Peningamál - 01.11.2006, Page 50

Peningamál - 01.11.2006, Page 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 50 Gengi krónunnar er einn helsti óvissuþáttur þeirra spáferla sem Seðla- bankinn birtir í þessu hefti Peningamála. Því er spáð með þjóðhagslík- ani bankans út frá þeim stýrivaxtaferli sem liggur til grundvallar hverri spá. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að gengi krónunnar lækki smám saman út spátímabilið en í fráviksspánum hækkar það hins vegar nokk- uð út spátímabilið enda meira peningalegt aðhald í þeim spám. Alkunna er að afar erfi tt, ef ekki ógerlegt, er að spá fyrir um gengissveifl ur. Núverandi aðstæður í þjóðarbúskapnum eru ekki til þess fallnar að gera það auðveldara. Um leið er ljóst að gengis breytingar geta haft veruleg áhrif í litlu og opnu hagkerfi eins og því íslenska. Óvissa vegna gengisþróunar torveldar því spágerð og framkvæmd framsýnnar peningastefnu. Reynslan sýnir að veður skipast oft skjótt í lofti og óvæntar geng- isbreytingar hafa stundum gert niðurstöður spáa gagnslausar og verð- bólguáhrif gengislækkunar hafa stundum grafi ð undan að haldi pen- ingastefnunnar á skömmum tíma. Hröð gengislækkun krón unnar fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Mikilvægt er því að gera sér grein fyrir mögulegum áhrifum helstu óvissuþátta á þróun efnahagsmála og taka tillit til þeirra við mótun peningastefnunnar. Áhrif 20% gengislækkunar á fyrsta fjórðungi næsta árs Í þessari rammagrein eru skoðuð áhrif þess ef gengi krónunnar lækkaði um 20% á fyrsta fjórðungi næsta árs.1 Bornir eru saman þrír spáferlar sem fengnir eru með hermunum þjóðhagslíkansins: Í fyrsta lagi spáfer- ill sem byggist á peningastefnuviðbrögðum án gengisskellsins. Þetta er önnur fráviksspáa, sem rætt er um í megintexta þessa heftis Pen- ingamála. Í öðru lagi verðbólguferill sem byggist á sömu forsendu um þróun stýrivaxta en með gengislækkuninni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Loks er spáferill sem byggist á því að peningastefnan bregðist við verð- bólguáhrifum gengisskellsins með því að herða aðhaldið enn frekar. Verðbólga yrði mikil og langvarandi og kallaði á stóraukið peningalegt aðhald... Ekki kemur á óvart að verðbólguþróunin verður afar óhagstæð ef gengið lækkar um 20% á fyrsta fjórðungi næsta árs. Í stað hraðrar verðbólguhjöðnunar yrði verðbólga enn um 7% á næsta ári sem er svipað og spáð er fyrir yfi rstandandi ár. Ef peningastefnan bregst ekki sérstaklega við gengisskellnum verður hún enn tæp 5% við lok spá- tímabilsins og verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en undir lok þessa áratugar. Ekki er hægt að útiloka að hjöðnunin tæki enn lengri tíma ef háar verðbólguvæntingar festust í sessi vegna aðgerðaleysis bankans. Því er ljóst að Seðlabankinn gæti aldrei horft aðgerðalaus á slíka framvindu. Verðbólgan hjaðnar hraðar í hermunum þar sem pen- ingastefnan bregst við gengisskellnum, en vegna þess að áhrifa herts aðhalds gætir með þó nokkurri töf er verðbólguþróunin svipuð fram á mitt ár 2008. Verðbólgumarkmiðið næst á fyrri hluta ársins 2009 með því að stýrivextir hækki á örfáum mánuðum í 18% og haldist óbreyttir til ársloka 2008. ... sem gæti leitt til verulegs samdráttar í efnahagslífinu Gengislækkun hefur jákvæð áhrif á vöxt útfl utnings en aukið peninga- legt aðhald leiðir til meiri samdráttar innlendrar eftirspurnar, einkum á árunum 2008 og 2009. Útfl utningsáhrifi n eru þyngri á metunum á næsta ári og hagvöxtur yrði því meiri á því ári. Samdráttur innlendr- ar eftirspurnar vegur hins vegar mun þyngra þegar fram í sækir og hagvaxtar horfur eru mun dekkri upp úr miðju ári 2008 og til loka þessa ára tugar í tilviki gengislækkunarinnar. Rammagrein IX-1 Hvað gerist ef gengi krónunnar gefur verulega eftir? 1. Í framhaldinu er gengi krónunnar spáð af þjóðhagslíkani Seðlabankans sem gerir ráð fyrir styrkingu krónunnar í kjölfarið, mismikilli eftir því hvaða stýrivaxtaferill er lagður til grundvallar. Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum: Án gengisskells Með gengisskelli en án frekari viðbragða Með gengisskelli og frekari viðbrögðum Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Áhrif 20% gengislækkunar á fyrsta ársfjórðungi 2007 á verðbólgu % 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 2008200720062005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.