Peningamál - 01.11.2006, Page 71

Peningamál - 01.11.2006, Page 71
Þorvarður Tjörvi Ólafsson1 Hræringar innan peningahagfræðinnar og starfsemi seðlabanka Meiri samhljómur er nú á milli lærdóma um framkvæmd peningastefnu sem draga má af hagfræðikenningum, rannsóknum, reynslu og líkönum. Í greininni verður fjallað um framþróun síðustu tveggja áratuga, einkum innan peningahagfræðinnar, og hvernig hún hefur treyst undirstöður peningastefnu seðlabanka víða um heim. Svokölluð nýkeynesísk hagfræði er í lykilhlutverki þessarar þróunar en nokkuð víðtæk sátt hefur skapast um þá nálgun á undanförnum árum. Enn eru þó mörg álitamál óútkljáð og ljóst að nýkeynesísk hagfræði mun taka frekari breytingum á næstunni. Aðlögun hennar að opnu hagkerfi hefur t.d. reynst vandasöm. Þessar hræringar innan hagfræðinnar hafa haft áhrif á starf seðlabanka, þ.á m. Seðlabanka Íslands. Aukið gagnsæi í mótun og kynningu peningastefnu, áhersla á stýrivaxtaferil næstu missera í stað stakrar vaxtaákvörðunar og nýjungar í spágerð eru atriði sem má rekja til framþróunar hinnar nýkeynesísku hagfræði. Vaxandi áhersla er lögð á að til þess að hámarka áhrif á verðbólguvæntingar þurfi peningastefna að vera kerfisbundin, trúverðug og gagnsæ. Inngangur Seðlabankar taka einkum mið af fernu við mótun peningastefnu: Í fyrsta lagi nýjustu kenningum innan hagfræðinnar hverju sinni. Í öðru lagi niðurstöðum rannsókna m.a. á miðlunarferli peningastefnu og ákvörðunarþáttum verðbólgu. Í þriðja lagi fenginni reynslu af aðgerðum í peningamálum og loks spám líkana sem eiga að endurspegla lærdóm fræða, rannsókna og reynslu. Mikil gróska hefur einkennt öll þessi svið að undanförnu. Hraðar framfarir hafa átt sér stað innan þjóðhagfræðinnar, einkum á sviði peningahagfræði. Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna liggja fyrir er lúta að miðlun peningastefnu, eiginleikum verðbólgu og mótun bestu hugsanlegu peningastefnu (e. optimal monetary policy). Aðgerðir seðlabanka virðast hafa skilað árangri á undanförnum árum þar sem verðbólga hefur haldist lág þrátt fyrir öfl ug an hagvöxt og hátt olíuverð. Þó ber að nefna að nokkur ágreiningur ríkir um ástæður lágrar verðbólgu og hvort peningayfi rvöld eigi í raun skilinn stærstan hluta heiðursins (sjá t.d. Rogoff, 2006). Loks hefur ný kynslóð líkana litið dagsins ljós sem tekur mið af framförum á sviði fræðikenninga og rannsókna og lærdómi reynslunnar. Mun meiri samhljómur en áður er á milli lærdóma um markmið, mótun og framsetningu (e. communication) aðgerða í peningamálum sem seðlabankar geta dregið af ýmsum stoðum peningastefnunnar, þ.e. hagfræðikenningum, rannsóknum, reynslu og líkönum. Samhljóm- urinn er hins vegar ekki alger. Enn eru mörg álitamál uppi, einkum að því er varðar tilhögun peningamála í litlu opnu hagkerfi eins og því íslenska. Mikilvægt er að átta sig á þeirri fótfestu sem peningayfi rvöld hafa öðlast með þessum aukna samhljómi. Um leið er hins vegar brýnt 1. Höfundur er hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Höfundur þakkar Arnóri Sighvatssyni, Ásgeiri Daníelssyni, Þórarni G. Péturssyni, Ragnhildi Jónsdóttur, Karen Vignis dóttur, Tómasi Erni Kristinssyni og málstofugestum á fyrirlestri í Seðlabanka Íslands þann 23. maí 2006 fyrir gagnlegar ábendingar. Höfundur er einn ábyrgur fyrir þeim ann- mörkum sem eru á þessari grein. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Nokkur hluti greinarinnar byggist á nýútkominni rannsóknarritgerð höfundar, “The New Keynesian Phillips Curve: In Search of Improvements and Adaptation to the Open Economy”, Central Bank of Iceland Working Papers No. 31.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.