Peningamál - 01.11.2006, Síða 45

Peningamál - 01.11.2006, Síða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 45 4. Nánar er fjallað um breytta framsetningu verðbólguspár í rammagrein VIII-3 „Breytt framsetning þjóðhags- og verðbólguspár“ í Peningamálum 2006/2, bls. 51-53. 5. Í tillögunum er talað um að þessar aðgerðir geti leitt til lækkunar á vísitölu neysluverðs um allt að 2,7%. Seðlabankinn hefur ekki lagt sjálfstætt mat á áhrif þeirra enda liggur ekki fyrir skýr útfærsla á aðgerðunum, sérstaklega ekki á lækkun tolla á kjötvöru. Einnig gæti framkvæmd þeirra átt eftir að breytast í meðferð þings fram til 1. mars þegar þær eiga að taka gildi. Í spám bankans er því miðað við að áhrifin verði heldur minni en getið er um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og er miðað við að vísitala neysluverðs muni lækka um 2% á öðrum fjórðungi næsta árs. sama tíma hefur gengi krónunnar hækkað um tæplega 12%. Verð- bólguspáin sem birtist hér sýnir sem fyrr meiri verðbólgu til næstu tveggja ára en samrýmist verðbólgumarkmiði bankans en horfur hafa hins vegar batnað frá síðustu spá. Í síðasta hefti Peningamála var framsetningu þjóðhags- og verðbólguspár breytt og birtist hún hér með sama hætti.4 Grunn- verð bólguspáin byggist á stýrivaxtaferli sem er byggður á mati á vænt ingum markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á næstu tveimur árum. Tvær fráviksspár eru birtar til hliðsjónar. Hin fyrri bygg- ist á óbreyttum stýrivöxtum (14%) út spátímabilið en í þeirri síðari er gert ráð fyrir að peningastefnan bregðist við þannig að verðbólg- umarkmið Seðlabankans náist á spátímabilinu. Spátímabilið nær að þessu sinni til síðasta fjórðungs ársins 2008. Verðbólguhorfur hafa batnað en eru enn óviðunandi Samkvæmt grunnspá hafa stýrivextir náð hámarki og fara smám saman lækkandi út spátímann og enda í rúmlega 8% á síðasta árs- fjórðungi 2008. Í spánni felst hægfara lækkun gengis krónunnar og er gengisvísitalan komin í um 130 stig við lok spátímabilsins en það er um 2% hærra gengi en sama ársfjórðungsgildi síðustu grunnspár. Samkvæmt grunnspánni verður verðbólga yfir verðbólgumark- miði bankans allt spátímabilið. Spáin fyrir árið 2007 er hins vegar mun lægri en í síðasta hefti Peningamála. Verðbólga fer lægst í 2,8% á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Þar sem peningalegt aðhald er ekki nægjanlegt framan af eykst verðbólgan hins vegar það sem eftir lifir spátímans og er spáð að hún verði tæplega 4½% eftir tvö ár. Aðhald peningastefn- unnar þarf því að vera töluvert meira en markaðs- og greiningaraðilar búast við eigi verðbólgumarkmið að nást á spátímanum. Lækkun óbeinna skatta veldur um sinn verulegri lækkun mældrar verðbólgu Verðbólguhorfur til tveggja ára samkvæmt grunnspá hafa batnað nokkuð frá síðustu spá. Þetta á sérstaklega við um verðbólguhorfur á næsta ári og fram á mitt ár 2008. Meginskýring þess að mæld verð- bólga á næsta ári verður mun minni en áður var talið er ákvörðun rík- isstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð á Íslandi. Þessar aðgerðir verða til þess að mæld verðbólga lækkar frá öðrum fjórðungi næsta árs til sama fjórðungs ári síðar þegar áhrif aðgerðanna hverfa úr ársbreytingu vísitölu neysluverðs. Eins og fjallað er um í kafla IX hér á eftir ber að líta fram hjá fyrstu áhrifum slíkra aðgerða við mótun pen- ingastefnunnar enda breyta þær ekki undir liggjandi verðbólguþróun þótt mæld verðbólga breytist.5 0 2 4 6 8 10 12 Grunnspá í Peningamálum 2006/3 Grunnspá í Peningamálum 2006/2 2008200720062005 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-12 Endurskoðuð verðbólguspá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.