Peningamál - 01.11.2006, Side 23

Peningamál - 01.11.2006, Side 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 23 Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar var vöxtur at- vinnu vegafjárfestingar 48½% á fyrsta ársfjórðungi og tæp 6% á öðr- um fjórðungi miðað við sömu fjórðunga á síðasta ári. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að fjárfesting atvinnuvega standi nánast í stað á seinni hluta ársins og að vöxturinn verði tæp 8% í ár. Fjárfesting dregst meira saman á næsta ári í grunnspánni eða um tæp 40%. Spáð er minni samdrætti árið 2008 en í júlí sökum minna peningalegs aðhalds í grunnspánni, en fráviksspár gera ráð fyrir meiri samdrætti enda stýri- vextir hærri. Fjárfesting í stóriðju og orkuverum í hámarki í ár Fjárfesting í stóriðju og orkuverum nemur tæpum helmingi at vinnu- vegafjárfestingar í ár og í fyrra. Hún náði hámarki í ár en gert er ráð fyrir að hún nemi um 110 ma.kr., sem er lækkun um tæpa 4 ma.kr. frá júlíspánni. Í lok þessa árs verður um 80% yfirstandandi stóriðjufram- kvæmda lokið. Á næsta ári er áætlað að fjárfesting í ál- og orkuverum nemi um 42,5 ma.kr. og aðeins um 13 ma.kr. árið 2008. Mikill vöxtur atvinnuvegafjárfestingar gefur til kynna að stóriðjufjárfestingin hafi ekki rutt annarri fjárfestingu til hliðar svo að neinu nemi. Þensluáhrifin eru að því leyti sterkari en áætlað var. Aukin fjárfesting í verslunarmiðstöðvum og stórmörkuðum Stefnt er að verulegum framkvæmdum við uppbyggingu nýrra versl- unarmiðstöðva og stórmarkaða á næstu misserum víðs vegar um land- ið. Erfitt er að meta umsvif þessara framkvæmda en ljóst er að árleg fjárfesting getur numið a.m.k. einum tug milljarða króna næstu árin. Fjárfesting vegna ráðstefnu- og tónlistarhúss og tengdra bygginga við hafnarbakkann í miðbæ Reykjavíkur er einnig áætluð um tug ma.kr. á ári næstu fjögur árin. Væntingar fyrirtækja glæðast á ný Samkvæmt könnun Gallup á viðhorfum forsvarsmanna stærstu fyrir- tækja á Íslandi, sem gerð var í september, eru stjórnendur almennt jákvæðari og bjartsýnni á aðstæður í efnahagslífinu en í síðustu könn- un. Enn fleiri telja nú að aðstæður í efnahagslífinu verði betri á næstu misserum. Bjartsýni þeirra birtist í auknum fjárfestingarvilja miðað við maíkönnunina, einkum í byggingastarfsemi, orkuverum, samgöngum og flutningum. Meirihluti stjórnenda telur sig skorta starfsfólk sem eru sömu niðurstöður og fengust í síðustu könnun enda er mikil þensla á vinnu markaði og atvinnuleysi í sögulegu lágmarki. Stjórnendur telja í auknum mæli að fjöldi starfsmanna muni standa í stað á næstu sex mánuðum. Forsvarsmenn fyrirtækja eru töluvert bjartsýnni um þróun innlendrar eftirspurnar og telja nú fleiri að hún muni aukast á næstu sex mánuðum. Hins vegar eru fyrirtæki sem selja vörur á erlendum mark- aði frekar svartsýnni um þróun erlendrar eftirspurnar enda hefur gengi krónunnar tekið að styrkjast á nýjan leik á undanförnum mánuðum. Í ljósi þess hve laun hafa hækkað mikið á síðasta ári er athyglis- vert að mikill meirihluti stjórnenda telur að meðallaun eigi eftir að hækka á næstu sex mánuðum og er um að ræða töluverða aukningu frá því í síðustu könnun. 1. Fyrir árið 2006 er sýndur vöxtur innflutnings fjárfestingarvara fyrstu átta mánuði ársins og vöxtur fjármunamyndunar fyrstu þrjá ársfjórðunga skv. grunnspá. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings fjárfestingarvöru 1998-2005 og 1.-3. ársfj. 20061 Fjármunamyndun alls Fjármunamyndun atvinnuvega Innflutningur fjárfestingarvöru -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Heimild: Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar 2006-2008 Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum -45 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 200820072006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.