Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
68
metið það svo að eyða þyrfti óvissu um aðgang þeirra að fjármagni.
Það virðist hafa heppnast ef tekið er mið af þróun hlutabréfaverðs
og skuldatrygginga (e. CDS) undanfarnar vikur. Mikill hluti endurfjár-
mögnunarinnar er til þriggja, fi mm og tíu ára og hefur því dregið mjög
úr þeirri áhættu sem getur skapast ef bankar fjármagna stóran hluta
starfseminnar með skammtímalánum.
Eftir að ljóst varð að íslensku bankarnir höfðu lokið erlendri fjár-
mögnun út árið 2007 tóku greiðslufallstryggingar á skuldir þeirra loks
að lækka. Enn vantar talsvert á að bankarnir nái þeim kjörum sem þeir
nutu lengst af árið 2005. Nokkur munur er á verði fi mm ára skulda-
trygginga bankanna þriggja. Framan af því tímabili sem gögn Seðla-
banka Íslands ná yfi r gerði markaðurinn hins vegar lítinn greinarmun á
bönkunum þremur.
Í september lækkaði lánshæfi smatsfyrirtækið Moody´s þá ein-
kunn KB banka sem snýr að fjárhagslegum styrk í C úr C+. Breytingin
kom ekki á óvart ef marka má viðbrögð á hlutabréfamarkaði og mark-
aði fyrir skuldatryggingar. Moody´s hafði haft einkunn fyrir fjárhags-
legan styrk á athugunarlista frá því í apríl.
Peningamarkaður
Veltan á REIBOR-markaði það sem af er árinu er að meðaltali minni
en árið 2005 og munar þar mest um litla veltu fyrstu fjóra mánuði
ársins. Frá því í maí hefur veltan hins vegar aukist mikið og var ágúst
veltumesti mánuðurinn hingað til en þá var veltan um 193 ma.kr.
Staðan á peningamarkaði var rúm fram að hausti en síðan virðist
sem hún hafi farið að þrengjast. Það sýndi sig í vaxandi mun á milli-
bankavöxtum og vöxtum í endurhverfum viðskiptum. Líklega má leita
skýringa á þessari þróun í hækkandi innstæðum ríkissjóðs í Seðlabank-
anum og auknum áhuga erlendra aðila á fjárfestingu í krónum. Nýtt
met var slegið í endurhverfum viðskiptum 10. október en þá námu
þau 130 ma.kr. og hefur leitnin verið upp á við frá byrjun júlímánaðar.
Önnur skýring á hækkandi vöxtum gæti verið að skortur á skuldabréf-
um sem nota má í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann sé far-
inn að gera vart við sig hjá fjármálastofnunum.
Sáralítil velta hefur verið á víxlamarkaði allt þetta ár og hefur
aukin útgáfa ríkissjóðs á víxlum litlu breytt í því sambandi. Velta síð-
asta árs var mun meiri en þá var viðskiptavökum á víxlamarkaði greidd
veltutengd þóknun. Aukin dýpt í víxlaútgáfu ríkissjóðs og annarra aðila
svo sem fjármálastofnana gæti orðið til að blása auknu lífi í íslenskan
víxlamarkað.
Skuldabréfamarkaður
Verðbólgumælingar í september og október sýndu minni verðbólgu en
spár Seðlabankans frá því fyrr á árinu gerðu ráð fyrir og sáust greinileg
merki þess á skuldabréfamarkaði. Auk þess tilkynntu stjórnvöld um
talsverðar breytingar á óbeinum sköttum sem miða að því að lækka
matarreikning heimilanna um allt að 16%. Breytingarnar sem koma
til framkvæmda í mars eiga að valda allt að 2,7% lækkun á vísitölu
neysluverðs. Hvort tveggja hefur valdið miklum hreyfi ngum á skulda-
bréfamarkaði. Ávöxtunarkrafa á lengri fl okkum ríkisbréfa lækkaði frá
miðju sumri til loka október um 1,06-1,26 prósentur. Mynd 7 af tíma-
0
15
30
45
60
75
90
105
120
135
júnímaíapr.marsfeb.jan.
Mynd 6
Staða endurhverfra viðskipta Seðlabankans
Vikulegar tölur 3. janúar 2006 - 24. október 2006
Ma.kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
júlí ágúst sep. okt.
Mynd 7
Tímaróf vaxta á krónumarkaði
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Dagar til innlausnar
27.10. 2006
27.7. 2006
27.4. 2006
27.1. 2006
%
0 100 200 300 400
9,0
9,5
10,0
10,5
11,0
11,5
12,0
12,5
13,0
13,5
14,0
14,5
Daglánavextir
Dagvextir á krónumarkaði
Stýrivextir (umreiknaðir í flata vexti)
3 mánaða vextir á krónumarkaði
Viðskiptareikningsvextir
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd 8
Vextir á krónumarkaði og
stýrivextir Seðlabankans
Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 27. október 2006
%
8,5
9,0
9,5
10,0
10,5
11,0
11,5
12,0
12,5
13,0
13,5
14,0
14,5
15,0
15,5
jún.maíapr.marsfeb.jan. júlí ágúst sept. okt.