Peningamál - 01.11.2006, Page 59

Peningamál - 01.11.2006, Page 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 59 Hækkun stýrivaxta leiðir einnig til tímabundinnar hækkunar verð- tryggðra langtímavaxta í líkaninu, ef breyttar verðbólguvæntingar vega ekki þyngra á metunum. Verðtryggðir vextir skipta mestu máli fyrir útgjalda- og fjárfestingarákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Hækk- un þeirra dregur smám saman úr bæði einkaneyslu og fjárfestingu í líkan inu. Heildareftirspurnin dregst því saman og sömuleiðis þrýsting- ur á notkun framleiðsluþátta, sem er mældur með framleiðsluspennu. Samdráttur heildareftirspurnar leiðir einnig til minni eftirspurnar eftir innfl uttri vöru og þjónustu, meira atvinnuleysis og minni húsnæðiseft- irspurnar. Lægri framleiðsluspenna dregur að lokum úr verðbólguþrýst- ingi, hvort sem um verð neysluvara er að ræða eða verð húsnæðis og vinnuafl s (þ.e. launa). Í líkaninu er einnig tekið tillit til svokallaðra annarrar umferðar áhrifa þegar fyrirtæki og einstaklingar, sem urðu ekki fyrir beinum áhrifum vaxtahækkunarinnar, verða einnig fyrir áhrifum. Þessi áhrif birtast m.a. í því að samdráttur heildareftirspurnar leiðir til lækkunar launatekna heimila og því ráðstöfunartekna þeirra í líkaninu. Áhrif á eignaverð Eins og sjá má á mynd 1 leiðir hækkun stýrivaxta um 1 prósentu til lækk unar bæði hlutabréfa- og húsnæðisverðs í líkaninu. Hermunin gefur til kynna að áhrif stýrivaxta á húsnæðisverð nái hámarki eftir u.þ.b. eitt ár en tvö ár fyrir hlutabréfaverð. Lækkun hlutabréfaverðs og markaðsvirðis langtímaskuldabréfa leiðir til minni fjármálaauðs heim- ila. Lækkun húsnæðisverðs dregur jafnframt úr íbúðafjárfestingu og hvort tveggja stuðlar að samdrætti húsnæðisauðs heimila. Heildarauð- ur heimila minnkar því fyrir tilstilli vaxtahækkunarinnar. Það dregur úr einkaneyslu og því heildareftirspurn. Áhrif á gengi Áhrif stýrivaxtabreytinga á gengi gjaldmiðils eru mjög mikilvæg í miðl- unarferli peningastefnu í litlu opnu hagkerfi eins og því íslenska. Í QMM stuðlar hækkun stýrivaxta um 1 prósentu að gengisstyrkingu krónunnar sem leiðir til skammvinnrar hækkunar raungengis þar sem innlent verðlag bregst seinna við. Gengi krónunnar styrkist samstundis um 0,2% og heldur áfram að styrkjast uns það nær hámarki um 0,8% sterkara en fyrir hækkunina. Þessi þróun er ekki í takt við óvarið vaxta- jafnvægi sem gerir ráð fyrir að gengið styrkist strax um 1% og veikist svo smám saman þannig að vænt ávöxtun erlendra og innlendra fjár- eigna sé jöfn. Hins vegar er hún í samræmi við niðurstöður alþjóðlegra rannsókna og fyrri rannsókna á miðlunarferlinu hérlendis (sjá Eichen- baum og Evans, 1995, og Þórarinn G. Pétursson, 2001). Gengisstyrkingin dregur úr útfl utningsmagni og útfl utningsverð- lag í innlendum gjaldmiðli lækkar. Eftirspurn eftir innlendum vörum í samkeppni við innfl uttar vörur, sem hafa lækkað í verði, dregst sömu- leiðis saman. Eftirspurn er þannig beint út úr þjóðarbúskapnum og verðbólguþrýstingur minnkar. Líkanið leitast einnig við að taka tillit til annarrar umferðar áhrifa sem birtast í því að geta fyrirtækja til lánsfjár- öfl unar, fjárfestingar og launahækkana dregst saman. Að lokum hefur gengisstyrkingin bein áhrif á verðlag innfl uttrar vöru og þjónustu og þar með verðbólgu í líkaninu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.