Peningamál - 01.11.2006, Side 35

Peningamál - 01.11.2006, Side 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 35 VII Ytri jöfnuður Í síðustu Peningamálum spáði Seðlabankinn að viðskiptahallinn á þessu ári myndi hjaðna frá fyrra ári. Það mun ekki ganga eftir. Nú stefnir í að hallinn í ár verði mun meiri, eða ríflega fimmtungur af landsframleiðslu. Hugsanlegt er að þetta sé vísbending um að vöxtur eftirspurnar hafi verið vanmetinn, eða að innflutningur fjárfestingar- vöru í tengslum við stóriðjuframkvæmdir sé öðruvísi tímasettur en reiknað var með. Innflutningur vöru og þjónustu á fyrri hluta ársins var u.þ.b. í takt við spár en útflutningur nokkru minni. Vöruinnflutningur á þriðja fjórðungi ársins var mjög mikill og gæti bent til meiri vaxtar innflutnings en reiknað var með. Enn eykst viðskiptahallinn Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam halli á viðskiptum við útlönd rúmlega 65 ma.kr. Versnaði viðskiptajöfnuðurinn um 7,2 ma.kr. milli ársfjórðunga. Halli var á öllum helstu þáttum viðskipta við útlönd og meiri en á fyrsta ársfjórðungi (sjá mynd VII-1). Stærstur hluti aukn- ingar viðskiptahallans, eða u.þ.b. 4/5 hlutar hans skýrist af meiri fjármunamyndun, en þáttur einkaneyslu var þó öllu meiri á öðrum fjórðungi. Viðskiptahallann á fyrstu sex mánuðum ársins má að stærstum hluta rekja til vöru- og þjónustuviðskipta. Halli á jöfnuði þáttatekna var þó helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Vaxtagjöld jukust um ríflega 10 ma.kr. á milli fyrsta og annars ársfjórðungs sem er um 42% aukning. Erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust hins vegar um ríflega 15% á sama tímabili og því ljóst að aukin vaxtagjöld má að miklu leyti rekja til breytinga á gengi krónunnar og lakari lánskjara. Halli á vöruviðskiptum fyrstu átta mánuði ársins nam alls tæplega 95 ma.kr. en var ríflega 63 ma.kr. á sama tímabili í fyrra mælt á föstu gengi. Líkt og við síðustu útgáfu Peningamála er vöruskiptahallinn drifinn áfram af miklum vexti innflutnings. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands hefur magn innflutnings aukist um tæp 12% milli ára en heildarverðmæti um tæplega 30%. Á sama tíma hefur magn útflutnings dregist saman um 6% en útflutningsverðmæti aukist um rúm 15%. Sem fyrr er hlutur fjárfestingar- og rekstrarvöru sem teng- ist stóriðjuframkvæmdum mikill í heildarinnflutningi en framkvæmdir hafa nú náð hámarki og því búist við að stórlega dragi úr þessum þætti innflutnings á næstu mánuðum. Lítið hefur hins vegar dregið úr innflutningi neysluvara það sem af er ári og er bílainnflutningur til að mynda enn líflegur þrátt fyrir að hann hafi verið heldur minni und- anfarna mánuði en fyrir ári. Halli á þjónustuviðskiptum við útlönd nam 31 ma.kr. á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Tekjur af erlendum ferðamönnum voru um 10½ ma.kr. fyrstu sex mánuði ársins en útgjöld íslenskra ferðalanga í útlöndum námu hins vegar ríflega 35 ma.kr. Erlendar skuldir þjóðarbúsins halda áfram að aukast Aukinn viðskiptahalli og frekari veiking krónunnar frá því á fyrsta árs fjórðungi skiluðu sér í versnandi stöðu þjóðarbúsins gagnvart Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2006 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 20062005200420032002200120001999 Þáttatekjujöfnuður Þjónustujöfnuður Vöruskiptajöfnuður Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VII-2 Ársfjórðungslegur viðskiptajöfnuður 1. ársfj. 1997 - 2. ársfj. 2006 % af VLF Sem hlutfall af VLF (v. ás) Sem hlutfall af útflutningi vöru og þjónustu (h. ás) % af útflutningi -27 -24 -21 -18 -15 -12 -9 -6 -3 0 3 6 -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.