jafnframt aukist töluvert frá áramótum (sjá mynd II-4). Áfram töluverður vöxtur á evrusvæðinu og undirliggjandi verðbólga lág Hagvöxtur á evrusvæðinu, sem er langstærsta markaðssvæði Íslands, var 2,6% á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama fjórðung árið á undan. Hefur hagvöxtur á svæðinu ekki verið meiri síðan í upphafi árs 2001. Þetta er töluvert meiri vöxtur en á fyrsta ársfjórðungi og ríflega tvöfalt meiri vöxtur en á sama tíma í fyrra. Vöxtur einka neyslu og sam- neyslu dróst lítillega saman á öðrum ársfjórðungi en vaxtarbroddurinn var stóraukin fjármunamyndun, sem jókst um 4,6% milli ára. Talsvert hefur dregið úr verðbólgu á evrusvæðinu frá því í júlí. Kjarnaverðbólga hefur haldist nálægt 1½% frá því í sumar, eftir nokkra hjöðnun á vormánuðum. Hækkun olíu- og raforkuverðs hefur enn sem komið er ekki ýtt undir almennar launa- og verðlagshækkanir í evrulöndunum í sama mæli og Bandaríkjunum, enda slaki í efnahags- lífinu meiri og gengi evrunnar sterkt. Evrópski seðlabankinn hefur smám saman dregið úr slaka peningastefnunnar og hækkað stýrivexti alls fjórum sinnum á árinu, síðast um 0,25 prósentur í byrjun október. Þótt kjarnaverðbólga hafi mælst aðeins 1,7% í september eru taldar líkur á því að bankinn hækki vexti aftur áður en árið er liðið. Aukinn hagvöxtur í Bretlandi og horfur stöðugar á Norðurlöndunum Á öðrum fjórðungi ársins var hagvöxtur í Bretlandi heldur meiri en á hinum fyrsta, eða 2,6%. Vöxtur milli ársfjórðunga var hinn mesti um tveggja ára skeið. Vöxturinn var mestur í þjónustugeiranum en tals- vert dró úr framlagi framleiðslugeirans. Einkaneysla jókst talsvert milli ársfjórðunga þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist um ½ prósentu frá áramótum. Andstætt við þróunina í Bandaríkjunum bendir flest til þess að fasteignaverð sé enn á uppleið í Bretlandi eftir lítils háttar kólnun markaðarins yfir sumarmánuðina. Fasteignaverð hækkaði um rúmlega Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir 2007 á helstu viðskiptasvæðum Tímaás sýnir mánuðinn sem spáin er gerð í % EMU Bretland Þýskaland Bandaríkin Japan 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 sep.ág.júlíjúnímaíapr.marsfeb.jan. 1. Verðbólgutala fyrir evrusvæðið í september er bráðabirgðamat. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-4 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu janúar 2001 - ágúst 20061 Verðbólga með og án orkuverðs % Bandaríkin Verðbólga á evrusvæðinu Evrusvæði verðbólga að undanskildum orkukostnaði Verðbólga í Bandaríkjunum Bandaríkin verðbólga að undanskildum orkukostnaði 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 20052004200320022001 % evrusvæði 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.