Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 42 Eftirfarandi tafl a sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerðar voru um miðjan október sl. Að venju voru þátttakendur í könnuninni greiningardeildir Glitnis hf., KB banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Auk þeirra upplýsinga sem fram koma í meðfylgjandi töfl u var spurt nánar um stýrivaxtaferil Seðlabankans þ.e. hvenær og við hvaða gildi hámarki og lágmarki stýrivaxta yrði náð innan spá- tímabilsins og hver yrði næsta ákvörðun stýrivaxta nú við útgáfu Peningamála. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í júní sl. eru að þeir gera nú ráð fyrir eilitlu minni hagvexti á spátímabilinu, töluvert minni verðbólgu, lægri stýrivöxtum og hærra gengi krónunnar á næsta ári. Sérfræðingarnir spá að þessu sinni einnig fyrir um árið 2008. Sérfræðingar spá mun minni verðbólgu á næsta ári Sérfræðingarnir spá því að verðbólga milli ársmeðaltala 2005 og 2006 verði tæp 7%, sem er aðeins minna en þeir spáðu í júní. Það er u.þ.b. sama verðbólga og í grunnspá Seðlabankans, sem byggist á væntingum sérfræðinganna um stýrivaxtaþróun næstu ára. Svar- endur búast að meðaltali við rúmlega 3% verðbólgu árið 2007 en samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður verðbólga nokkru meiri, eða 4½%. Sérfræðingarnir spá einnig eilitlu minni verðbólgu milli ársmeðaltala 2007 og 2008 en Seðlabankinn, eða 3½%. Það er hins vegar meiri verðbólga en spá með peningastefnuviðbrögðum gefur. Samkvæmt henni verður ársverðbólga 2008 nálægt 2,5% markmiði bankans. Ein helsta breyting frá síðustu könnun í júní er sú að svarendur reikna að meðaltali með því að Seðlabankinn muni hafa náð verð- bólgumarkmiðinu að ári liðnu. Einn svarenda telur reyndar að nánast engin verðbólga verði eftir eitt ár. Hafa verður í huga við samanburð við fyrri verðbólguspár að í spánum nú er tekið tillit til fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar til að lækka matvöruverð. Horfur á eilitlu minni hagvexti á spátímabilinu Sérfræðingarnir spá aðeins minni hagvexti á þessu og næsta ári en í síðustu könnun. Að meðaltali reikna þeir með 4% hagvexti í ár og tæplega 1% á næsta ári. Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir heldur meiri hagvexti á næsta ári eða um 1½%. Sérfræðing- arnir eru sammála um að verulega muni draga úr umsvifum í þjóð- arbúskapnum á næsta ári og einn svarenda telur að það verði sam- dráttur. Þeir eru einnig sammála um að hagkerfi ð taki aftur við sér á árinu 2008 en þó mismikið. Að meðaltali spá þeir rúmlega 3½% hagvexti á árinu 2008 en einn svarenda býst við 6% hagvexti vegna áframhaldandi stóriðjuframkvæmda. Til samanburðar gerir grunnspá Seðlabankans ráð fyrir tæplega 3% hagvexti árið 2008. Samkvæmt fráviksspá bankans með peningastefnuviðbrögðum verður hins veg- ar tæplega 2% samdráttur á því ári. Gengi krónunnar í jafnvægi á spátímabilinu Að undanförnu hefur gengi krónunnar styrkst á nýjan leik og spá sér- fræðingarnir hærra gengi krónunnar á næsta ári en í síðustu könnun. Þeir spá 125 stiga gengisvísitölu hvort sem litið er eitt eða tvö ár fram í tímann. Meirihluti svarenda er sammála því að gengisvísitalan sveifl ist á bilinu 122-130 á spátímabilinu en einn svarenda telur að gengi krónunnar verði ívið hærra. Sérfræðingar spá því að stýrivextir hafi náð hámarki Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir þrisvar frá síðustu út- gáfu Peningamála um alls 1,75 prósentur og eru nú 14%. Sérfræð- Rammagrein VIII-1 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.