Peningamál - 01.11.2006, Síða 15

Peningamál - 01.11.2006, Síða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 15 III Fjármálaleg skilyrði Raunstýrivextir hafa hækkað frá því í sumar sem endurspeglar bæði hækkun stýrivaxta og lækkun verðbólguvæntinga. Aðhald peninga- stefnunnar hefur því aukist. Framvirkir vextir og spár greiningar- deilda gefa til kynna að markaðsaðilar og greiningaraðilar vænti þess almennt að stýrivextir hafi náð hámarki og við taki tiltölulega hröð lækkun vaxta. Skammtímavaxtamunur við útlönd hefur haldið áfram að aukast en langtímavaxtamunur mældur út frá fimm ára ríkisskulda- bréfum hefur minnkað á ný og er nú svipaður og í upphafi árs. Útgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum hefur aukist á nýjan leik og má greina áhrif hennar bæði á skuldabréfamarkaði og í gengi krón- unnar. Skuldir heimilanna hafa haldið áfram að aukast og lækkun á gengi krónunnar virðist hafa orðið til þess að lántaka þeirra í erlendum gjaldmiðli hafi aukist það sem af er ári. Dregið hefur úr útlánavexti til fyrirtækja. Vöxtur peningamagns í umferð er enn mikill en dregið hefur úr honum, en hafa verður þó í huga að miklar sveiflur eru á milli mánaða. Aðhald peningastefnunnar hefur aukist Frá útgáfu síðustu Peningamála hafa stýrivextir verið hækkaðir um 1,75 prósentur. Á sama tíma hafa raunstýrivextir miðað við verð - bólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. fimm ára hækkað um rúmlega 4 pró sent. Aðhald peningastefnunnar hefur einnig aukist ef raunvextir eru reikn- aðir miðað við liðna verðbólgu eða verðbólguvæntingar almennings og fyrirtækja. Ólíkt því sem gerðist fyrstu sex mánuði þessa árs, þegar skammtímaraunvextir hækkuðu lítið þrátt fyrir kröftuga hækkun stýri- vaxta, hafa aðgerðir í peningamálum að þessu leyti skilað töluverðum árangri. Markaðs- og greiningaraðilar vænta þess að stýrivextir fari hratt lækkandi Þrátt fyrir umtalsverða hækkun stýrivaxta frá því í sumar hefur ávöxt- unarkrafa óverðtryggðra langtímaskuldabréfa ríkisins lækkað um 1,2-1,3 prósent að meðaltali í október samanborið við júnímánuð. Í meginatriðum endurspeglar lækkunin væntingar um að stýrivextir Seðlabankans lækki fljótlega. Það má m.a. sjá í spám greiningaraðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum en þeir gera flestir ráð fyrir því að stýrivextir hafi náð hámarki. Eins og fjallað er um í rammagrein VIII-1 gera þeir að meðaltali ráð fyrir því að stýrivextir verði komnir í tæplega 11% á sama tíma að ári og um 9,5% eftir tvö ár. Við útgáfu síðustu Peningamála náði spá þessara sömu aðila fram á sumar 2008. Þá spáðu þeir tæplega 9% stýrivöxtum við lok tímabilsins sem er svipað og þeir spá nú að meðaltali. Greiningaraðilum ber þó ekki alveg saman um líklega þróun stýrivaxta á næstu tveimur árum. Spár greiningardeilda stóru við- skiptabankanna þriggja eru reyndar nokkuð svipaðar fram á mitt ár 2008. Ein greiningardeildanna telur hins vegar að um mitt ár 2008 verði stýrivextir hækkaðir á ný, enda gerir hún, ólíkt hinum, ráð fyrir að ný bylgja stóriðjufjárfestingar sé framundan. Fjórði greiningarað- ilinn spáir hins vegar að stýrivextir hækki um 0,5 prósentur við útgáfu Mynd III-1 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 31. október 2006 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 200620052004200320022001200019991998 RIKB 10 0317 RIKB 08 0613 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-2 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa og stýrivextir Seðlabanka Íslands Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 31. október 2006 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 20062005200420032002 RIKB 07 0209Stýrivextir SÍ RIKB 13 0517 Glitnir Landsbanki Heimildir: Glitnir, KB banki, Landsbanki Íslands. % Mynd III-3 Nýjustu stýrivaxtaspár þriggja stærstu viðskiptabankanna Mánaðarmeðaltöl KB banki 1 3 5 7 9 11 13 15 2010200920082007‘06
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.