Peningamál - 01.11.2006, Side 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
33
benda tölur þjóðskrár til þess að nú komi hluti þeirra með alla fjöl-
skylduna strax, ólíkt því sem algengast var áður þegar fyrirvinnan
kom fyrst og fjölskyldan seinna.4 Því má vænta að erlendir starfs-
menn ílengist hér á landi í meira mæli, jafnvel þó að verulega dragi
úr eftirspurn. Í efnahagslægðinni árin 2001-2003 stóð fjöldi starfandi
erlendra ríkis borgara í stað.
Enn vilja um 40% fyrirtækja fjölga starfsmönnum
Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem gerð
var í september sýna að færri fyrirtæki hugðust fjölga starfsmönnum á
næstu mánuðum en þegar spurt var í maí og að fleiri vilja halda fjölda
starfsmanna óbreyttum.5 Enn vilja þó tæplega 40% fyrirtækja fjölga
starfsmönnum. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfall fyrirtækja sem vilja
fjölga starfsmönnum nær óbreytt, en færri fyrirtæki á landsbyggðinni
vilja fjölga starfsmönnum.
Mest breyting hefur orðið á afstöðu fyrirtækja í bygginga- og
veitustarfsemi. Í september vildi aðeins um fjórðungur fyrirtækja fjölga
starfsmönnum en rúmlega 56% í maí. Jafnframt vilja 16% fyrirtækja
í byggingariðnaði fækka starfsmönnum nú en aðeins 4% í maí. Vilji
til að fjölga starfsmönnum meðal fyrirtækja í iðnaði var töluvert minni
í september en í maí. Helmingur fyrirtækja í verslun vildi hins vegar
fjölga starfsmönnun en aðeins tæplega fjórðungur í maí.
Launahækkanir meiri en þegar mest varð árið 2002
Í kjölfar samkomulags Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka
atvinnulífsins (SA) vegna endurskoðunar kjarasamninga sem tók gildi
1. júlí hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3,9% milli árs-
fjórðunga á þriðja fjórðungi ársins. Árshækkun launavísitölu fyrir allan
vinnumarkaðinn var 10,8% í september, sem er meiri hækkun en
þegar launabólga varð mest árið 2002. Vegna mikilla launabreytinga
jókst kaupmáttur meira á þriðja fjórðungi þessa árs en á fjórðungnum
á undan, þrátt fyrir að verðbólga ykist úr 7% í 8,2%.
Samkomulag ASÍ og SA hefur haft í för með sér töluvert meiri
launabreytingar en spáð var í upphafi árs án þess að framleiðni hafi
aukist á móti. Nú er gert ráð fyrir að launakostnaður á framleidda ein-
ingu aukist um 8,2% milli ára. Þetta er nokkru minni hækkun en gert
var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans og kemur tvennt til: Í fyrsta
lagi er nú tekið tillit til nýrra upplýsinga um meiri fjölgun erlendra
starfsmanna en hingað til hefur verið gert ráð fyrir og launaskrið því
minna. Í öðru lagi hafa launabreytingar frá júlí og fram til september
verið minni en gert var ráð fyrir. Í ljósi þessa hafa áætlanir bankans
um hækkun launakostnaðar á framleidda einingu á þessu ári verið
lækkaðar. Í ljósi mikillar spennu á vinnumarkaði er áfram gert ráð fyrir
nokkru launaskriði vegna samninganna frá því í júlí en að það komi
síðar fram. Á næsta ári er búist við heldur minni vexti launakostnaðar
á framleidda einingu en gert var í júlí, eða 7,7%. Árið 2008 er hins
vegar reiknað með sama vexti og síðast.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-7
Launavísitala og kaupmáttur launa
2000 - september 2006
Breyting frá fyrra ári (%)
Launavísitala
Kaupmáttur launa
-2
0
2
4
6
8
10
12
2006200520042003200220012000
4. Svipuð þróun hefur átt sér stað annars staðar á Norðurlöndunum undanfarið. Sjá t.d. ,,The
Nordic Labour Market Two Years after the EU Enlargement”. TemaNord 2006:558.
5. Könnunin var gerð af Gallup í september sl. fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið
og Samtök atvinnulífsins.
1. Áætlun fyrir árið 2005. Spá Seðlabankans 2006-2008.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-8
Launakostnaður á framleidda einingu
1999-20081
Breyting frá fyrra ári (%)
0
2
4
6
8
10
2008200720062005200420032002200120001999
Peningamál 2006/3
Peningamál 2006/2
Peningamál 2006/1