Peningamál - 01.11.2006, Side 72

Peningamál - 01.11.2006, Side 72
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 72 að ræða hversu langt þetta samræmi nær, fara yfi r þau atriði sem enn er deilt um og beina rannsóknum að þeim. Undirstöður peningastefnu í lokuðu hagkerfi Vegna þeirrar gjár sem fyrir u.þ.b. tuttugu árum var á milli kenninga hag fræðinnar, rannsókna og líkana um peningastefnuna og raunverulegrar framkvæmdar hennar má segja að seðlabankar hafi starfað í hálfgerðu fræðilegu tómarúmi. Nútímapeningastefnan hvílir hins vegar á nokkuð traustum fræðilegum og empírískum grunni sem dregur upp nokkuð samræmdar leiðbeiningar fyrir framkvæmd stefnunnar. Þetta samrunaferli fræða og framkvæmdar teygir sig yfi r a.m.k. tuttugu ára tímabil, en þróunin hefur verið mjög hröð á síðustu árum. Samrunaferlinu má skipta í fernt: Í fyrsta lagi hafa framfarir innan þjóðhagfræðinnar og peninga- hagfræðinnar fært fræðin nær þeim hugmyndum sem seðlabankar hafa haft um mikilvægi og virkni peningastefnu. Í öðru lagi hefur um- gjörð, framsetning og mótun aðgerða í peningamálum tekið breyt- ingum sem hafa sett mark sitt á fræðin. Upptaka verðbólgumarkmiðs er líklega skýrasta dæmið um þetta. Í þriðja lagi hafa orðið nokkur umskipti á viðfangsefnum rannsókna. Kastljós þeirra beinist í auknum mæli að áhugasviðum seðlabanka. Loks hefur átt sér stað uppstokk- un í líkanasmíði í ljósi nýrrar þekkingar. Fræðimenn innan háskóla og sérfræðingar seðlabanka vinna nú saman hörðum höndum að þróun nýkeynesískra heildarjafnvægislíkana. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessum fjórum atriðum. Fræðikenningar Á síðustu tuttugu árum hefur þjóðhagfræðin breyst úr klofi nni og að mörgu leyti undirstöðulausri fræðigrein í heildstæðari grein sem er byggð á nokkuð traustum míkróhagfræðilegum grunni (e. microe- conomic foundation). Leitin að þessum grunni þjóðhagfræðinnar stóð sem hæst fyrir um tuttugu árum. Keynesísk líkön, sem sátu í hásæti þjóðhagfræðinnar á blómaskeiði hennar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, höfðu steytt á skeri óðaverðbólgu áttunda áratugarins og harðri gagnrýni hagfræðinga á borð við Edmund S. Phelps (1967), Milton Friedman (1968) og Robert E. Lucas (1976). Raunhagsveifl u- kenningin (e. real business cycle theory) naut vaxandi hylli innan þjóð- hagfræðinnar á þessum tíma en samkvæmt henni hefur peningastefna engu hlutverki að gegna. Í þeim líkönum ríkir fullkomin samkeppni, verð og laun eru auðbreytanleg og hagkerfi ð er ætíð í jafnvægi. Hag- kerfi ð sveifl ast úr einu kyrrstæðu jafnvægi (e. steady state) í annað fyrir tilstilli búhnykkja og áfalla sem eiga uppruna sinn í tækniframförum, smekk fólks eða ríkisfjármálum. Þetta var verulega á skjön við reynslu seðlabanka og niðurstöður rannsókna sem sýndu fram á tregbreytan - leika launa og verðs. Þeirri skoðun óx engu að síður ásmegin meðal fræðimanna innan háskóla að seðlabankar ættu að halda að sér hönd- um þar sem aðgerðir þeirra væru áhrifalitlar og gerðu meira ógagn en gagn. Helst var viðurkennt að óvænt stefnubreyting í peningamálum gæti haft einhver áhrif. Á síðustu árum hefur skapast nokkuð víðtæk sátt um hina svo- kölluðu nýkeynesísku nálgun. Nýkeynesísk hagfræði sameinar annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.